Thursday, December 25, 2008

vona

að allir hafi haft það notalegt í gærkvöldi, átt góða samverustund með fjölskyldu/ vinum, borðað góðan mat og fengið eitthvað fallegt og/eða nytsamlegt:-)
og að enginn hafi borðað yfir sig...

Setti nokkrar jólamyndir inn á myndasíðuna mína ef þið viljið kíkja:-)




Bara rólegt í dag, er hér á náttfötunum að letipúkast, lesa, þvo þvott, horfa á sjóbbann og hanga í tölvunni, og svo er matarboð hjá afa seinnipartinn;-)

Hef ekki meira að segja í bili og óska ykkur góðrar hátíðar:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:

25.desember

Ef manneskja er svöng, ættum við að gefa henni brauð. Ef það er ekki til brauð, getum við að minnsta kosti gefið orð sem næra. Við manneskju sem lítur illa út eða er líkamlega veikbyggð, getum við leitt samæðurnar að einhverju umræðuefni sem lyftir anda hennar og fyllir hana af von og þeirri ákveðni að láta sér batna. Gefum hverri manneskju sem við hittum eitthvað: gleði, kjark, von, uppörvun, lífsspeki, visku, sýn fyrir framtíðina. Við skulum alltaf gefa eitthvað.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda