Sýnishorn
af snjó og vetrarumhverfi:-)
Í gær var dagur íslenskrar tungu og af því tilefni var skemmtidagskrá á sal.
Nemendur okkar röppuðu af miklum krafti og gekk það mjög vel:-)
Það er fullt af flottum, skemmtilegum og undarlegum orðum í íslensku og í vetur hafa nemendur og kennarar verið að safna þeim í orðabanka:-)
Orðabankinn er geymdur á heimasíðu skólans og var opnaður formlega í gær;-)
Mig langar að gefa ykkur dæmi um orð sem við höfum safnað saman:-)
Skjatti, Gulmaðra, Klóelfting, Berjalyng, Ljónsloppi, Lífvera, Gufa, Þema, Rafhlaða, Umhverfi, Hringrásir, Planta, Mósaíkmynd, Verðlaun, Sköpunin, Adam, Eva, Salerni, Hollt, óhollt, Dagblað, Skólahlaup, Fréttir, Sundrendur, Baktería, Örverur, Sveppir, Fæða, Smádýr, Rándýr, Grasbítar, Plöntuleifar, Raflínur, Miðlunarlón, Stífla, Stöðvarhús, Rafmagn, Lím, Sög, Bor, Klemma, Handsög, Sandpappír, Brennipenni, Mæla, Skrúfur, Skrúfjárn, Hamar, Vetrarfrí, Rapp, Andstæður, Sérnöfn, Samnöfn.
Einnig höfum við verið með málshátt vikunnar:
Sannleikurinn er sagna bestur
Hverjum þykir sinn fugl fagur
Allt er vænt sem vel er grænt
Illu er best aflokið
Enginn er verri þó hann vökni
Hver er sinnar gæfu smiður
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Að leggja árar í bát
Á skal að ósi stemma
Margt smátt gerir eitt stórt
Segið þið svo að íslenskan sé á undanhaldi, allavega reynum við okkar besta:-)
Jæja, þetta er nóg í bili.
Hafið það sem allrabest um helgina og gangið hægt um gleðinnar dyr;-)
Sandra kennari og margt fleira...
Leiðsögn frá Ikeda:
16.nóvember
Þegar við tölum um að sýna raunverulega sönnun, þá þýðir það ekki að þurfum að reyna að setja upp einhverja sýningu til að sýnast vera eitthvað annað en við erum, að við vitum meira eða höfum náð meiri árangri en við höfum náð. Það er von mín að, á þann hátt sem hentar best þínum aðstæðum, munir þú sanna gildi þessa Búddisma með því að bæta þig jafnt og þétt í daglegu lífi þínu og fága persónuleika þinn, jafnt innan fjölkyldu þinnar, á vinnustað og í samfélaginu.
<< Home