Byrjaði
daginn á útréttingum og heimsóknum.
Kom svo heim, fór í joggingallann, setti leikfimifötin í poka, og kíkti svo í ræktina eftir laaangt hlé:-)
Rölti yfir götuna og og fór í fyrsta skipti í World Class hér í Mosó, alveg fínasta aðstaða og ég get hugsað mér að endurtaka þetta:-)
já, þetta er allt að koma...
Er að fara á víkinga og valkyrjufund á eftir og svo er hverfisfundur á morgun:-)
Skellti mér í kvikmyndahús í gær og sá "dagurinn sem jörðin stóð kyrr" alveg fínasta ræma þar á ferð...
Biða að heilsa í bili,og óska ykkur góðrar viku...
Sandra súkkulaði....
Gef Ikeda orðið:
28.ágúst
Velgengni snýst ekki um að sanka að sér hinu eða þessu.; hún mælist ekki í magni. Hún snýst um að breyta gæðunum í lífum okkar. Auður, völd, frægð og þekking ein og sér geta ekki gert okkur hamingjusöm, sama hversu mikið við öðlumst af þessu. Né heldur getum við tekið þetta með okkur þegar við deyjum. En með því að bæta gæðin í lífum okkar getum við loksins öðlast sanna hamingju.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home