Thursday, July 04, 2024

Sunnudaginn

 9. júní kíktum ég og Gunni í heimsókn til Jóa, Gunnars og Birgis sem voru í sumarbústað við Hreðavatn.  Við  fengum gott veður, sól, sumar og hiti, grilluðum, fórum að veiða, sátum á pallinum og strákarnir fóru að vaða og synda í vatninu og við áttum fínustu samverustund😎..

 Fórum svo aftur í bæinn á þriðjudeginum, en Jói og strákarnir voru lengur..

Föstudaginn 14. júní hitti ég Elínu vinkonu mína og dætur hennar sem voru á landinu í nokkra daga. Kíkti til þeirra í kaffi og spjall:-)

Sunnudaginn 16. júní  fór ég í fínustu stúdentsveislu hjá Snædísi Lilju (dóttir Brynju frænku).

Birgir kom svo með mér heim eftir veisluna í heimsókn og gistingu. Við Mosóbúarnir áttum fína stund með honum, fórum á leikvöllinn í fótbolta og í þrautabrautina..

Daginn eftir fórum við svo í Hljómskálagarðinn á 17. júní hátíðarhöldin, það var ágætt, Birgir fór í aparóluna og klifraði í trjám og klifurneti en ég held að það sem stóð upp úr var hjólböruhlaupabrautin sem var frekar fyndið, hann sat í hjólbörum og ég og Gunni keyrðum/hlupum með hann sitthvora ferðina 😉 

Komum heim um kaffileytið, pöntuðum okkur pizzu og Jói og Gunnar sóttu hann svo seinnipartinn..

Mánudaginn 24. júní kom Gunnar til okkar í nokkra daga, við keyrðum hann og sóttum á fótboltaæfingar og fótboltaleik þar sem liðið hans vann 4-1, þar af skoraði Gunnar 3 mörk😀

Elduðum kvöldmat og borðuðum saman og eftir matinn fór hann í sundlaugina, pottana og gufuna. Hann fór svo heim á fimmtudeginum og við áttum góðar samverustundir þessa daga .. Gunnar fór svo í vikuferð til Spánar á fótboltamót með félögum sínum á laugardeginum..

Ég hef líka slappað af, hangið í tölvunni, glápt á imbakassann, farið í gönguferðir, kíkt í búðir þar sem ég  keypti afmælisgjafir og í gær druslaðist ég í ræktina;-) 

Við mamma erum að fara í bíó seinnipatinn í dag að sjá íslensku myndina Snerting😏

Veðrið hefur ekki verið neitt sérstakt, rigning, kuldi og vindur, en inn á milli verið smá sól, hiti og logn..

og já, hellan í eyranu fór loksins um daginn af sjálfu sér, sem betur fer...

Nóg í bili, njótið ykkar og farið varlega í umferðinni..

Sandra í sumarfríi..