Tuesday, December 06, 2022

ýmislegt

 fljótlega eftir vetrarfrí var viðgerðum að ljúka á neðri hæð skólans og nú eru ritari og stjórnendur aftur fluttir í rýmin sín. Ennþá eru framkvæmdir í gangi bæði í rými á neðri hæð sem og á efri hæð þar sem 4. og 5. bekkur er með stofur og eru þau nú með aðstöðu í Herkastalnum og verða þar allavega fram að jólum..

31. október hitti ég gömlu kórfélaga mína úr Borgarkórnum:-)   Það hefur verið hefð í þónokkur ár að hittast í desember,og syngja saman jólalögin sem við sungum á sínum tíma  en þar sem Sigvaldi kórstjóri og Lína voru að fara í nokkra mánaða ferð erlendis í byrjun nóvember  ákváðum við að hittast snemma þetta árið..Vorum 20-25 manna hópur sem hittist heima hjá Sigvalda, sungum, fengum okkur kaffi og meðlæti og áttum skemmtilega stund saman:-)

Gaman að segja frá því að í byrjun nóvember vann frístundaheimilið sem ég vinn hjá verðlaun fyrir að vera fyrirmyndar starfsstaður sem og hástökkvari ársins hjá Reykjavíkurborg😀 eftir niðurstöður skoðnakannana meðal foreldra og starfsmanna . Við fengum heimsókn frá Skóla- og frístundasviði á vinnustaðinn þar sem við fengum afhent viðurkenningaskjöl, blóm og köku:-)  



Ég og Heiður áttum kózýkvöld 19. nóv, fengum okkur pizzu og horfðum á ágætis jólamynd á Netlix:-)

Laugardaginn 26. nóv fórum við með strákana í bíó og fengum okkur svo að borða á Stælnum:-) Birgir mátti  gista hjá vini sínum og var spenntur fyrir því svo við keyrðum hann þangað en Gunnar kom með okkur í Mosó og gisti hér.. Um hádegi daginn eftir skutlaði Gunni honum heim þar sem Gunnar átti að keppa í fótboltaleik síðar um daginn. Við fórum svo og horfðum á leikinn og Gunnar skoraði flott mark úr aukaspyrnu:-) leikurinn var spennandi og liðin skiptumst á mörkum, en niðurstaðan var að Gunnar og félagar töpuðu með einu marki..

Föstudaginn 2. des var komið að jólamatnum með vinnufélögum í grunnskólanum :-) Að þessu sinni fórum við á veitingastaðinn Haust í Þórunnartúni..  Vorum þarna rúmlega 50 manna hópur, góð mæting, enda ekki búið að vera jólahittingur síðan 2019.. Mættum á milli 18:00 og 19:00, fengum góðan mat og það var ágætis úrval á þessu jólahlaðborði. Vorum líka með happdrætti og skemmtiatriði og sátum í góðu yfirlæti, söngur, spjall og hlátur til rúmlega 23:00:-)

Sunnudaginn 4. des var komið að jólasöngsdegi með Mosfellskórnum😉 Sungum fyrst hálftíma prógramm úti í jólagarðinum í Mosó kl 16:00 í smá úða og kulda og var ég orðin frosin á tánum eftir það:-) Síðan lá leiðin í Ikea þar sem við sungum klukkutíma prógramm og var ég komin heim um kvöldmatarleytið útsungin eftir ágætis dag.. En það gekk allt vel, góð mæting hjá kórfélögum og hljóðkerfið virkaði vel eftir smá stillingar..

Jamm, svona er nú staðan í sveitinni þessa dagana, erum búin að setja nokkrar jólaseríur í gluggana sem er notalegt í þessu myrkri. Það er búið að vera fínt veður undanfarnar vikur, hiti, rigning, sól, vindur og logn, en það er eitthvað að breytast núna, komið smá frost, kuldi og héla og það á bara að aukast næstu daga;-(

Nóg í bili, farið vel með ykkur

Sandra lataskata..