Monday, November 12, 2007

Undarlegt

hvað tíminn er afstæður.
Mér finnst t.d. vera óralangt síðan ég var í staðlotu í KHÍ, á námskeiðinu í Bretlandi, á ferðalagi um Vestfirði og fleira skemmtilegt.
Í dag er vika síðan ég var um borð í lest á leið til Köben og finnst mér vera langt síðan en samt svo stutt:-0

Annars hef ég haft nóg fyrir stafni undanfarna daga, t.d. var fínasti undirbúningsfundur í hverfinu okkar á fimmtudagskvöldið, kóræfing kvöldið eftir að ég kom heim frá Danmörku, 2 tíma kyrjun síðastliðinn laugardag, bænaganga og kaffihúsaferð í framhaldi af kyrjun og margt fleira:-)

Einnig er nóg framundan svosem: kóræfing, ungrakvennafundur, saumaklúbbur og kórpartý:-)

Fékk símtal áðan með ákveðnum upplýsingum sem komu mér svosem ekkert á óvart en hafði vonast til að sleppa við þær fréttir;-(
En alltaf er hægt að halda í vonina um jákvæðar breytingar...

Fékk um daginn annað og betra símtal frá vinkonu minni í Finnlandi sem var með frábærar fréttir og óska ég henni og kærasta hennar hjartanlega til hamingju:-)

Óska ykkur góðrar viku og vil enda á hvetjandi leiðsögn frá Ikeda sem á vel við:

12.nóvember
Ég vona að sama hvað gerist, munið þið halda áfram með von í hjarta. Sérstaklega vona ég að því meiri örvænting sem er í kringumstæðum ykkar, því kröftuglegar haldið þið áfram með óbilandi von. Vinsamlega haldið áfram að ögra kringumstæðum með björtum og jákvæðum anda, og á sama tíma að hugsa vel um og tryggja heilsu ykkar.