Wednesday, December 31, 2008

þá er enn eitt árið að kveðja;-)
Viðburðarríkt, skemmtilegt, spennandi, ögrandi, erfitt, fjölbreytt og gefandi ár sem hefur liðið ýmis hægt eða hratt eftir atvikum:-)
Mig langar til að reyna að rifja upp það helsta sem árið bar í skauti sér...
Hefst nú annállinn fyrir 2008:-)

Janúar og febrúar:
Var einkum að einbeita mér að vinnunni, kórnum, náminu, vinunum, fjölskyldu og búddismanum. Það var mikið að gera í vinnunni, ég var virk í kórstarfinu, var í tveim áföngum í náminu, fékk skólastyrk, kom tvisvar sinnum fram í sjónvarpinu sem áhorfandi í sjónvarpsal í þættinum Útsvar og við búddistarnir héldum 150 manna kyrjun sem gekk mjög vel, ásamt því að setja upp sýningu í tilefni 80 ára afmælis Ikeda:-)
Veðrið var undarlegt, mikill snjór, frost og rigning til skiptis..
og það urðu borgarstjóraskipti.

Mars og apríl:
Páskafrí, var dugleg að stunda leikfimi, mikið að gera í náminu, verkefnavinna og verkefnaskil, lærdómur, vinnan, kóræfingar, nokkrar árshátíðir, fékk gefins tölvuflatskjá, fór í sumarbústað með stelpunum, kíkti í æfingabúðir með kórnum, kyrjaði mikið og var virk að mæta á fundi og taka ábyrgðir.
Um miðjan apríl kom erfitt og sorglegt tímabil þegar elsku Mæja amma kvaddi eftir löng og erfið veikindi. Við fórum til Flateyrar í jarðarförina, og það var mjög gleðilegt að allir komust vestur því nokkrir komu frá útlöndum og þrátt fyrir sorglegar kringumstæður áttum við fjölskyldan góðar og gefandi samverustundir þessa daga:-)

Maí og júní:
Í maí var ég týnd í verkefnavinnu, lærði öll kvöld og helgar, skilaði tveim stórum 25-30 bls ritgerðum, horfði á Evróvision, söng á lokatónleikum Borgarkórsins sem tókust vonum framar, fékk nýja vinnu og sagði upp í gömlu vinnunni, fór í skemmtilega óvissuferð með vinnunni, kyrjaði, reyndi að halda haus, fann að ég færðist of mikið í fang, og fann loksins takmörk mín í "ofvirkni" með því að vera að gera allt á sama tíma, og lærði mikið af því;-)

Júní..kvaddi vinnufélaga og nemendur, komst í sumarfrí, fann fyrir jarðskjálfta, komst aftur á fundi, fór á frábæra tónleika hjá vinkonu minni sem tók þátt í uppfærslu á Carmina Burana í Langholtskirkju, eldaði í fyrsta skipti grænmetissúpu að hætti Söndru, fór í 10 daga skemmtilega og góða ferð til Odense til Jóa og Láru, hjólaði út um allt, tókst að detta einu sinni á hjólinu fyrir í rigningu fyrir framan lestarstöðina og togna/bráka á rifbeinunum, fórum í lest til Köben, og ævintýrin á stóra bílnum,frábærir útitónleikar með Duran Duran og margt fleira, Lára útskrifaðist sem læknir, ég skilaði aftur lokaritgerð í öðru námskeiðinu og náði báðum fögunum, fór á fundi, í saumaklúbba, bíó og naut þess að vera í sumarfríi:-)

Júlí og ágúst:
Hélt upp á afmælið mitt, stundaði leikfimi innandyra og utan, ferðast um í náttúru Íslands sem ég elska, gekk á Esjuna, rölti um í Elliðaárdalnum, fór í ferðamannaleik í miðbænum, fór á Þingvelli og Heiðmörk og lá í sólbaði í steikjandi hita, fór í skemmtilegan bíltúr um Suðurnesin, Uxahryggi, Kaldadal, stoppaði við Barnafoss, Hraunfossa og Reykholt, var virk í búddismanum, tók í fyrsta skipti þátt bæði í undirbúningi á atriði búddista í Gleðigöngunni,og einnig í göngunni sjálfri, og var það skrýtin og skemmtileg upplifun, fór í stórafmæli hjá afa mínum, fékk kokkadellu og bjó til litla síðu um matargerð, tók þátt í kertafleytingunni, byrjaði í nýju námskeiði í Kennó, Jói og Lára fluttu heim og Heba og Alexander komu í heimsókn til mín frá Finnlandi og var mjög gaman að hitta þau:-)
Byrjaði á nýjum vinnustað, og fékk frábæran samstarfskennara og nemendur og líkar mér mjög vel þar:-)

September og október:
Fór á frábært og vel heppnað búddistanámskeið á Nesjavöllum, einbeitti mér að náminu, og nýju vinnunni, litaði hárið á mér koparrautt, mætti í staðlotur, fór með vinkonum mínum á Mamma mia singalong, tók þátt í mótmælum í orði, myndum og verki, kyrjaði, var valkyrja og mætti á fundi og fyrirlestra, fór út að dansa, og Elín og Saga komu í heimsókn til mín frá Finnlandi:-)

Nóvember og desember:
Vann mikið í hópavinnu í stóru verkefni í náminu og við héldum fyrirlestur fyrir fullan sal af fólki sem gekk vel, fór í staðlotur, fékk nýjan frábæran samstarfskennara, kyrjaði, fór á fyrirlestra og var valkyrja, var á jólaballi og litlu jólum, saumaklúbbar, bíóferðir, dansiböll, jólagleði, jólafrí, fór í leikfimi, Jói og Lára fengu íbúð, og við héldum upp á stórafmælið hennar mömmu, fórum í leikhús, fór á tónleika hjá Bjögga, og átti góðar samverustundir með ættingjum og vinum:-)

Og svo allt hitt sem ég gleymdi að segja frá:-))

Elsku krúttin mín:-)
Ég vil þakka ykkur hjartanlega fyrir árið sem er að líða, samverustundir í gleði og sorg, stuðninginn og samskiptin og vona að þið eigið frábært ár framundan og að ykkur gangi sem allra best á öllum sviðum lífs ykkar:-)



Gangið hægt um gleðinnar dyr og skemmtið ykkur fallega í kvöld:-)
Elska ykkur öll og sendi áramótknús og jákvæða orku til allra...
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

31.desember

Til þess að lifa lífi þar sem við erum full af innblæstri og getum gefið öðrum innblástur, þurfa hjörtu okkar að vera lifandi; þau þurfa að vera full af ástríðu og ákafa. Til að ná því, eins og Toda forseti sagði líka, þurfum við kjarkinn til að “vera trú sjálfum okkur í lífinu.” Til til að vera trú sjálfum okkur, þurfum við hugarstyrk til að láta ekki stjórnast af umhverfi okkar eða vera upptekin af hégóma og ytri ásýnd. Frekar en að fá lánað eða herma eftir öðrum, þurfum við þá sannfæringu að vera fær um að hugsa fyrir okkur sjálf og framkvæma samkvæmt okkar eigin ábyrgðartilfinningu.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, December 29, 2008

Byrjaði

daginn á útréttingum og heimsóknum.
Kom svo heim, fór í joggingallann, setti leikfimifötin í poka, og kíkti svo í ræktina eftir laaangt hlé:-)
Rölti yfir götuna og og fór í fyrsta skipti í World Class hér í Mosó, alveg fínasta aðstaða og ég get hugsað mér að endurtaka þetta:-)
já, þetta er allt að koma...

Er að fara á víkinga og valkyrjufund á eftir og svo er hverfisfundur á morgun:-)

Skellti mér í kvikmyndahús í gær og sá "dagurinn sem jörðin stóð kyrr" alveg fínasta ræma þar á ferð...

Biða að heilsa í bili,og óska ykkur góðrar viku...
Sandra súkkulaði....

Gef Ikeda orðið:
28.ágúst

Velgengni snýst ekki um að sanka að sér hinu eða þessu.; hún mælist ekki í magni. Hún snýst um að breyta gæðunum í lífum okkar. Auður, völd, frægð og þekking ein og sér geta ekki gert okkur hamingjusöm, sama hversu mikið við öðlumst af þessu. Né heldur getum við tekið þetta með okkur þegar við deyjum. En með því að bæta gæðin í lífum okkar getum við loksins öðlast sanna hamingju.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Sunday, December 28, 2008

Veður

Setti myndir hér að gamni til að sýna muninn á veðrinu milli ára:

Þessi mynd er tekin 25 des. 2007:


og þessi er tekin 28. des 2008


Svona lítur umhverfið út 28. des 2008


en svona var það 25. des 2007


Já, það er gaman að velta fyrir sér veðurbreytingum og hvítum og rauðum jólum;-)
Adios
Sandra

Leiðsögnin frá Ikeda:

29. desember
Hver er virkilega stórkostleg? Ég vona að þú þróir með þér þann hæfileika að koma auga á stórfengleika manneskjunnar. Stórkostleg manneskja er sú sem myndar einingu meðal annara manneskja í gegnum einlægar samræður, vopnuð áreiðanlegri heimspeki, með báða fætur á jörðinni. Stórkostleg manneskja er sú sem býr meðal fólks og ávinnur sér óhagganlegt traust þeirra. Hverfular vinsældir og tímabundin tískufyribrigði eru ekkert nema blekking.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, December 27, 2008

Notalegt

að vera í jólafríi, sofa út og ekkert sérstakt planað:-)
Nú eru jólaboðið búin í bili, sem er alveg ágætt eftir þriggja daga samfellt kjötát og með því, konfekt, kökur og kaffi;-)
Er að hugsa um að skreppa í Kringluna og skipta einum DVD disk í annan sem mig langar meira í...þ.e. Ladda sýninguna..
vona að hann sé ekki uppseldur.
Framundan er einn eða tveir fundir, kannski meiri lærdómur og heimsóknir og svo nýjársgongyo 1. jan, sem er aðalhátíðisdagur búddista:-)

Læt þetta nægja í bili..
Góðar stundir
Sandra í jólafríi...
Vil enda á leiðsögn dagsins:

27. desember
Sama hverjar kringumstæðurnar eru, skaltu aldrei játa þig sigraðan. Aldrei halda að þú sért komin í blindgötu, að allt sé búið. Þú býrð yfir dýrlegri framtíð. Og einmitt þess vegna, verðurðu að þrauka og fræðast. Lífið er eilíft. Við verðum að einbeita okkur að þessum tveimur tilverum nútíð og framtíð og ekki festast í fortíðinni. Við verðum ávallt að hafa það hugarástand að byrja upp á nýtt “frá þessu augnabliki”, að hefja nýja baráttu á hverjum degi.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, December 25, 2008

vona

að allir hafi haft það notalegt í gærkvöldi, átt góða samverustund með fjölskyldu/ vinum, borðað góðan mat og fengið eitthvað fallegt og/eða nytsamlegt:-)
og að enginn hafi borðað yfir sig...

Setti nokkrar jólamyndir inn á myndasíðuna mína ef þið viljið kíkja:-)




Bara rólegt í dag, er hér á náttfötunum að letipúkast, lesa, þvo þvott, horfa á sjóbbann og hanga í tölvunni, og svo er matarboð hjá afa seinnipartinn;-)

Hef ekki meira að segja í bili og óska ykkur góðrar hátíðar:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:

25.desember

Ef manneskja er svöng, ættum við að gefa henni brauð. Ef það er ekki til brauð, getum við að minnsta kosti gefið orð sem næra. Við manneskju sem lítur illa út eða er líkamlega veikbyggð, getum við leitt samæðurnar að einhverju umræðuefni sem lyftir anda hennar og fyllir hana af von og þeirri ákveðni að láta sér batna. Gefum hverri manneskju sem við hittum eitthvað: gleði, kjark, von, uppörvun, lífsspeki, visku, sýn fyrir framtíðina. Við skulum alltaf gefa eitthvað.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, December 24, 2008

vil

þakka kærlega fyrir allar flottu gjafirnar og kortin:-)
ég fékk bækur, kertastjaka, drykkjarkönnur, konfekt, geisladisk, jólaskraut, veski, og DVD mynd:-)
Jólakveðja
Sandra

Jæja, elskurnar mínar

þá er enn einn aðfangadagurinn runninn upp:-)
Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar og vona að þið finnið hvíld, frið, kærleika, gleði, ró og hamingju og eigið notalegt kvöld með ykkur sjálfum og/eða öðrum:-)
Risajólaknús til ykkar;-)
Kveðja
Sandra



Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

5.nóvember

Það er mikilvægt að lifa gleðiríku lífi. Með sterkum anda bjartsýni, þurfum við að geta stöðugt beint hugum okkar í bjarta, jákvæða og ábatasama átt og hjálpa þeim sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama. Við ættum að leggja okkur fram við að öðlast lífsástand þar sem við finnum fyrir gleði sama hvað gengur á.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, December 22, 2008

Jólastemming

þá er jólaundirbúningi sem fór fram í rólegheitum að verða lokið..
Íbúðin var þrifin í gær, ásamt því að jólatréð var skreytt,
fór í jólapakkaferð fyrir og um helgina, ásamt því að pakka inn gjöfum og skrifa kort:-)

Á eftir að skrifa síðustu kortin og kaupa kannski eina til tvær gjafir..
og kíkja í kirkjugarðinn og fara í jólasveinaferð til afa:-)
Fór í klippingu og litun í dag, og að því loknu var haldið í litla búðarferð, þar sem fleiri gjafir fóru í pokann:-)

Vil þakka kærlega fyrir öll jólakortin og barnamyndirnar sem ég hef fengið sendar:-)

Óska afmælisbörnum dagsins, Elínu og Þórunni og öllum hinum til hamingju með daginn:-)

Bið að heilsa í bili og vona að þið hafið það kósý undir teppi með kakó í vonda veðrinu...
Sandra og jólaálfurinn:-)



Leiðsögn dagsins:

22.desember

Líf okkar eru óendanlega dýrmæt. Það að öðlast ekki algjöra hamingju í þessu lífi er mikið tap. Búddísk iðkun okkar er til að við getum öðlast ótakmarkaða hamingju. Við verðum að berjast til fulls nákvæmlega núna, ekki einhvern tímann í framtíðinni.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, December 17, 2008

Friðarganga á Þorláksmessu

Ganga í þágu friðar á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa sem fyrr að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu en safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega.

Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra en gangan í ár er sú 29. í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar.

Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Birna Þórðardóttir flytur ávarp en fundarstjóri er Lárus Páll Birgisson sjúkraliði.

Samstarfshópur friðarhreyfinga mynda eftirfarandi félög: Félag leikskólakennara, Friðar- og mannréttindahópur BSRB, Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, Menningar og friðarsamtökin MFÍK, SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista) og Samtök hernaðarandstæðinga

Tuesday, December 16, 2008

Jóló

Er að jafna mig eftir magakúkaæluógeðspest sem ég náði mér í seinnipart síðustu viku, er ekki orðin alveg hress en tókst þó að vera í vinnunni í gær og dag...
Vona innlega að þið sleppið við þessa vondu megrunaraðferð;-/

Mamma átti afmæli síðasta laugardag og héldum við upp á það með góðu matarboði hjá Jóa og Láru og leikhúsferð á eftir:-)

En núna er ég að eins byrjuð að jólast;-)
er með kveikt á jólaútvarpsstöð og er að útbúa jólakort fyrir nemendur mína:-)
Er búin að fá send tvö barnamyndajólakort og vona að ég fái fleiri;-)
á líka eftir að pakka inn pökkum til vinkvenna minna fyrir jólasaumó sem verður á fimmtudagskvöldið;-)
Fór líka á pósthúsið í dag og bæði sendi og náði í pakka...

Síðustu helgi kíkti ég í Kringlubrjálæðið og keypti næstum allar gjafirnar svo þetta er nú að verða komið...
eitthvað smáræði eftir...
En það er nú ekkert stress hér á bæ frekar en vanalega fyrir jól, róleg og þægileg jólahátíð hjá okkur....

Já svona er nú stemmingin og veðrið hér í sveitinni...

Óska ykkur góðra og skemmtilegra daga á aðventunni...
Sandra

Gef Ikeda orðið:

16.desember

Ytri ásýnd er ekki mikilvæg – það sem gildir er það sem er í hjörtum okkar. Eru hjarta til hjarta tengingar? Sumar fjölskyldur eru kannski alltaf líkamlega saman en eru fjarlægar í hjörtum sínum. Sumar fjölskyldur geta aðeins hist í stutta stund en geta notið kjarngóðra og líflegra, hjarta til hjarta, samskipta þegar þær hittast. Fjölskyldur sem deila nánum tengslum sem byggjast á því að leggja eitthvað á sig á hverjum degi, eru fjölskyldur þar sem meðlimunum líður vel og eru sátt við hvert annað, það skiptir engu hvar þau eru eða hvað þau eru að gera.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, December 10, 2008

vinátta

Var minnt á þessa sögu á kennarafundi í dag og langaði því til að birta hana aftur hér ..

Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins. Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið.
Næstu vikurnar lærði hann að hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.
Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir. Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði ,en sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir. Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur sárinu,en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar,örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig geta verið jafnslæm og líkamleg ör. Vinir eru sjaldgæfir eins og demantar. Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér. Nú er alþjóðleg vinavika. Sýndu vinum þínum og fjölskyldu hve mikils þú metur þá og sendu þeim þetta bréf. Gleðilega vinaviku!! Þú ert vinur minn og það er mér mikill heiður.
Og fyrirgefðu mér ef ég hef skilið eftir göt í grindverkinu þínu.

jæja

hvað segið þið í dúllurnar mínar:-)
allir komnir í jólastuð eða;-)
ég er allavegna búin að setja upp jólaljósin og skrautið sem er svo notalegt, að hafa falleg ljós í dimmunni, en annars eru jólin frekar fjarlæg mér í augnablikinu.
En það kemur nú kannski þegar líður á desember...

Tónleikarnir með Bjögga voru fínir, svipaðir og í fyrra, en þó var meira stuð núna, sem og meira af hátíðlegum lögum. Laddi toppaði þetta alveg þegar hann rokkaði á sviðinu, með eitt af mínum uppáhaldsjólastuðlögum, "rokkum í kringum jólatréð" og ég tala nú ekki um þegar heil hljómsveit, allt í botni, kór, bakraddir og ljósasjó fylgir með;-)
Svo stóð Stjáni Jóhannsson sig vel, þ.e. þegar hann var kominn í gang eftir fyrsta lagið(Ave María)sem tókst því miður ekki nógu vel, en hin tvö lögin, jamm, ekkert smá flott:-)
Og svona má lengi telja, Palli, Raggi, Sigga, Helgi og Svala.....

Hvað fleira..
Ekki minnast á ritgerðina (námið í Kennó) sem verður verkefni og baggi á herðum fram yfir áramót eins og staðan er í dag;-/
Ekkert jólafrí þar á ferð...

En annars er ég frekar, sátt, róleg og happy þessa dagana;-)
fer á fund annaðkvöld, lærdómur á föstudag, afmæli hjá mömmu á laugardag og svo eitthvað fleira sem týnist til:-)

Var að leita að jólalögum á Youtube en fann ekkert í fljótu bragði, en set hér inn mjög fallegt lag með einni af okkar betri söngkonum, Siggu Beinteinsd:-)
Mæli með disknum sem hún gaf út í fyrra, bara flott lög og söngur...
Njótið vel...



Læt þetta nægja í bili, er að fara yfir vinnubækur nemenda...
Stubbaknús...
Sandra

Gef Ikeda orðið

10.desember

Við verðum að byggja traustar undirstöður; við verðum að vera sterk. Innri styrkur er forsenda hamingju, forsenda þess að framfylgja réttlæti og skoðunum sínum. Ein af nafnbótum búdda er “Sá sem getur sýnt umburðarlyndi.” Að takast hugrakkur á við, þola, þrauka og sigrast á öllum erfiðleikum – búdda er hin algjöra holdtekja þeirrar dyggðar sem umburðarlyndi er. Kraftur trúarinnar gefur okkur styrkinn sem við þurfum til að standa af okkur og lifa af hvern storm. Þrautseigja er kjarni búdda.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, December 05, 2008

Verkefnið endalausa

jamm, erum ekki ennþá búnar með ritgerðina en það mjakast áfram...
Vinna við það um helgina og eitthvað í næstu viku og svo vonandi komin í jólafrí frá náminu;-)
er orðin frekar þreytt á þessu og langar að fara að gera eitthvað annað, t.d. fara á fundi, hitta vinkonur, jólast og svo framvegis...

annars er lítið að frétta, er að fara á tónleika með Bjögga annaðkveld, annað árið í röð sem ég fæ ókeypis miða:-)
Svo stefni ég á að fara á fund í fyrramálið og jafnvel í búð og svo að sjálfsögðu að læra meira....

Það gengur mjög vel í vinnunni og ég er sátt og ánægð þar:-)
Læt þetta nægja í bili og vona að þið eigið góða, notalega og skemmtilega helgi:-)
Risaknús til allra...
Sandra



Leiðsögn frá Ikeda
2.desember

Nichiren Daishonin skrifar, “ef þú kveikir á lukt fyrir einhvern annan, þá mun hún einnig lýsa upp þinn eigin veg” (Gosho Zenshu, p. 1598). Vinsamlega treystu því, að því sterkar sem logi fórnfúsra framkvæmda þinna logar, mun sá logi lita líf þitt af hamingju. Þeir sem búa yfir fórnfúsum anda eru hamingjusamastir af öllum.