Laugardaginn 9. nóvember
vaknaði ég snemma og fór á aukakóræfingu kl. 09:30. Var svo í rólegheitum fram eftir degi og fór svo í kózýkvöld til Heiðar vinkonu um kvöldið. Við áttum fína stund, borðuðum kínamat og horfðum á jólabíómynd:-)
18. nóv hélt kórinn tónleika fyrir eldri borgara í Mosó sem tókust vel og allir ánægðir:-)
Föstudaginn 22. nóvember fór ég með vinnufélögunum í frístundinni í diskókeilu í Egilshöll. Það var mjög gaman, mikið hlegið, sungið, dansað, fíflast og spiluð keila sem endaði með því að ég var stigahæst í mínu liði og er ég því orðin "keilusnilli" ásamt annarri sem var stigahæst í hinu liðinu og myndin sem var tekin af okkur er komin upp á vegg í vinnunni😎
Fór með samstarfsfélögunum í skólanum á jólahlaðborð í Bragganum(Nauthóll) við Nauthólsvík 29. nóvember. Það var fínasta kvöld og samverustund, góð mæting, ágætis matur, skemmtiatriði, gleði og gaman😉
Í hádeginu daginn eftir hitti ég vinkonur mínar þær Heiði og Valdísi á veitingahúsinu Haust þar sem við áttum pantað borð á jólahlaðborði. Við áttum góða samverustund, fengum góðan mat, spjölluðum, tókum myndir og skiptumst á jólagjöfum. Eftir hittinginn fór ég aðeins í Kringluna og keypti þar hluta af jólagjöf og smá dót sem mig vantaði, kom svo við í Elko og keypti örbylgjuofn sem er afmælis- og jólagjöf fyrir mömmu.. Síðan skrapp ég til mömmu og gaf henni gjöfina og endaði svo daginn á að fara á kosningastað og kjósa í Alþingiskosningum..😀
Þriðjudaginn 3. desember hitti ég gömlu kórfélagana í Borgarkórnum heima hjá Sigvalda kórstjóra. Þetta var skemmtileg stund, vorum þarna rúmlega 25 manns samankomin, sungum, spjölluðum og fengum okkur veitingar, alltaf gaman að hittast og syngja jólalögin okkar😊
Ég hef líka verið að syngja jólalög með Mosfellskórnum út um borg og bí undanfarið, höfum m.a. farið í Smáralind, Ikea, hjúkrunarheimili í Mosó, í Fjörðinn(verslunarmiðstöð í Hafnarfirði) og erum ekki búin enn. Þetta hefur gengið vel og alltaf gaman að syngja jólalögin í góðu stuði😏
Erum búin að setja upp jólaljós og skraut hér heima og setjum væntanlega jólatréð upp um helgina, alltaf notalegt að fá ljósin og tréð:-)
Næsta föstudag er mikið um að vera: við fáum að sjá Lúsíusýninguna hjá nemendum 5. bekkjar, það er jólamatur fyrir börnin og eftir vinnu fer ég í klippingu og svo í afmæliskaffi hjá mömmu:-)
Í næstu viku er líka nóg um vera. m.a. jólaball og litlu jól, jólakaffi fyrir starfsfólk, friðarganga og söngur með kórnum í Mjóddinni og í Kringlunni...
Jamm, nóg í bili, hafið það gott og farið vel með ykkur..