Wednesday, December 31, 2008

þá er enn eitt árið að kveðja;-)
Viðburðarríkt, skemmtilegt, spennandi, ögrandi, erfitt, fjölbreytt og gefandi ár sem hefur liðið ýmis hægt eða hratt eftir atvikum:-)
Mig langar til að reyna að rifja upp það helsta sem árið bar í skauti sér...
Hefst nú annállinn fyrir 2008:-)

Janúar og febrúar:
Var einkum að einbeita mér að vinnunni, kórnum, náminu, vinunum, fjölskyldu og búddismanum. Það var mikið að gera í vinnunni, ég var virk í kórstarfinu, var í tveim áföngum í náminu, fékk skólastyrk, kom tvisvar sinnum fram í sjónvarpinu sem áhorfandi í sjónvarpsal í þættinum Útsvar og við búddistarnir héldum 150 manna kyrjun sem gekk mjög vel, ásamt því að setja upp sýningu í tilefni 80 ára afmælis Ikeda:-)
Veðrið var undarlegt, mikill snjór, frost og rigning til skiptis..
og það urðu borgarstjóraskipti.

Mars og apríl:
Páskafrí, var dugleg að stunda leikfimi, mikið að gera í náminu, verkefnavinna og verkefnaskil, lærdómur, vinnan, kóræfingar, nokkrar árshátíðir, fékk gefins tölvuflatskjá, fór í sumarbústað með stelpunum, kíkti í æfingabúðir með kórnum, kyrjaði mikið og var virk að mæta á fundi og taka ábyrgðir.
Um miðjan apríl kom erfitt og sorglegt tímabil þegar elsku Mæja amma kvaddi eftir löng og erfið veikindi. Við fórum til Flateyrar í jarðarförina, og það var mjög gleðilegt að allir komust vestur því nokkrir komu frá útlöndum og þrátt fyrir sorglegar kringumstæður áttum við fjölskyldan góðar og gefandi samverustundir þessa daga:-)

Maí og júní:
Í maí var ég týnd í verkefnavinnu, lærði öll kvöld og helgar, skilaði tveim stórum 25-30 bls ritgerðum, horfði á Evróvision, söng á lokatónleikum Borgarkórsins sem tókust vonum framar, fékk nýja vinnu og sagði upp í gömlu vinnunni, fór í skemmtilega óvissuferð með vinnunni, kyrjaði, reyndi að halda haus, fann að ég færðist of mikið í fang, og fann loksins takmörk mín í "ofvirkni" með því að vera að gera allt á sama tíma, og lærði mikið af því;-)

Júní..kvaddi vinnufélaga og nemendur, komst í sumarfrí, fann fyrir jarðskjálfta, komst aftur á fundi, fór á frábæra tónleika hjá vinkonu minni sem tók þátt í uppfærslu á Carmina Burana í Langholtskirkju, eldaði í fyrsta skipti grænmetissúpu að hætti Söndru, fór í 10 daga skemmtilega og góða ferð til Odense til Jóa og Láru, hjólaði út um allt, tókst að detta einu sinni á hjólinu fyrir í rigningu fyrir framan lestarstöðina og togna/bráka á rifbeinunum, fórum í lest til Köben, og ævintýrin á stóra bílnum,frábærir útitónleikar með Duran Duran og margt fleira, Lára útskrifaðist sem læknir, ég skilaði aftur lokaritgerð í öðru námskeiðinu og náði báðum fögunum, fór á fundi, í saumaklúbba, bíó og naut þess að vera í sumarfríi:-)

Júlí og ágúst:
Hélt upp á afmælið mitt, stundaði leikfimi innandyra og utan, ferðast um í náttúru Íslands sem ég elska, gekk á Esjuna, rölti um í Elliðaárdalnum, fór í ferðamannaleik í miðbænum, fór á Þingvelli og Heiðmörk og lá í sólbaði í steikjandi hita, fór í skemmtilegan bíltúr um Suðurnesin, Uxahryggi, Kaldadal, stoppaði við Barnafoss, Hraunfossa og Reykholt, var virk í búddismanum, tók í fyrsta skipti þátt bæði í undirbúningi á atriði búddista í Gleðigöngunni,og einnig í göngunni sjálfri, og var það skrýtin og skemmtileg upplifun, fór í stórafmæli hjá afa mínum, fékk kokkadellu og bjó til litla síðu um matargerð, tók þátt í kertafleytingunni, byrjaði í nýju námskeiði í Kennó, Jói og Lára fluttu heim og Heba og Alexander komu í heimsókn til mín frá Finnlandi og var mjög gaman að hitta þau:-)
Byrjaði á nýjum vinnustað, og fékk frábæran samstarfskennara og nemendur og líkar mér mjög vel þar:-)

September og október:
Fór á frábært og vel heppnað búddistanámskeið á Nesjavöllum, einbeitti mér að náminu, og nýju vinnunni, litaði hárið á mér koparrautt, mætti í staðlotur, fór með vinkonum mínum á Mamma mia singalong, tók þátt í mótmælum í orði, myndum og verki, kyrjaði, var valkyrja og mætti á fundi og fyrirlestra, fór út að dansa, og Elín og Saga komu í heimsókn til mín frá Finnlandi:-)

Nóvember og desember:
Vann mikið í hópavinnu í stóru verkefni í náminu og við héldum fyrirlestur fyrir fullan sal af fólki sem gekk vel, fór í staðlotur, fékk nýjan frábæran samstarfskennara, kyrjaði, fór á fyrirlestra og var valkyrja, var á jólaballi og litlu jólum, saumaklúbbar, bíóferðir, dansiböll, jólagleði, jólafrí, fór í leikfimi, Jói og Lára fengu íbúð, og við héldum upp á stórafmælið hennar mömmu, fórum í leikhús, fór á tónleika hjá Bjögga, og átti góðar samverustundir með ættingjum og vinum:-)

Og svo allt hitt sem ég gleymdi að segja frá:-))

Elsku krúttin mín:-)
Ég vil þakka ykkur hjartanlega fyrir árið sem er að líða, samverustundir í gleði og sorg, stuðninginn og samskiptin og vona að þið eigið frábært ár framundan og að ykkur gangi sem allra best á öllum sviðum lífs ykkar:-)



Gangið hægt um gleðinnar dyr og skemmtið ykkur fallega í kvöld:-)
Elska ykkur öll og sendi áramótknús og jákvæða orku til allra...
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

31.desember

Til þess að lifa lífi þar sem við erum full af innblæstri og getum gefið öðrum innblástur, þurfa hjörtu okkar að vera lifandi; þau þurfa að vera full af ástríðu og ákafa. Til að ná því, eins og Toda forseti sagði líka, þurfum við kjarkinn til að “vera trú sjálfum okkur í lífinu.” Til til að vera trú sjálfum okkur, þurfum við hugarstyrk til að láta ekki stjórnast af umhverfi okkar eða vera upptekin af hégóma og ytri ásýnd. Frekar en að fá lánað eða herma eftir öðrum, þurfum við þá sannfæringu að vera fær um að hugsa fyrir okkur sjálf og framkvæma samkvæmt okkar eigin ábyrgðartilfinningu.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda