Hef
ekki mikið að segja núna, nenni ekki að tjá mig um atburði dagsins.
Vil óska frænda mínum til hamingju með stórafmælið í gær, og svo er afmælisdagurinn hennar Kollýar ömmu í dag...
Annars er nóg um að vera, fór á kaffihús í gærkvöldi með gellunum úr Ármúla, laugardagskvöldinu eyddi ég með Heiði vinkonu, vídjó, matur og slúður, laugardagurinn fór í lærdóm og verkefnavinnu, hef verið nokk dugleg að læra og skila verkefnum, og svo fór ég á mótmæli gegn ofbeldi í gær..
Annaðkvöld er fræðslufundur og er ég í ábyrgð þar, en annars er lítið planað í vikunni...
Býð ykkur góða nótt og fallega drauma:-)
Sandra syfjaða..
Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:
27.janúar
Að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi er mikilvægt. Styrkurinn, viskan og gleðin sem fylgja slíku viðhorfi leiða til hamingju. Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar. Það þýðir að hafa viskuna og skilninginn til að raunverulega færa allt í jákvæða átt með því að sjá hlutina í sínu besta ljósi, en hafa samt alltaf augun staðfastlega á raunveruleikanum.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda