Sunday, May 14, 2023

fór

 í fermingarveislu hjá Kolbrúnu frænku minni dóttir Diddós og Áslaugar á sumardaginn fyrsta. Fínasta veisla í heimahúsi, kökur, brauðtertur, nammibar og fleira góðgæti í boði, spjall, hlátur og ágætis samverustund með ættingjum😏.

Laugardaginn 22. apríl kíkti ég í kózýkvöld til vinkonu minnar, fengum okkur pizzu, snakk og nammi og horfðum á bíómynd.

Síðustu vikuna í apríl var mikið um að vera hjá kórnum, stjórnarfundur á mánudegi og kóræfingar þriðjudags- og miðvikudagskvöld.  

Föstudagurinn 28. apríl var langur og skemmtilegur. Ég byrjaði á að fara í vinnuna og vann til c.a 14:00. Síðan fór ég beint  í klippingu í Hafnarfirði, kom svo við og tók bensín í Costco og þaðan lá leiðin heim til Jóa bróður til að sækja Birgi. Við Birgir komum við í sjoppu á Ártúnshöfðanum til að fá okkur pulsu og síðan enduðum við í Egilshöll að sjá myndina um Super Mario Bros😀. Þetta var skemmtileg mynd með mikið af góðri 80' tónlist og ég hafði extra gaman af myndina því ég spilaði þennan leik í gamla daga, mæli með þessari mynd.. Myndin var búin um 8 leytið og þá fórum við aðeins í Mosó og svo skutlaði ég honum heim upp úr 22:00..

Það voru svo kóræfingar með hljómsveit og einsöngvara þriðjudagskvöldið 2. maí og fimmtudagskvöldið 4. maí.

 Svo var komið að 35 ára tónleikum kórsins sunnudaginn 7. maí sem við héldum að þessu sinni í   Framhaldskólanum í Mosó. Mættum um kl 18:00, græjuðum kaffi, stilltum upp, röðuðum stólum og tókum smá upphitun og æfingu. Svo týndist gestirnir inn upp úr 19:30 og tónleikarnir hófumst rétt rúmlega 20:00. Þetta voru flottir, skemmtilegir og vel heppnaðir tónleikar og fullur salur af áhorfendum 😀m.a. fyrrverandi kórfélagar, vinir, makar, ættingjar, mamma og Steingerður frænka. Tónleikarnir voru rúmlega 100 mínútur, í hlénu fengum við kaffi og kleinur og í lokin heiðruðum við nokkra meðlimi sem hafa verið með frá stofnun kórsins og gáfum þeim og einsöngvurum blómvönd..

Fimmtudagskvöldið 11. maí fór ég heim til Jóa og var með Birgi á meðan Jói, Gunnar, Björn og Alexander skelltu sér í bíó.. Birgir var duglegur að lesa fyrir mig í heimalestri og skrifa orð úr textanum og svo las ég sögu fyrir hann fyrir svefninn😉. 

Síðastliðið föstudagskvöld var komið að árshátíðinni með vinnufélögum í frístundaheimilinu. Við mættum í fyrirpartý heima hjá forstöðukonunni og síðan fórum við samferða í Hlöðuna í Grafarvogi þar sem var sameiginlegt partý hjá öllum frístundaheimilum í okkar hverfi. Þetta var fínasta skemmtun og samverustund, matur, söngur, dans, leikir, hlátur og stuð😄.

Jamm það hefur verið eitt og annað á dagskrá, nú er ég bara í letistuði og afslöppun...

Vil enda á að óska öllum mæðrum til hamingju með mæðradaginn. 👩