Sunday, January 27, 2008

Samtýningur

Vil byrja á að senda Diddó frænda og fjölskyldu sem og Jóa afa hamingjuóskir með daginn í gær, þar sem Jói litli Diddóson var skírður með viðhöfn:-)
Nú er Jói bróðir kominn með nafna, til hamingju með það Jói minn;-)

Að öðrum málum:
Nú er það orðið opinbert hvað eitt friðað hús á Laugaveginum kostar..
Bara litlar 300 milljónir!
Best að fara að spara;-0

Frábær umræðufundur í vikunni sem gekk vel, allir voru tilbúnir að taka ábyrgð og stóðu sig vel og umræðurnar voru fræðandi, skemmtilegar og einlægar;-)

Fjölmenn kyrjun í gærmorgun,kröftug og orkugefandi, u.þ.b. 20 manns þegar mest var; gongyo, kyrjun, félagsskapur, hlátur, stuðningur, matur, hamingja, gleði, leiðsögn og kaffispjall:-)

Búin að sjá tvær myndir um helgina:

1.AVP2 í bíó, allt í lagi, var orðin þreytt í augunum að mynd lokinni, nær öll myndatakan í myrkri, rigningu, grænum lit og dökkar persónur..

2. Transformers, betri en ég bjóst við, góður húmor, ágætis söguþráður og persónur..

Snjórinn að mestu farinn, rok og rigning í dag og almenn leti í gangi...

Fékk nokkrar jákvæðar, en líka eina neikvæðar fréttir í dag, kyrja fyrir viðkomandi.

Hef ekki meir að segja í bili.
Vona að þið eigið góða viku framundan:-)
Over and out
Sandra

Leiðsögn dagsins:
27.janúar

Að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi er mikilvægt. Styrkurinn, viskan og gleðin sem fylgja slíku viðhorfi leiða til hamingju. Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar. Það þýðir að hafa viskuna og skilninginn til að raunverulega færa allt í jákvæða átt með því að sjá hlutina í sínu besta ljósi, en hafa samt alltaf augun staðfastlega á raunveruleikanum.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda