föstudaginn
9. ágúst hittumst við Heiður vinkona í hádeginu niðri í bæ, fórum á veitingastaðinn Kopar sem er við höfnina, sátum þar góða stund og gengum svo yfir á Lækjartorg, fengum okkur kaffi og köku á kaffihúsi og sátum úti í góða sumarveðrinu í hátt í tvo tíma😎
Mánudaginn 12. ágúst var haldið upp á 9 ára afmæli Birgis okkar í Geitlandinu, við kíktum þangað seinnipartinn í súpu, brauð, kaffi og kökur, fínasta veisla og fullt af gestum..😉
Mætti í vinnuna 15. ágúst þar sem voru starfsdagar fyrstu vikuna. Það var ýmislegt að gera, telja bækur, námsgögn og ritföng, færa húsgögn milli stofa, fundir, námskeið, fyrirlestrar, ljósrita og plasta námsgögn og margt fleira:-)
Ég er núna í fyrsta 1. bekk að aðstoða nokkur börn😉, er einkum með 2 drengi sem ég fylgi allan daginn og er líka í frístundinni 3 daga í viku..
Við eru 6 starfsmenn, 3 kennarar og 3 stuðningsfulltrúar, í 1. bekk þar sem eru 42 börn og veitir ekki af. Einnig koma aðrir starfsmenn að bekknum, s.s. þroskaþjálfar og sérkennarar..
Sunnudaginn 18. ágúst fórum ég, Gunni, Jói og Gunnar á Alien Romulus sem var ágætis afþreyingarmynd og er meira í ætt við gömlu góðu Alien myndirnar..
Laugardaginn 31. ágúst var svo komið að árlegu sumarbústaðaferðinni með vinkonum mínum þeim Valdísi og Heiði😃. Lögðum af stað í hádeginu í roki og rigningu, stoppuðum í Krónunni á Höfða og versluðum í matinn, keyrðum svo Hellisheiðina, stoppuðum í Hveragerði og fengum okkur í gogginn í Mathöllinni og vorum komnar í bústaðinn um kaffileytið..
Veðrið var frekar leiðinlegt, en við létum það ekki á okkur fá, fengum afmælisköku í tilefni afmælis Heiðar, fórum í heita pottinn í mikilli rigningu og svo í gufubaðið, elduðum góðan mat, fengum okkur kokteil, kex, osta, snakk og nammi og spiluðum skemmtilegt spil😉
Fórum í bælið um eittleytið, sváfum út, borðuðum morgunmat, tókum til og vorum komar í bæinn um kaffileytið á sunnudeginum, gaman saman og kozý samverustund:-)
Nú byrjar kórstarfið í næstu viku, aðalfundur og æfing á miðvikudaginn og því var kórstjórnarfundur í dag til að leggja línurnar fyrir veturinn og ákveða dagskrá fyrir aðalfundinn..
Jamm, rútínan að komast á fullt og ég hef verið pínu þreytt síðustu daga, enda viðbirgði að vera búin í sumarfríi og byrja að vinna fulla vinnudaga..
Hafið það gott og njótið ykkar..
<< Home