Saturday, January 19, 2008

Ég

elska lífið og það er svo gaman að vera til:-)
er búin að vera í háu lífsástandi undanfarið og það er svo frábær tilfinning, að líða svona vel:-)

Það er búið að vera allt á fullu þessa vikuna, góð kóræfing, notaleg kvöldstund með vinkonum, æðislegur, kröftugur og skemmtilegur stelpubúddafundur, vel heppnuð kyrjun og samvera í Hafnarfirði í morgun, kaffiboð á eftir og dansistuð í kvöld:-)
og margt fleira...jákvætt að gerast hjá mörgum mannverum sem ég þekki:-)

Sá mig í sjónvarpinu í gærkvöldi, dálítið undarlegt, en samt fyndið;-)

Elska ykkur öll, vona að ykkur líði vel og hafið gaman af því að vera til;-)
en ef ekki, ef allt er svart og ómögulegt og neikvætt, þá skuluð þið taka það trúanlegt að ástandið á eftir að lagast og það er svo sannarlega hægt að breyta eitri í meðal(neikvætt breytt í jákvætt).

Ég hef sko fengið að reyna það í gegnum ævina og á ákveðnum tímabilum og í sumum aðstæðum hefði ég alls ekki trúað því, en ótrúlegustu hlutir hafa svo sannarlega gerst..

Sendi knús, jákvæða orku og daimaku út í heiminn og bið að heilsa núna..
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra hamingjusama..

Gef Ikeda orðið:

18.Janúar

Dr. Martin Luther King yngri, sem var mikill baráttumaður fyrir mannréttindum sagði: "ágengasta spurnging lífsins er, Hvað ertu að gera fyrir aðra?" Segðu ekki að þú mundir gera það "einhvern tímann"; núna er tíminn. Segðu ekki "einhver" mun gera það; gerðu það. Núna er rétti tíminn fyrir æskuna að taka fulla ábyrgð og ryðja brautina að sigri fólks.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda