Friðarganga á Þorláksmessu
Ganga í þágu friðar á Þorláksmessu
Íslenskir friðarsinnar standa sem fyrr að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu en safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega.
Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra en gangan í ár er sú 29. í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar.
Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Birna Þórðardóttir flytur ávarp en fundarstjóri er Lárus Páll Birgisson sjúkraliði.
Samstarfshópur friðarhreyfinga mynda eftirfarandi félög: Félag leikskólakennara, Friðar- og mannréttindahópur BSRB, Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, Menningar og friðarsamtökin MFÍK, SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista) og Samtök hernaðarandstæðinga
<< Home