Við
Gunni fórum á flottu og dásamlegu leiksýninguna um Ellý Vilhjálms sunnudaginn 2.mars og var það mikil upplifun😀.. Laugardaginn 8. mars fór ég í kózýkvöld til Heiðar vinkonu, fengum okkur pizzu og nammi og horfðum á bíómynd..
Helgina 14. -16. mars var svo komið að árlegu æfingar og árshátíðarhelgi kórsins sem að þessu sinni var haldin á Sólheimum í Grímsnesi.. Ég lagði að stað á föstudeginum úr bænum upp úr 17:00, kom við í Bónus og keypti smá snarl, stoppaði svo aðeins í Hveragerði og var komin á staðinn rétt fyrir 19:00.. Við vorum 10 manns sem gistum í þessu húsi og vorum öll með sérherbergi með sturtu og klósetti😃
Fleiri kórfélagar gistu í þessu húsi sem er beint á móti okkar húsi..Ég dreif mig inn með dótið, heilsaði upp á fólkið og svo var æfing kl 19:30 í kirkjunni sem var rétt fyrir ofan gistihúsin.. Æfingin var til c.a 22:00, þá fórum við til baka og hittumst í sameiginlegri setustofu í gistihúsinu, fengum okkur smá snarl og spjölluðum saman.. Ég fór svo í rúmið um miðnætti..Daginn eftir var æfing kl. 09:30 í Vigdísarhúsi sem er þarna rétt hjá. Við æfðum til c.a. 12:00, þá tókum við matarhlé og borðuðum súpu og brauð.. Svo var æfingu haldið áfram til 13:30. Þá tókum við pásu og röltum niður í þorpið til að halda smá tónleika á kaffihúsinu Græna kannan😀. Tónleikarnir tókust vel og eftir þá fengum við okkur kaffi og köku á staðnum sem við vorum búin að panta áður.. Svo var aftur haldið upp í hús og æfing til c.a. 17:00. Við náðum mjög góðum æfingum og lærðum mikið😉. Eftir kóræfingar tók við undirbúningur fyrir kvöldið, s.s. að skreyta salinn, æfa skemmtiatriði, hvíla sig, fara í sturtu og klæða í betri fötin... Meðlimir týndust inn í salinn á milli 19:00 og 19:30.. Við fengum lambalæri og meðlæti og svo voru fínustu skemmtiatriði; altinn var með söng og leikatriði um m.a. útlit, dansæfingu og elli, strákarnir voru með söng/rappatriði um kóræfingu og tónleikalög og sópran var með söng og leikatriði um áhrifavalda, vörumerki og samfélagsmiðla .. Dagskrá lauk um 23:00 og ég fór heim upp úr miðnætti, lúin eftir góðan, erfiðan og skemmtilegan dag.. Var svo komin í bæinn upp úr hádegi á sunnudeginum.. Það var gaman að koma þarna á Sólheima í fyrsta skipti og sjá staðinn. Við vorum svo ánægð með alla aðstöðu og aðbúnað þarna að við erum búin að panta fyrir næsta ár og mun þetta sennilega verða framtíðarstaður kórsins fyrir þessa æfingahelgi😎
Jói og strákarnir komu svo í sunnudagssteik(lambalæri) seinnipartinn og áttum við góða samverustund..😊
Vikuna 17.-21. mars var þemavika í vinnunni(skólanum) þar sem var m.a. hattadagur, kökuhlaðborð, sumarþema og hrekkjalómadagur.. Þetta var skemmtileg vika sem endaði á árshátíðarkvöldi föstudaginn 21. mars. Við mættum í hliðarsal við veitingastaðinn Nauthól milli kl. 18:00-19:00 og dagskráin byrjaði rétt rúmlega 19:00. Fengum fínasta mat, lambalæri, nautasteik og meðlæti og um kl 20:30 komu meiriháttar flottir og hressir partýstjórar sem héldu uppi stuðinu með söng, dansi, leikjum, gríni og gleði í rúmlega klukkustund og svo var dansað, spjallað og mikið hlegið fram eftir kvöldi. Það er nokkur tími síðan hefur verið svona mikil stemming á vinnustaðaviðburði hjá þessum hópi. Ég fór heim um 23:00, mjög glöð og ánægð eftir kvöldið og hef ekki farið í svona skemmtilegt partý lengi😄.
Í gær var starfsdagur í skólanum þar sem var á dagskrá m.a. tiltekt, fundir og hópefli í íþróttasalnum þar sem við dönsuðum og fórum svo í æsispennandi skotbolta, mikið fjör og læti...
Jamm svona er staðan í sveitinni, nóg í bili..