Jamm
nú er kórinn að æfa fyrir tónleika fyrir félagsstarf eldri borgara í Mosó sem verða haldnir í Hlégarði 18. nóvember😉 Eftir það tekur einkum við jólasöngur og svo eftir áramót æfum við einhver ný og eldri lög fyrir vortónleikana sem verða í maí:-)
Eins og gengur eru nokkrir meðlimir hættir😔 vegna ýmissa ástæðna en við fengum nokkra nýja í staðinn😊
Sunnudaginn 22. sept fórum við Gunni í gönguferð á Úlfarsárfell. Í þetta sinn fórum við í fyrsta skipti aðra gönguleið, fínasta gönguleið, en ég var eitthvað illa upplögð og komst ekki alla leið upp á toppinn, vantaði ekki mikið uppá, það gengur bara betur næst, en Gunni hélt áfram og komst alla leið😎
Laugardaginn 28. sept fór ég til Heiðar vinkonu minnar, við fengum okkur Nings og horfðum á grínmynd, fínasta samverustund:-)
Laugardaginn 5. okt kom Gunnar okkar í heimsókn og gistingu.😀 Gunnar hefur áhuga á eldamennsku sem er frábært og eftir sundferðina eldaði hann fínasta hakkrétt og meðlæti og svo áttum við kózý kvöld, horfðum saman á bíómynd og fórum svo að sofa..
Laugardaginn 12. október var komið að haustpartýi kórsins😀. Ég var tengiliður stjórnar við partýnefndina og tók smá þátt í undirbúningi og frágangi..Nefndin mætti um klukkan 18:00 í sal í Mosó og svo týndist fólkið inn um klukkutíma seinna. Það var bleikt þema, allir komu með eitthvað á borðið, það var söngur, leikir og almenn gleði fram yfir miðnætti.. Svo gengum við frá og ég var komin heim rúmlega 01:00.. mjög skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi.
Föstudaginn 18. október var komið að haustpartýi í vinnunni😉. Það var haldið í Seljahverfi heima hjá aðstoðarskólastjóranum.. Ég mætti rétt fyrir 19:00 og þar var mikið stuð, flottur trúbador sem hélt uppi söng og stuði og við sungum mikið og hátt og dönsuðum með.. Síðan var farið í spurningaleik og karókí.. Það var fínn matur, nautasteik og meðlæti, nammi og snakk. Ég fór heim rúmlega 21. 00 eftir skemmtilega samverustund í góðra vina hópi:-)
Já, hvað annað er að frétta.. jú ríkisstjórnin er sprungin, allt í háaloft og fýlu í stjórnmálunum og það verða Alþingiskosningar 30. nóvember😏
Framundan hjá mér er m.a. klipping, vetrarfrí og jólahlaðborð 29. nóv og 30. nóv með vinnunni og saumaklúbbnum😋
Nóg í bili, njótið komandi viku og farið vel með ykkur..