Saturday, September 10, 2022

jæja

þá er rútínan komin í gang og allt að fara á fulla ferð aftur í samfélaginu eftir faraldurinn,s.s.  ýmiskonar viðburðir, meiri vinna, félagslíf, bæjarhátíðir, jólahlaðborð, vinnuferðir og nemendaferðir. 

    Ég er núna í 1. bekk ásamt 2 öðrum stuðningsfulltrúum, þremur umsjónarkennurum og 50 nemendum:-)   Það hefur ekki verið svona fjölmennur árgangur í 1. bekk í mörg ár svo það þurfti að bæta við einum umsjónarkennara.. Nemendum hefur líka fjölgað í skólanum þannig að skólahúsnæðið, félagsmiðstöðin(sem er inni í skólanum) og frístundin(sem er í húsnæði á skólalóðinni) eru þétt setin og í raun sprungið húsnæðislega.. Einnig eru miklar framkvæmdir í gangi, bæði á skólalóðinni sem og innanhúss svo það er mikið líf og fjör og læti þessa daganna.

Ég er líka að vinna í frístundinni þrjá daga í viku frá 14:00 - 16:00 þannig að þetta eru dálítið viðbrigði eftir 2 ára cozytíma að vinna lengur á daginn svo ég er þreyttari núna þegar ég kem heim, en það í góðu lagi og venst vel:-)

Kórinn er líka kominn á fulla ferð. Við byrjuðum haustönnina á því að syngja á bæjarhátíðinni "Í túninu heima" sem var haldin hér í Mosó í endaðan ágúst eftir 2 ára hlé:-) Framundan hjá kórnum eru svo tónleikar í enda september og ýmislegt annað s.s. partý, jólasöngur, æfingar, vorferð og vortónleikar svo það er nóg að gera..

Í gær var svo haustferðin í vinnunni. Við fórum af stað um klukkan 15:00, fórum með rútu til Hveragerðis og fórum í hópefli og hópleiki og enduðum svo á að fá okkur pizzu á Ölverk sem er fínasti staður. Þetta var mjög skemmtileg ferð, mikið hlegið, leikið sér og fjör:-) Komum svo í bæinn rúmlega hálftíu.. 

Jamm, svona er nú lífið þessa dagana..

Farið vel með ykkur og njótið helgarinnar:-)