Hitti
Heiði vinkonu mína 4. maí í Kringlunni, við fórum á Kringlukrána, fengum okkur gott að borða og áttum góða samverustund:-)
Sunnudaginn 5. maí var svo komið að vortónleikum Mosfellskórsins. Við mættum um fimmleytið í Hlégarð sem er félagsheimili í Mosó, settum upp salinn, helltum upp á kaffi og tókum smá æfingu með hljómsveitinni.. Tónleikarnir byrjuðu svo klukkan 20:00. Þetta voru fínustu tónleikar sem heppnuðust vel, það voru um 50 gestir, þar á meðal mamma, Jói og Ari vinur Jóa og þakka ég þeim kærlega fyrir komuna😀.
Jói átti afmæli 7. maí og við fórum í smá kaffiboð til hans í tilefni dagsins:-)
9. maí fór ég á leikritið/söngleikinn Níu líf sem fjallar um líf Bubba Morthens.. Þetta er stórkostlegt sýning og mikil upplifun sem ég hefði alls ekki viljað missa af.
Laugardaginn 11. maí var svo vorferð kórsins. Við hittumst um klukkan 16:30 fyrir framan Stjórnarráðið í sól og sumaryl, gengum aðeins um bæinn og enduðum svo á stað sem heitir Skor. Þar fórum við í allskonar píluleiki, fengum hamborgara og franskar og höfðum gaman saman..
Vorum þar í c.a. 3 tíma og fórum svo á smá djamm í bænum. Gengum inn á Pablo disco bar, fengum okkur að drekka, vorum næstum ein á staðnum enda snemma kvölds, dönsuðum, sungum með lögunum og fengum útrás í tæplega klukkutíma. Þaðan lá leiðin upp Laugaveginn í frábæru veðri og enduðum á Mál og menningu þar sem voru tónleikar með húsbandinu. Stoppaði þar í smástund og fór svo heim upp úr 22:00, mjög glöð og sæl eftir frábært kvöld í góðra vina hópi. Mikið var þetta gaman, hef ekki skemmt mér svona vel í langan tíma😎.Laugardaginn 18. maí fórum við mamma á kvikmyndina The Fallguy, fínast grín og spennumynd sem ég mæli með :-)
Daginn eftir helltist í mig leiðindaflensa með hita, kvefi, hnerra, hálssærindum, orkuleysi, beinverkum og ég missti bragð og lyktarskynið. Ég var heima alla vikuna og missti af vorferð með vinnunni😰.
Laugardaginn 25. maí var ég orðin nokkuð góð og fór með Heiði í Egilshöll þar sem við pöntuðum pizzu og fórum svo á kvikmyndina Furiosa: A Mad Max Saga, sem er alveg ágætis ræma..
Daginn eftir var ég komin með hellu og sáran verk í hægra eyra sem er mjög vont og ég svaf lítið næstu tvær nætur:-(
Fór í vinnuna á mánudeginum, komst til læknis eftir vinnu á þriðjudegi, fékk þar eyrnadropa og sýklalyf, hef komist í vinnuna og er orðin miklu miklu betri af pestinni, ekki samt 100 %. Þetta er leiðinda og langvinn pest sem margir eru með og þar með talið fólk í kringum mig. Eyrnaverkurinn er farinn en ekki hellan sem þýðir að ég heyri ekki vel hægra megin og þegar ég tala þá bergmálar allt í hausnum á mér, ekki gaman það.. en þetta lagast vonandi fljótlega af sjálfu sér..
5. júni var síðasti vinnudagur í frístundinni og svo var smá vorfögnuður þar fyrir starfsfólkið seinnipartinn.Við elduðum góðan mat og áttum fína samverustund, spjall og stuð😀
Skólaslitin voru á fimmtudag og starfsdagur í gær og nú er ég komin í kærkomið sumarfrí :-)
Í gær fór ég í klippingu og er núna bara í letistuði, þvo þvott, glápa á TV og slaka á...
Nóg í bili, farið vel með ykkur og njótið lífsins..
Sandra lata..
<< Home