Saturday, December 27, 2008

Notalegt

að vera í jólafríi, sofa út og ekkert sérstakt planað:-)
Nú eru jólaboðið búin í bili, sem er alveg ágætt eftir þriggja daga samfellt kjötát og með því, konfekt, kökur og kaffi;-)
Er að hugsa um að skreppa í Kringluna og skipta einum DVD disk í annan sem mig langar meira í...þ.e. Ladda sýninguna..
vona að hann sé ekki uppseldur.
Framundan er einn eða tveir fundir, kannski meiri lærdómur og heimsóknir og svo nýjársgongyo 1. jan, sem er aðalhátíðisdagur búddista:-)

Læt þetta nægja í bili..
Góðar stundir
Sandra í jólafríi...
Vil enda á leiðsögn dagsins:

27. desember
Sama hverjar kringumstæðurnar eru, skaltu aldrei játa þig sigraðan. Aldrei halda að þú sért komin í blindgötu, að allt sé búið. Þú býrð yfir dýrlegri framtíð. Og einmitt þess vegna, verðurðu að þrauka og fræðast. Lífið er eilíft. Við verðum að einbeita okkur að þessum tveimur tilverum nútíð og framtíð og ekki festast í fortíðinni. Við verðum ávallt að hafa það hugarástand að byrja upp á nýtt “frá þessu augnabliki”, að hefja nýja baráttu á hverjum degi.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda