Wednesday, January 09, 2008

Allt

tekur enda að lokum.
Fann fyrir trega og smá sorg í gærkvöldi á kóræfingu þegar Sigvaldi okkar elskulegi kórstjóri tilkynnti að þetta yrði síðasta starfsönn Borgarkórins..
sem lýkur með tónleikum í vor..
Ég er búin að vera í þessum góða og skemmtilega félagsskap sem kórinn okkar er, í 7-8 ár, með smá hléum og er mikil eftirsjá af honum, en svona er lífið..

Er búin að fá góðar fréttir undanfarna daga af einstaklingum sem ég hef kyrjað mikið fyrir og er frábært að heyra að þeir eru að sigra í sínu lífi:-)

Nýja árið byrjar af miklum krafti á mörgum sviðum, einkum þó í trú, iðkun, fræðslu og mikilli kyrjun, sem og samskiptum og samveru við fjölskyldu, vini og kunningja:-)

Er skráð í námskeið í Kennó sem byrjar í febrúar, ásamt vinkonum mínum og ætla nú að reyna að standa mig betur og vona að ég nái að klára það námskeið í vor:-)

Hef ekki meira að segja í bili, óska ykkur góðra daga, og vona að þið njótið velgengi á öllum sviðum lífsins:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:

9.janúar

Hinn sanni ávinningur leynda lögmálsins er lítt áberandi. Alveg eins og tré stækkar og verður sterkara ár frá ári, og bætir við sig vaxtarhringjum sem eru ómerkjanlegir mannlegu auga, munum við líka vaxa í átt að sigursælli tilveru. Af þessari ástæðu er mikilvægt að við lifum lífinu með þrautsegju og jafnvægi byggt á trú.