kvöldvinna
sit hér í rólegheitum, hlusta á viðtækið og er að fara yfir vinnubækur í stærðfræði;-)
Það er alveg að koma vetrarfrí;-)
Var ferlega bjartsýn í dag og renndi við á dekkjaverkstæði eftir vinnu, þar sem ég er enn á sumartúttunum. En þar er víst ekki hægt að fá tíma fyrr en eftir nokkra daga!
En við getum væntanlega reddað þessu öðruvísi þar sem vetrardekkin eru tilbúin á felgum og bíða bara róleg í skottinu á grænu eldingunni:-)
Þar er víst vissara að hafa vetrardekkin undir, sérstaklega áður en við keyrum til Keflavíkur, en það er nú spáð hlýnandi veðri og rigningu, en engin veit hvernig vegirnir verða þegar komið er til baka...
Jæja, nóg af þessu blaðri, ætla að halda áfram að vinna;-)
Sandra kennari...
Enda á leiðsögn frá Ikeda:
29.október
Gongyo er iðkun sem kallar fram og virkjar þann óendanlega kraft sem er innbyggður í manneskjuna. Það breytir örlögum þínum, opnar leiðir sem líta út fyrir að vera blindgötur og umbreytir þjáningu í hamingju. Það skapar umbreytingu, manneskjubyltingu. Það er smækkuð eftirmynd af kosen-rufu í okkar eigin lífi.