Jóló
Er að jafna mig eftir magakúkaæluógeðspest sem ég náði mér í seinnipart síðustu viku, er ekki orðin alveg hress en tókst þó að vera í vinnunni í gær og dag...
Vona innlega að þið sleppið við þessa vondu megrunaraðferð;-/
Mamma átti afmæli síðasta laugardag og héldum við upp á það með góðu matarboði hjá Jóa og Láru og leikhúsferð á eftir:-)
En núna er ég að eins byrjuð að jólast;-)
er með kveikt á jólaútvarpsstöð og er að útbúa jólakort fyrir nemendur mína:-)
Er búin að fá send tvö barnamyndajólakort og vona að ég fái fleiri;-)
á líka eftir að pakka inn pökkum til vinkvenna minna fyrir jólasaumó sem verður á fimmtudagskvöldið;-)
Fór líka á pósthúsið í dag og bæði sendi og náði í pakka...
Síðustu helgi kíkti ég í Kringlubrjálæðið og keypti næstum allar gjafirnar svo þetta er nú að verða komið...
eitthvað smáræði eftir...
En það er nú ekkert stress hér á bæ frekar en vanalega fyrir jól, róleg og þægileg jólahátíð hjá okkur....
Já svona er nú stemmingin og veðrið hér í sveitinni...
Óska ykkur góðra og skemmtilegra daga á aðventunni...
Sandra
Gef Ikeda orðið:
16.desember
Ytri ásýnd er ekki mikilvæg – það sem gildir er það sem er í hjörtum okkar. Eru hjarta til hjarta tengingar? Sumar fjölskyldur eru kannski alltaf líkamlega saman en eru fjarlægar í hjörtum sínum. Sumar fjölskyldur geta aðeins hist í stutta stund en geta notið kjarngóðra og líflegra, hjarta til hjarta, samskipta þegar þær hittast. Fjölskyldur sem deila nánum tengslum sem byggjast á því að leggja eitthvað á sig á hverjum degi, eru fjölskyldur þar sem meðlimunum líður vel og eru sátt við hvert annað, það skiptir engu hvar þau eru eða hvað þau eru að gera.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home