Sunday, January 27, 2008

Samtýningur

Vil byrja á að senda Diddó frænda og fjölskyldu sem og Jóa afa hamingjuóskir með daginn í gær, þar sem Jói litli Diddóson var skírður með viðhöfn:-)
Nú er Jói bróðir kominn með nafna, til hamingju með það Jói minn;-)

Að öðrum málum:
Nú er það orðið opinbert hvað eitt friðað hús á Laugaveginum kostar..
Bara litlar 300 milljónir!
Best að fara að spara;-0

Frábær umræðufundur í vikunni sem gekk vel, allir voru tilbúnir að taka ábyrgð og stóðu sig vel og umræðurnar voru fræðandi, skemmtilegar og einlægar;-)

Fjölmenn kyrjun í gærmorgun,kröftug og orkugefandi, u.þ.b. 20 manns þegar mest var; gongyo, kyrjun, félagsskapur, hlátur, stuðningur, matur, hamingja, gleði, leiðsögn og kaffispjall:-)

Búin að sjá tvær myndir um helgina:

1.AVP2 í bíó, allt í lagi, var orðin þreytt í augunum að mynd lokinni, nær öll myndatakan í myrkri, rigningu, grænum lit og dökkar persónur..

2. Transformers, betri en ég bjóst við, góður húmor, ágætis söguþráður og persónur..

Snjórinn að mestu farinn, rok og rigning í dag og almenn leti í gangi...

Fékk nokkrar jákvæðar, en líka eina neikvæðar fréttir í dag, kyrja fyrir viðkomandi.

Hef ekki meir að segja í bili.
Vona að þið eigið góða viku framundan:-)
Over and out
Sandra

Leiðsögn dagsins:
27.janúar

Að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi er mikilvægt. Styrkurinn, viskan og gleðin sem fylgja slíku viðhorfi leiða til hamingju. Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar. Það þýðir að hafa viskuna og skilninginn til að raunverulega færa allt í jákvæða átt með því að sjá hlutina í sínu besta ljósi, en hafa samt alltaf augun staðfastlega á raunveruleikanum.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, January 24, 2008

Vil

óska Soffíu sætu og Sigurgrími hjartanlega til hamingju með lítla krílið sem kom í heiminn í gær:-)

Er að fara á umræðufund og kveð því núna..

Egið þið gott kvöld:-)
Sandra

Wednesday, January 23, 2008

Jæja

Þá er aðeins farið að róast hjá mér:-)
Ekki svo mikið skipulagt næstu daga..
Umræðufundur á morgun, ábyrgð á kyrjun á laugardaginn...

Hef ekki meira að segja í bili..

Set inn eina sumarstrandmynd svona til að hlýja okkur í myrkrinu og kuldanum...


Leiðsögnin frá Ikeda:
22.janúar

Á endanum, byggist hamingja þín á því hversu sterkur skilningur þinn er á sjálfinu eða tilverunni.Hamingjan liggur ekki í ytri ásýnd né heldur í hégóma. Málið er hvað þú finnur innra með þér; það er djúp samstilling í lífi þínu. Að vera á hverjum degi uppfullur af gleði og tilgangi, að ná að ljúka verkefnum og djúpri fullnægju – fólki sem líður svona er hamingjusamt. Þeir sem hafa þessa fullnægju jafnvel þótt það sé mikið að gera eru miklu hamingjusamari en þeir sem hafa tíma en eru tómir að innan.

Monday, January 21, 2008

Ja hérna

nú situr maður bara alveg ringlaður og klórar sér í skallanum..

Miðað við sápuóperuna síðustu mánuði vaknar spurningin um hver verður borgarstjóri á vordögum?

Og svo verður líka spennandi að vita hvort fríðindin sem kennurum og fleiri stéttum var lofað í haust skili sér(frítt í sund, Húsdýragarðinn og fleira)...

Já, þetta var held ég fyrsti pistilinn minn um pólitík:-0

Best að koma sér að verki, festist fyrir framan imbann vegna tíðindanna..

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
21. janúar

Mannkyni nútímans skortir von og hugsjón fyrir framtíðina. Það er einmitt af þessari ástæðu sem Bodhisattvar Jarðar hafa birst. Ef þið væruð ekki hér, myndi framtíð mannkyns vera dökk og andleg hnignun óhjákvæmilega framundan. Þessi er ástæða þess að þið hafið fæðst á þessu tímaskeiði og gegnið virku hlutverki í þjóðfélaginu. Þetta er merking orðsins jiyu, eða 'spretta upp af jörðinni.' Sem afleiðing af þessu, mun hvert og eitt ykkar vissulega öðlast hamingju. Verið þess fullviss að þið munuð lifa æviskeið yfirfullt af góðri gæfu um hinar þrjár tilvistir fortíðar, nútíðar og framtíðar.

Sunday, January 20, 2008

Veðurlýsing

Snjór


meiri snjór


og sól


Flott afmæliskaffiboð í gær, en það var nú svolítið skondið þegar ég mætti inn í fulla stofu af gestum, þá var nýbúið að endursýna þáttinn ;-0
þar sem ég, vonkona mín(sem var líka í afmælinu og þegar komin) og foreldrar hennar birtust af og til á skjánum;-)
Frekar kímilegt atvik:-)

Eftir að hafa gúffað í mig kaffi og kökum fór ég heim og svo aftur af stað til vinkonu minnar þar sem við horfum á fyndna grínmynd og skelltum okkur svo á diskótek og tjúttuðum í tvo tíma;-)

Rólegt í dag, mamma kom áðan í kaffi, kyrjun og undirbúning fyrir fræðsluefni og Gosho sem við verðum með á umræðufundinum á fimmtudaginn:-)

Læt þetta nægja í bili, ætla að halda áfram að undirbúa ýmislegt fyrir vinnuna og búddismann:-)

Góða stundir
Sandra

Leiðsögn dagsins:
20.janúar

Til að sýna fram á kraft trúar á Hið leynda lögmál munu sum ykkar jafnvel hafa fæðst inn í fátækt í þessu lífi, til að þið getið sýnt raunverulega sönnun með því að öðlast öruggt og þægilegt líf. Sum ykkar hafa fæðst með slæma heilsu svo þið geti sýnt raunverulega sönnun með því að verða sterk og heilsuhraust. Óháð aðstæðum ykkar, hinsvegar, mun ljós trúar djúpt í tilveru ykkar halda áfram að skína endalaust eins og demantur.(Ikeda)

Saturday, January 19, 2008

Ég

elska lífið og það er svo gaman að vera til:-)
er búin að vera í háu lífsástandi undanfarið og það er svo frábær tilfinning, að líða svona vel:-)

Það er búið að vera allt á fullu þessa vikuna, góð kóræfing, notaleg kvöldstund með vinkonum, æðislegur, kröftugur og skemmtilegur stelpubúddafundur, vel heppnuð kyrjun og samvera í Hafnarfirði í morgun, kaffiboð á eftir og dansistuð í kvöld:-)
og margt fleira...jákvætt að gerast hjá mörgum mannverum sem ég þekki:-)

Sá mig í sjónvarpinu í gærkvöldi, dálítið undarlegt, en samt fyndið;-)

Elska ykkur öll, vona að ykkur líði vel og hafið gaman af því að vera til;-)
en ef ekki, ef allt er svart og ómögulegt og neikvætt, þá skuluð þið taka það trúanlegt að ástandið á eftir að lagast og það er svo sannarlega hægt að breyta eitri í meðal(neikvætt breytt í jákvætt).

Ég hef sko fengið að reyna það í gegnum ævina og á ákveðnum tímabilum og í sumum aðstæðum hefði ég alls ekki trúað því, en ótrúlegustu hlutir hafa svo sannarlega gerst..

Sendi knús, jákvæða orku og daimaku út í heiminn og bið að heilsa núna..
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra hamingjusama..

Gef Ikeda orðið:

18.Janúar

Dr. Martin Luther King yngri, sem var mikill baráttumaður fyrir mannréttindum sagði: "ágengasta spurnging lífsins er, Hvað ertu að gera fyrir aðra?" Segðu ekki að þú mundir gera það "einhvern tímann"; núna er tíminn. Segðu ekki "einhver" mun gera það; gerðu það. Núna er rétti tíminn fyrir æskuna að taka fulla ábyrgð og ryðja brautina að sigri fólks.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, January 15, 2008

þessa

dagana erum við að vinna í námsmati vegna annaskipta og foreldraviðtala,í næstu viku og leggja fyrir kannanir og próf fyrir börnin. Sat í gærkvöldi og fór yfir stærðfræðipróf og er nú að skrifa umsagnir og pikka einkunnir inn í Mentor. Svo á morgun er íslenskukönnun og eftir það er umbunartími þar sem börnin mega koma með raftæki og/ eða taka þátt í dansiballi í stofunni:-)

Sit hér og hlusta á flott lag eftir hann bróðir minn, góður tónlistarmaður þar á ferð:-)

Var áðan á kóræfingu þar sem við erum að æfa upp nýtt og spennandi prógramm, t.d. lögin "Sólskríkjan" og "Ó blessuð vertu sumarsól".. og fleiri skemmtileg lög;-)

Mér líður vel núna, er róleg, sterk og í góðu jafnvægi:-)

Langar að senda ykkur öllum knús og daimaku og vona að ykkur líði vel:-)

Vil líka senda henni Gyðu sætu innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins:-)

Kær kveðja
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda að venju:
6.janúar

Við iðkum þennan Búddisma til að láta bænir okkar og drauma rætast og öðlast þá mestu hamingju sem hægt er. Tilgangur Búddisma Nichiren Daishonin er að gera okkur kleift að sigra. Sú staðreynd að bænum okkar er svarað sannar réttmæti þessara kenninga.

Sunday, January 13, 2008

Þá

eru Jói og Lára flogin á brott enn og aftur..
og varla komin í frí enn; próf, ritgerðir, verkefnaskil og lestur fram yfir miðjan mánuðinn;-(
og þá loksins kemur smá frí:-)
Undarlegt þetta skólakerfi í útlöndum:-0
Skemmtilegar, notalegar og fjölbreyttar samverustundir og samskipti, með nostralgíu í bland komnar í minningabankann:-)

Annars allt frábært að frétta, lífsástandið hátt og alltaf nóg um að vera.
Sumar vikur viðburðarríkari en aðrar og þannig verður einmitt næsta vika, nær öll kvöld upptekin við margt skemmtilegt: æfingar, fundir, saumaklúbbur og áhorfandi í sjónvarpssal (já aftur, ég veit) og svo er að bætist við helgina líka:-)

Vil óska ykkur góðrar viku..
Stubbaknús:-)
Sandra

Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:
13.janúar

Líf sem er lifað án tilgangs eða gildis, þar sem viðkomandi veit ekki ástæðu þess að hann fæddist, er ánægjulaust og dauft. Að lifa bara, borða og deyja án nokkurar tilfinningar um tilgang er sannarlega líf sem er mettað af heimi hins dýrslega eðlis. Á hinn bóginn, að gera, skapa eða leggja eitthvað af mörkum sem kemur öðrum til góða, samfélaginu og okkur sjálfum og að helga sig þeirri áskorun eins lengi og við lifum – það er líf sannrar fullnægju, líf sem hefur gildi. Það er mannúðleg og göfug leið til að lifa.

Wednesday, January 09, 2008

Allt

tekur enda að lokum.
Fann fyrir trega og smá sorg í gærkvöldi á kóræfingu þegar Sigvaldi okkar elskulegi kórstjóri tilkynnti að þetta yrði síðasta starfsönn Borgarkórins..
sem lýkur með tónleikum í vor..
Ég er búin að vera í þessum góða og skemmtilega félagsskap sem kórinn okkar er, í 7-8 ár, með smá hléum og er mikil eftirsjá af honum, en svona er lífið..

Er búin að fá góðar fréttir undanfarna daga af einstaklingum sem ég hef kyrjað mikið fyrir og er frábært að heyra að þeir eru að sigra í sínu lífi:-)

Nýja árið byrjar af miklum krafti á mörgum sviðum, einkum þó í trú, iðkun, fræðslu og mikilli kyrjun, sem og samskiptum og samveru við fjölskyldu, vini og kunningja:-)

Er skráð í námskeið í Kennó sem byrjar í febrúar, ásamt vinkonum mínum og ætla nú að reyna að standa mig betur og vona að ég nái að klára það námskeið í vor:-)

Hef ekki meira að segja í bili, óska ykkur góðra daga, og vona að þið njótið velgengi á öllum sviðum lífsins:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:

9.janúar

Hinn sanni ávinningur leynda lögmálsins er lítt áberandi. Alveg eins og tré stækkar og verður sterkara ár frá ári, og bætir við sig vaxtarhringjum sem eru ómerkjanlegir mannlegu auga, munum við líka vaxa í átt að sigursælli tilveru. Af þessari ástæðu er mikilvægt að við lifum lífinu með þrautsegju og jafnvægi byggt á trú.

Friday, January 04, 2008

Jæja

þá er ég búin að prófa að vera áhorfandi í sal í beinni útsendingu í sjónvarpinu:-)
Var með vinkonu minni í sjónvarpssal áðan í útsendingu á þættinum Útsvar á Stöð 1 og svo kom ég heim, til að sjá endursýningu og sá okkur bregða fyrir skamma stund á skjánum:-)
Rosa frægar...
smá grín;-)

En annars er nóg framundan.

Á morgun er opnun sýningar um verk, ævi og störf Ikeda forseta SGI í tilefni af 80 ára afmæli hans:-)
Annaðkveld er vídjógláp og nammiát með Heiði vinkonu og á sunnudag er Kosen-Rufu gongyó.
Fundir mánudags og fimmtudagskvöld og kóræfing á þriðjudagskvöld;-)

Vona að þið eigið góða helgi..
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

Jafnvel þó þér hafi mistekist að undanförnu eða orðið fyrir andstreymi, mun hinn síungi, framsækni andi þinn vissulega gera þér kleift að stíga nokkur skref framávið. Vegna þessarar sársaukafullu reynslu munt þú vissulega greypa í líf þitt eitthvað sem er dýrmætt og nauðsynlegt til að þú náir að vinna lokasigur í lífi þínu (D.Ikeda)

Tuesday, January 01, 2008

Góða kvöldið

og gleðilegt nýtt ár:-)
Vona að allir hafi haft það gott og skemmtilegt í gærkvöldi..
Mér liggur margt á hjarta núna, búið að vera mikið um að vera í dag..

Byrjaði daginn á því að fara á fjölmennt og frábært nýjársgongyo á Grand hótel, þar sem þrír voru að taka við Gohonzon og óska ég þeim innilega til hamingju:-)
Að dagskrá lokinni var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð. Gaman að hafa svona til tilbreytingar aðeins öðruvísi, grand og á nýjum stað, því nýársdagur er nú einu sinni stærsti hátíðisdagur okkar búddista:-)

Eftir þetta allt saman fór ég aðeins heim og svo fórum við í bíó klukkan 6 og sáum myndina Bjólfskviðu í þrívídd, sem var skemmtileg upplifun. Myndin var líka ágæt og betri en ég bjóst við..

Leiðsögnin frá Ikeda kemur hér á milli því færslan endar aðeins öðruvísi núna:

1.janúar

Þeir sem vakna hvern morgun og hafa verk að vinna og áætlunarverk til að uppfylla eru hamingjusamastir allra. Þannig eru SGI meðlimir. Fyrir okkur er hver dagur, dagur æðsta tilgangs og fullnægju. Fyrir okkur er hver dagur nýjársdagur. Vinsamlega leggið ykkur fram til hins ýtrasta með þeim ásetningi að lifa hvern dag til fulls, svo þið megið skrifa dagbók lífsins til fulls.


Þegar heim var komið af bíómynd var kveikt á sjónvarpinu og allt öðruvísi mynd var næst á dagskrá. Það var mynd sem ég ætlaði alltaf að sjá, fór ekki á hana í bíó,en herti mig núna upp í að horfa á. Það er heimildarmyndin Syndir feðranna sem fjallar um Breiðavíkurmálið. Myndin var öðruvísi en ég bjóst við, og tók ekki eins mikið á og ég hafði ímyndað mér fyrirfram..
ég mæli með að þið sjáið hana, ef þið hafið ekki gert það nú þegar..

Í framhaldi af sýningu myndarinnar vil ég enda færsluna á ljóði sem varð til í huga mér þegar ég sá viðtal í sjónvarpinu við einn af piltunum og þetta ljóta og sorglega mál var í brennidepli, ekki bara Breiðavík heldur fleiri vistheimili og stofnanir.
Ég setti það á ljóðasíðuna 11. júlí 2007 en vil samt fá að setja það aftur hér..
Kveð í bili
Sandra


Frásagnir
sem skera hjartað.
Tárin brjótast fram.

Litlar sálir
strákar og stelpur
varnarlausar
fara á mis við ást og umhyggju.
Skipulega brotnar niður
með andlegum og líkamlegum
pyntingum, aðferðum og orðum.

Engin má vita hvað gengur á
hver mun trúa
hræddu barni.

Veröldin verður ljót og grimm
langt fram á fullorðinsár
afleiðingar fylgja þeim alla ævi.
Sumir einstaklinganna
ná að vinna ágætlega úr reynslunni
og byggja sig upp
en aðrir brotna enn meir
og geta ekki höndlað tilveruna.

Eftir áratuga bælingu
tekur hugrekkið völdin
og fortíðin
kemur í ljós.
Samfélagið situr orðlaust
og horfir á
meðan sársaukinn sker hjörtun.