Leiðsögn eftir hr. Nakano (aðstoðar menntunarleiðtoga Chiba umsjónarsvæðisins í Japan).
Nóbelsverðlaunahafinn Togenawa prófessor sagði sögu um hjarta mannsins (ekki hjartað sem dælir blóði heldur hjartað þar sem tilfinningar þínar eru).
Í fyrsta lagi, hvar er hjarta þitt? Venjulega bendum við á bringuna á okkur til að leita að hjartanu, en í rauninni er það í heilanum. Margir halda að með því að vita meira um heimspeki þá viti þeir meira um hjartað, en í raun er það ekki þannig. Í dag eru til vísindalegar sannanir um að hjartað sé hluti af heilanum.
Það er til saga um nýfætt barn. Ímyndaðu þér að fjölskyldumeðlimir þess séu japanskir, amerískir, kínverskir, franskir, þýskir og kóreanskir. Og ímyndaðu þér að fjölskyldan tali við barnið á 6 mismunandi tungumálum. Hvaða tungumál telur þú að barnið byrji á að tala? Svarið er – öll tungumálin.
Þetta er sönn saga. Þetta sýnir að heili barnsins ræður við þetta. En af hverju er þetta hægt? Ástæðan er sú að heili barnsins vinnur á annan hátt en heili fullorðinna. Mismunurinn liggur í tíðni heilabylgjanna.
Úr hverju er mannslíkaminn búinn til? Eins og þú líklega veist þá er mannslíkaminn búinn til úr frumum. Það eru um það bil 70 trilljónir fuma í líkama þínum, frá táberginu að höfðinu. En úr hverju eru þessar frumur? Þær eru búnar til úr mólikúlum og þessi mólikúl eru búin til úr atómkjarna. Atómkjarninn er búinn til úr öreindum sem eru búin til úr skömmtum (quantum). Lengra hafa nútíma vísindin ekki komist í uppgötvunum sínum. En hvernig virkar skammtur (quantum)? Það er sagt að skammtar séu eindir sem sveifli eða hafi tíðni eins og bylgjur. Það þýðir að líkaminn er myndaður úr bylgjum eða tíðni.
Þessi kenning hefur verið sönnuð með rökum en ekkert hefur þó fundist sem getur mælt hana. En nú hefur Bandaríkjamaður að nafni Wienstock fundið upp vél sem hefur sannað vísindalega að líkami okkar er búinn til úr bylgjum. Allt sem til er í þessum heimi gefur frá sér bylgjur/tíðni. Semsagt allt sem til er hefur tíðni. Dýr og plöntur hafa líka tíðni. Í mannslíkamanum eru það heilabylgjurnar sem hafa sterkustu bylgjurnar/tíðnina.
Rannsóknir hafa sýnt að alheimurinn hefur mjög fínar bylgjur. Ef þú setur það í samhengi við bylgjulengd eða tíðnisvið manneskju er bylgjulengd alheimsins á milli ~ bylgju og θ bylgju. θ bylgjan er eins og ástand þar sem þér finnst þú fljóta um og þér líður mjög vel. ~ bylgjan er eins og ástand þar sem þér finnst þú vera mjög heppinn og gætir unnið í lottóinu eða í spilavítinu og þú ert í besta ástandi. Bylgjulengd alheimsins er eins og þegar ~ bylgjan og θ bylgjan eru í fullkomnu jafnvægi. Ef þessi bylgjulengd er mæld með tækjum er hún 7.5 hertz.
Þá að sjálfsögðu er 7.5 hertz besta ástandið fyrir okkur manneskjur. En trúir þú því að það séu til manneskjur sem lifa í þessu fullkomna ástandi? Í raun, já. Börn fæðast í þessu ástandi sem er algerlega í takt við bylgjulengd alheimsins. Þetta ástand skapar það ástand fyrir heilann að hann getur samþykkt hvað sem er. Það er ástand þar sem hjarta þitt er hreint og þú skapar þér ekki örvæntingu, reiði eða gremju.
Að gráta af hungri stafar af annarri gerð tilfinninga. Þess vegna geta börn verið á bylgjulengd 7.5 hertz og það skýrir fegurð augna þeirra, fallega húðina og hvað þau vaxa hratt. Þess vegna geta börn skilið og talað 6 tungumál.
En er það mögulegt fyrir fullorðna manneskju sem upplifir þunglyndi, sem særir aðra og sem svíkur aðra, að komast í ástand 7.5 hertz? Togenawa prófessor mælir með tveimur atriðum sem ávallt ætti að hafa í huga til þess að komast í þetta ástand.
Í fyrsta lagi, þegar hugsað er tilbaka, að hugsa þá um góða og skemmtilega hluti sem áttu sér stað. Þegar þú hugsar alltaf um góða hluti sem gerst hafa munu skemmtilegir og spennandi hlutir koma til þín á eðlilegan hátt. Þú munt gera þér grein fyrir hversu hamingjusöm/samur þú ert með líf þitt núna líka.
Í öðru lagi er að sjá fyrir sér ákveðin markmið fyrir framtíðina. Þú ættir að hafa hreina og ákveðna hugmynd um hvernig framtíð þín lítur út. Frægir tvíburar í Japan sem heita Kin-san og Gin-san (kin þýðir gull, gin silfur). Þegar þeir voru þrítugir ákváðu þeir að lifa þangað til þeir yrðu 100 ára gamlir. Þeir efuðust ekki um þessa ákvörðun jafnvel þegar þeir urðu veikir. Þeir ákváðu að lifa þar til þeir yrðu 100 ára og sú ákvörðun skilaði góðum áhrifum á heilann. (Þeir lifðu þar til þeir urðu 100 ára og annar tvíburanna er enn á lífi)
Jafnvel þó að þú eigir við veikindi að stríða er gott að hafa nákvæma mynd í huganum af því þegar þú verður heilbrigður að nýju. Það dugar ekki að hugsa bara að þú læknist einn daginn. Þú getur sett ákveðinn dag þegar þú ætlar heim af spítalanum eða þegar þú læknast algerlega. Að sjá fyrir sér hjálpar til við það sem þú vilt að gerist. Skýrir draumar eru líklegastir til að rætast.
Semsagt þá eru tveir hlutir sem skipta máli: 1) að muna og endurupplifa hamingjusöm atvik og 2) hafa skýra hugsjón um framtíðina. Þetta er lykillinn að því að komast á bylgjulengd 7.5 hertz.
Í raun og veru er þetta nákvæmlega sama hugsjón og trúuð manneskja iðkar. Trúuð manneskja lítur inn í hjarta sitt og bæði endurskoðar og sér framtíðina fyrir sér með því að nota hjarta sitt og heila. Samt sem áður er það tilgangslaust að biðja Guð eða Búdda ímynd að hjálpa sér. Það mun ekki hjálpa þér að ná 7.5 hertz bylgjulengdinni.
Besta dæmið getur verið hvernig SGI iðkar. Að spyrja eða biðja um hjálp virkar ekki. Þá notar þú aðeins vinstra heilahvelið. Það færir þig ekki nær bestu bylgjulengdinni.
Það sem við þurfum að gera er að fá hægra heilahvelið til að starfa meira. Við getum gert það með því að iðka trú okkar með miklu þakklæti. Að vera þakklát er besta leiðin til að fá heilann til starfa. Meðlimir SGI sem kyrja
Nam-mjóhó-renge-kjó eru manneskjur sem eru þakklátar fyrir sjálfar sig og aðra. Nýfætt barn er hamingjusamt og ánægt vegna þess að þau ná 7.5 hertz bylgjulengdinni.
Hver er þá besta leiðin til að iðka? Því má lýsa í þremur skrefum.
Fyrsta skrefið er að vera þakklát fyrir það sem við þurfum að vera þakklát fyrir. Annað skrefið er að vera þakklát fyrir það sem okkur finnst erfitt að vera þakklát fyrir og þriðja skefið er að vera þakklát fyrir framtíðina. Þegar þú kyrjar á þennan hátt finnurðu til hvatningar og þú getur orðið jákvæður. Það er til fólk sem dæsir eftir að það hefur lokið við að kyrja. Það er líka til fólk sem fer snögglega að þrífa í kringum Butsudaninn. Það er fólk sem er alltaf á hreyfingu þegar það kyrjar. Og verstu dæmin eru þeir sem standa upp á meðan þeir eru að kyrja og fara að gera það sem kom upp í hugann, klára það og fara svo að kyrja aftur. Þetta fólk er allt að nota vinstra heilahvelið.
Það skiptir miklu máli að nota hægra heilahvelið, en hvernig getum við gert það almennilega? Hvaða leið til að kyrja er góð?
Fyrsta skrefið er að vera þakklát fyrir þá hluti sem við þurfum að vera þakklát fyrir.Þú ættir ekki að kyrja til að biðja um hjálp, eða væla yfir því sem gengur ekki vel í lífi þínu. Þá notar þú aðeins vinstra heilahvelið. Mörg trúarbrögð eru í raun iðkuð á þennan hátt. Við ættum að hætta að gera þetta svona. Hugsaðu um þá hluti sem þú ert þakklátur fyrir í lífi þínu. Hluti eins og þann sem hugsaði um þig eða þann sem gerði eitthvað gott fyrir þig. Jafnvel lítið þakklæti er í lagi. Þakkaðu fyrir alla þá hluti sem koma upp í hugann. Þú getur gert það aftur og aftur. Þegar þú hugsar meira og meira um þá hluti sem þú getur verið þakklátur fyrir verður þú glaðari. Þú finnur að þú ert að verða hamingjusamari og jákvæðari. Breyting verður í líkama þínum vegna þess að þú ert að virkja hægra heilahvelið.
Annað skref er að vera þakklát fyrir þá hluti sem er erfitt fyrir okkur að vera þakklát fyrir.Þetta skýrir sig sjálft. Reyndu að vera þakklátur fyrir þá hluti sem þér finnst erfitt að vera þakklátur fyrir, eins og veikindi þín, erfiðleikana í hjónabandinu, barnið þitt sem ekki er í skóla, mistök þín í viðskiptum, erfitt samband þitt við vin þinn, og svo framvegis. Vertu þakklátur fyrir þá erfiðu hluti sem eru að eiga sér stað í lífi þínu. Til dæmis geturðu kyrjað þannig: “Takk fyrir veikindi mín,” eða “takk fyrir barnið mitt,” “takk fyrir samband mitt við makann sem gengur ekki vel.” Þetta er rétt leið til að kyrja.
Þegar þú verður veikur, kyrjaðu þá með þakklæti og hugsaðu: “Takk fyrir veikindin. Þetta mun breytast og hjálpa mér að komast í gegnum slæmt karma.” Þakkaðu af öllu hjarta fyrir hvaða aðstæður svo sem þú ert í. Þetta viðhorf mun ýta út því slæma karma sem hefur verið hluti af þér svo lengi (jafnvel í marga ættliði).
Þriðja skrefið er að vera þakklátur fyrir framtíðina.Þetta skref er til að sjá framtíðina skýrt fyrir sér. Settu þér skýr markmið, einnig um það hvenær þau vandamál sem þú glímir við núna munu leysast. Ákveddu alltaf nákvæmlega hvenær (hvaða ár, hvaða mánuð, hvaða dag) vandamálið er úr sögunni. Það skiptir engu máli þó læknir segi þér að það sé ekki hægt að lækna sjúkdóminn. Þú ert nú þegar búinn að setja markmið um hvenær þú læknast og það mun gerast. Sálfræðiprófessor einn sagði að það sé gott að setja sér markmið um framtíðina og hugsa síðan um það í þátíð. Togenawa prófessor mælir líka með því. Forseti SGI hefur nú þegar sett markmið fyrir SGI fyrir næstu 500 árin.
Af hverju virkar þetta?Vegna þess að allt þetta þakklæti mun koma þér í samband við bylgjulengd 7.5 hertz. Þessi fullkomna bylgjulengd mun hafa áhrif á aðra. Þegar aðrir kunna að meta þig verðu þú eðlilega ánægður með það. Það er vegna þess að þú finnur góða víbra frá hinni manneskjunni. Þetta á jafnvel við um hunda. Hundurinn er hamingjusamur ef honum er hrósað, alveg sama á hvaða tungumáli það er gert. Þín góða bylgjulengd mun hafa áhrif á aðra á jákvæðan hátt og vandamálin þín verða úr sögunni. Sýn þín á jákvæða framtíð verður að veruleika.
Vinsamlegast ekki biðja Gohonzon um hjálp. Besta leiðin er að
setja sér markmið og
sjá sig fyrir sér í bestu aðstæðum. Vinsamlegast prófaðu að nota þau skref sem við höfum lýst hér. Öll þín markmið verða að veruleika. Öllum bænum þínum verður svarað!
Leiðsögn dagsins:
18.júní
Hið merka Ameríska skáld Walt Whitman skrifar í ljóðasafni sínu Graslaufin: “Allt fylgir með líkamanum, það er aðeins með heilbrigði sem þú kemst í tengsl við alheiminn.” Ég er viss um að þið hafið öll mikið að gera, en ég vona að þið munuð sækja fram með góða heilsu og bjartsýni og njóta styrks trúar ykkar, sem er það sem kemur ykkur í takt við alheiminn.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda