Jólastemming
þá er jólaundirbúningi sem fór fram í rólegheitum að verða lokið..
Íbúðin var þrifin í gær, ásamt því að jólatréð var skreytt,
fór í jólapakkaferð fyrir og um helgina, ásamt því að pakka inn gjöfum og skrifa kort:-)
Á eftir að skrifa síðustu kortin og kaupa kannski eina til tvær gjafir..
og kíkja í kirkjugarðinn og fara í jólasveinaferð til afa:-)
Fór í klippingu og litun í dag, og að því loknu var haldið í litla búðarferð, þar sem fleiri gjafir fóru í pokann:-)
Vil þakka kærlega fyrir öll jólakortin og barnamyndirnar sem ég hef fengið sendar:-)
Óska afmælisbörnum dagsins, Elínu og Þórunni og öllum hinum til hamingju með daginn:-)
Bið að heilsa í bili og vona að þið hafið það kósý undir teppi með kakó í vonda veðrinu...
Sandra og jólaálfurinn:-)
Leiðsögn dagsins:
22.desember
Líf okkar eru óendanlega dýrmæt. Það að öðlast ekki algjöra hamingju í þessu lífi er mikið tap. Búddísk iðkun okkar er til að við getum öðlast ótakmarkaða hamingju. Við verðum að berjast til fulls nákvæmlega núna, ekki einhvern tímann í framtíðinni.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home