Þá
eru Jói og Lára flogin á brott enn og aftur..
og varla komin í frí enn; próf, ritgerðir, verkefnaskil og lestur fram yfir miðjan mánuðinn;-(
og þá loksins kemur smá frí:-)
Undarlegt þetta skólakerfi í útlöndum:-0
Skemmtilegar, notalegar og fjölbreyttar samverustundir og samskipti, með nostralgíu í bland komnar í minningabankann:-)
Annars allt frábært að frétta, lífsástandið hátt og alltaf nóg um að vera.
Sumar vikur viðburðarríkari en aðrar og þannig verður einmitt næsta vika, nær öll kvöld upptekin við margt skemmtilegt: æfingar, fundir, saumaklúbbur og áhorfandi í sjónvarpssal (já aftur, ég veit) og svo er að bætist við helgina líka:-)
Vil óska ykkur góðrar viku..
Stubbaknús:-)
Sandra
Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:
13.janúar
Líf sem er lifað án tilgangs eða gildis, þar sem viðkomandi veit ekki ástæðu þess að hann fæddist, er ánægjulaust og dauft. Að lifa bara, borða og deyja án nokkurar tilfinningar um tilgang er sannarlega líf sem er mettað af heimi hins dýrslega eðlis. Á hinn bóginn, að gera, skapa eða leggja eitthvað af mörkum sem kemur öðrum til góða, samfélaginu og okkur sjálfum og að helga sig þeirri áskorun eins lengi og við lifum – það er líf sannrar fullnægju, líf sem hefur gildi. Það er mannúðleg og göfug leið til að lifa.
<< Home