Tuesday, January 15, 2008

þessa

dagana erum við að vinna í námsmati vegna annaskipta og foreldraviðtala,í næstu viku og leggja fyrir kannanir og próf fyrir börnin. Sat í gærkvöldi og fór yfir stærðfræðipróf og er nú að skrifa umsagnir og pikka einkunnir inn í Mentor. Svo á morgun er íslenskukönnun og eftir það er umbunartími þar sem börnin mega koma með raftæki og/ eða taka þátt í dansiballi í stofunni:-)

Sit hér og hlusta á flott lag eftir hann bróðir minn, góður tónlistarmaður þar á ferð:-)

Var áðan á kóræfingu þar sem við erum að æfa upp nýtt og spennandi prógramm, t.d. lögin "Sólskríkjan" og "Ó blessuð vertu sumarsól".. og fleiri skemmtileg lög;-)

Mér líður vel núna, er róleg, sterk og í góðu jafnvægi:-)

Langar að senda ykkur öllum knús og daimaku og vona að ykkur líði vel:-)

Vil líka senda henni Gyðu sætu innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins:-)

Kær kveðja
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda að venju:
6.janúar

Við iðkum þennan Búddisma til að láta bænir okkar og drauma rætast og öðlast þá mestu hamingju sem hægt er. Tilgangur Búddisma Nichiren Daishonin er að gera okkur kleift að sigra. Sú staðreynd að bænum okkar er svarað sannar réttmæti þessara kenninga.