Saturday, August 27, 2005

Draumur í dós

Vikan er búin að vera mjög skemmtileg, spennandi, lærdómsrík, langir vinnudagar og margt sem þarf að klára fyrir næsta dag.
Ég með 13 börn í litilli stofu, næ góðri stjórn og að halda uppi jákvæðum aga, börnin dugleg, hlýðin, mikið að tjá sig,næ góðu sambandi og allt á rólegu nótunum:-) Stundum allur hópurinn i heimakrók ásamt báðum kennurum í annarri stofunni þar sem við spjöllum um ýmislegt og leynigestur kemur í heimsókn:-)
Í vikunni höfum við farið í fjöruferð, gönguferð um hverfið, kynnst skólanum og skólalóðinni, borðað í matsalnum, sungið saman og lært að sitja saman í hóp, tjá okkur og hlusta á aðra:-)
Í næstu viku byrjum við að læra að lesa, skrifa, reikna og margt fleira:-)
Mikið verður gaman hjá okkur í vetur, rólegt, þægilegt og dúllerý:-)

Við erum tvær saman með 26 börn, tveir umsjónarkennarar yfir öllum hópnum, tvær stofur og hóparnir(13 í hvorum), flakka á milli stofa og okkar kennarara á nokkra vikna fresti. Við getum leyft okkur þetta þar sem börnin eru svo fá:-)
Þetta er algjör lúxus og við ætlum að njóta þess í botn í vetur ;-)

framhald síðar...
Sandra

Sunday, August 21, 2005

Vellíðan.

er flott orð sem lýsir tilfinningum mínum núna og í gegnum vikuna.
Samstarfskennari minn í 1. bekk er algjört gull, hún tekur mér eins og ég er, tekur vel í hugmydnir mínar, hjálpar mér þegar ég villist af leið(t.d hvaða verkefnablöð ég get notað og hver ekki), veitir mér sjálfstraust og öryggi, er frekar skipulögð, reynd og hugmyndarík og við leiðumst saman skref fyrir skref í gengum allan undarbúning, verkefnavinnu, foreldraviðtöl, skipulag kennslunnar og fleira sem þarf að gera:-)
Ég þakka fyrir að hún skyldi hafa verið ráðin með mér í teymi og mun læra þvílíkt mikið í vetur. Við verðum tvær(tveir) umsjónarkennarar með 26 barna hóp, skiptum ekki í bekki en verðum reyndar að kenna í sitthvorri stofunni(erum ekki með eina stóra stofu) allar námsgreinar og munum skipta hópnum upp reglulega til að þau kynnist öllum hinum börnunum, báðum stofunum og okkur báðum:-)
Þetta er allt saman rosa spennandi og auðveldara (öðruvísi) en í fyrra.

Ég er búin að vera dugleg að iðka búddismann, kyrja og fara á fundi:-)
Jói bróðir flytur ekki á Laugaveg (íbúðin klikkaði) og við styrkjum nú hvert annað í trúnni, förum saman á fundi og kyrjum saman hér heima:-)
Finn hvað þetta hjálpar mér mikið á öllum sviðum lífs míns og er svo fegin að hafa tekið þá ákvörðun að setja mér markmið, vinna í sjálfri mér, byrja að kyrja og vera virk í samtökunum.

Fór í bæinn í gær, rölti um, hitti marga, kíkti á kaffihús og horfði á tónleikana á Miðbakkanum. Fór sérstaklega til að hlusta á Todmobile, enda ekki búin að fara á tónleika með þeim í fleiri ár. Þetta var frekar flott hjá þeim en hljóðkerfið var eitthvað skrýtið, og kom ekki nógu vel út. Vil hrósa skipuleggendum fyrir að hafa stóran skjá, það reddaði mörgu, þar sem ég sá ekki vel á sviðið;-0
Skildi bílinn eftir heima og tók strætó sem var mjög þægilegt sérstaklega á leiðinni heim, að sleppa við umferðarteppuna :-)

Já, best að halda áfram að undirbúa vikuna, hef setið öll kvöld við að föndra, klippa, lita og líma( sjáið það fyrir ykkur), og ekki búin enn:-), og svo er bara að vera kát, róleg, yfirveguð, og þægileg í foreldra/nemendaviðtölunum á morgun og hinn og byrja svo kennslu á miðvikudag:-0

Heyrumst.
Sandra

Sunday, August 14, 2005

Skemmtilegur dagur

í góðum félagsskap. Tók gærdaginn snemma og fór á sameiginlega kyrjun frá 10-12. Þegar mest var vorum við um 15-20 manns að kyrja og það er ansi magnað að taka þátt í því. Kröftugt, taktfast og seiðmagnað. Ég tók mér nú hvíld á milli og spjallaði við vini mína og kunningja, fékk mér kaffi og með því. Þægilegt andrúmsloft, hlýlegt, afslappað, og allir að heilsa og faðma mann. Ég var líka opin og kammó, heilsaði fólki að fyrra bragði,bæði þeim sem ég þekkti og líka nýju fólki:-)
feimnin á undanhaldi...
Á leiðinni heim kom ég við í Smáranum til að skoða hvort ég fyndi eitthvað fyrir kvöldið, langaði í eitthvað smart. Var voða ánægð þegar ég fann ljósbleika,sæta, mjög þunna utanyfir(hlýrabol) spariskyrtu með litlum perlum:-) á 1000 kall!
Kom svo heim, þreif bílinn, fékk mér snarl og kríublund, horfði á fréttir, fór í sturtu og tók mig til fyrir kvöldið og var komin í partýið um 9 leytið.
Partýið heppnaðist vel, fullt af fólki, mikið talað og helgið og afmælisbarnið og gestgjafinn var voða happý með þetta allt saman:-)
Gaman að hitta þessa krakka og sérstaklega að hitta þá sem maður hefur ekki séð í nokkur ár. Nú svo þegar klukkan var að nálgast tvö fórum við að hugsa okkur til hreyfings niður í bæ. Fórum inn á fínasta stað sem heitir Pravda og tjúttuðum þar til rúmlega fjögur;-) Þá var ég orðin frekar þreytt, sveitt, og heitt og lagði af stað heim á leið, eftir mjög skemmtilegan, viðburðanríkan og góðan dag:-)
Já, félagslífið var sko á útopnu í gær..
Til að enda helgina ætla ég að kíkja til Óla og Lindu í kvöld á sameiginlega kyrjun sem þau buðu mér á í gær.
Hafið það gott í dag.
Kveðja
Sandra

Wednesday, August 10, 2005

að prófa eitthvað nýtt

Gekk mjög vel í vinnunni í dag, við vorum voða duglegar og komum miklu í verk:-)
á morgun byrjar svo námskeið um nýjar aðferðir og áherslur í námsmati, hvernig á að meta vinnu, framfarir og verkefni nemenda.

Friðarfundurinn í Ráðhúsinu gekk vel, var fróðlegur,og mæting mjög góð, það voru um 200 manns í salnum. Tónlistaratriðið hjá Óla gekk vel þar sem hann söng og flutti fallegt frumsamið lag við texta Eyrúnar. Athöfnin við Tjörnina var mjög falleg og áhrfamikil þar sem um 4000 manns fleyttu kertum í minningu fórnarlamba Hirósíma og Nakasaki. Þetta er víst metþátttaka og það var mikil upplifun að taka þátt í þessari athöfn í fyrsta skipti. Hvet alla til að taka koma og taka þátt á næsta ári. Ekki spillti fyrir að veðrið var gott, stillt , þurrt og milt:-)

Var að koma af mínu fyrsta hverfafundi sem gekk vel. Er komin í samtök sem kallast SGI, líður mjög vel með að hafa kynnst þeim, geta tekið þátt í starfi þeirra og finnst mjög gott að geta kyrjað(ein eða með öðrum) fyrir öllu því sem leitar á hugann, bæði í gleði og sorg, og fá þannig innri frið og jafnvægi í daglegt líf. Ég finn góðar breytingar á sjálfri mér og umhverfi mínu, og þetta hefur hjálpað mér mikið þó að það sé stutt síðan að ég byrjaði að kyrja:-)
Meginmarkmið SGI-Ísland, sem eru samtök Búddhista á Íslandi, er að stuðla að friði, menningu og menntun á grundvelli heimspeki og hugmynda Búddhisma Nichiren Daishonin. Félagar í Soka Gakkai iðka Búddhisma Nichirens í því skyni að öðlast uppljómun en jafnframt til að skapa friðsælt þjóðfélag. Soka Gakkai var stofnað í Japan árið 1930 en varð síðar að alþjóðlegum samtökum, Soka Gakkai International (SGI), sem starfa nú í um 160 þjóðlöndum. Soka Gakkai þýðir „samtök til að skapa verðmæti".

Kveð í bili, góða nótt og sofið rótt.

Tuesday, August 09, 2005

Góður dagur

Við unnum vel og lengi í dag. Mikið að skipuleggja og undirbúa áður en kennsla hefst. Eftir vinnu fór ég með vinkonu minni í Kringluna að kaupa afmælis og innflutningsgjöf fyrir vinkonu okkar sem heldur upp á þetta allt á laugardagskvöldið, partý, partý:-)
Fékk tvær fréttir í dag, önnur er sú að hann brósi minn er að flytja á Laugaveg í haust og hin er sú að annar fjölskyldumeðlimur er að láta gamlan draum rætast og er að kaupa sér eitt stykki GTO 1969 frá USA.. Frábært þegar málin leysast farsællega.
Ætla að enda daginn á að fara á friðarkvöld í Ráðhúsinu og kertafleytingu á Tjörninni í kvöld.

Auglýsingin er svohljóðandi:
Í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur verður samkoma sem hefst kl. 20:30.

Þar mun sænski rithöfundurinn og fræðikonan Monica Braw flytja erindi um afleiðingar árásanna, afdrif fólksins sem lifði þær af og hvernig stjórnvöld í Japan og Bandaríkjunum reyndu að þagga niður umræðu um málið. Monica Braw er einn kunnasti sérfræðingur Norðurlandanna á þessu sviði. Hún bjó í Japan um árabil og bók hennar “Överlevarna” hefur komið út á fjölda tungumála.

Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur verður fundarstjóri og Guðmundur Georgsson læknir flytur ávarp, en hann heimsótti Hiroshima og ræddi við fórnarlömb sprengjunnar fyrir tveimur áratugum.

Tónlistarmaðurinn KK tekur lagið og trúbadorinn Ólafur Torfason flytur frumsamið lag við ljóð Eyrúnar Jónsdóttur.

Samkoman er opin öllum friðarsinnum og prýðilegur undirbúningur fyrir kertafleytinguna síðar um kvöldið.

Friður sé með ykkur..

Monday, August 08, 2005

Gleði

Veturinn leggst mjög í mig:-)
Hef góða tilfinningu fyrir komandi vetri og þetta virkar allt spennandi og skemmtilegt. Hitti nýja samstarfskennarann minn í morgun og við náðum vel saman. Hún hefur reynslu af að kenna 1. bekk, var með mikið af góðum hugmyndum og aðferðum og ég hlakka til að takast á við nýju viðfangsefnin :-)
Fann á mér góðar breytingar og gekk vel í morgun að koma aftur í vinnuna, spjallaði við samstarfsfólk sem ég hef ekki talað mikið við áður, feimnin er að stigminnka hjá mér og ég næ að tjá mig betur núna. Þetta er allt að koma;-) Halda bara áfram á þessari braut.
Líður vel núna og þungu fargi er af mér létt;-)
kveið pínulítið fyrir að mæta í morgun en mun sko mæta með gleði í hjarta í fyrramálið;-)

Gekk ekki alveg að ná úr mér pestinni, er ennþá með kvef og pirring í hálsi, röddin er rám og rifin og að hverfa;-(

Saturday, August 06, 2005

Dagur gleði og sorga

Vil byrja á því að óska samkynhneigðum, tvíkynhneigðum, gagnkynhneigðum, klæðskiptingum, og kynskiptingum til hamingju með daginn og vona að þið skemmtið ykkur vel í kvöld:-)

Margra sálna er að minnast í dag, þá helst fórnarlömb kjarnorkusprengjunnar í Hírósíma sem sprakk fyrir 60 árum, farþegar sem létust í flugslysi á Sikiley í dag, Robin Cook fyrirverandi þingmaður í Bretlandi sem einnig lést í dag,
Örn (Venus) ungur óhamingjusamur maður sem kvaddi þennan heim fyrir nokkrum dögum vegna mjög sorglegra ástæðna og einnig vil ég minnast þeirra sem fórust í hörmulegu flugslysi í Skerjafirði fyrir 5 árum.


Nú er góðu og langþráðu sumarfríi mínu að ljúka:-0
Það verður ágætt að byrja aftur að vinna, en samt viðbrigði að þurfa að vakna klukkan 7 á morgnana:-(
Mæti í vinnuna á mánudaginn en fyrstu vikuna verða dagarnir ljúfir og stuttir, byrjum bara rólega, námskeið, fundir, undirbúningur, foreldraviðtöl, teymisvinna:-)

Verkefni haustsins eru að skella á, tilhlökkunarverð, spennandi, skemmtileg, ögrandi, áskorun, margt nýtt og öðruvísi, nýjir nemendur, foreldrar, samstarfskennarar, áherslur, viðfangsefni, og aðferðir.
Nú reynir á og kemur í ljós árangur þeirrar vinnu sem ég byrjaði á í sumar og þarf svo sannarlega að halda áfram með í haust. Viðfangsefnið var að taka til í persónu minni, laga, losna við, minnka, bæta við ;-)

Vona bara að kvefið, hálsbólgan, kverkapirringurinn, kuldahrollurinn og verkirnir verði farin á mánudaginn, leiðinlegt að mæta slappur fyrsta daginn, hef verið alla vikuna og helgina að reyna að losna við þessa kvefpest sem ég fékk um daginn, með alls kyns mixtúrum, hálsbrjóstsykri, mýkjandi drykkjum, hunangi, hvíld, miklum svefni, inniveru og rólegheitum. Sjáum til hvort það virki!

Kveð ykkur í bili.

Tuesday, August 02, 2005

Sko

segiði svo að óskir geti ekki ræst:-)
Nú er ég að vitna í pistil sem ég skrifaði fyrir helgi þar sem ég vonaði að ekkert alvarlegt myndi ske um helgina. Engin nauðgun eða kynferðisbrot hafa verið tilkynnt
( þó að því miður eigi það kannski eftir að gerast) en er á meðan er, og ekkert dauðaslys ( eða mjög alvarlegt slys) varð um helgina!
Þetta eru frábærar fréttir og ég óska þjóðinni til hamingju með þennan góða árangur:=)

Ég var nú heppin í dag og fékk 2 fræðibækur í sambandi við vinnuna gefins:-)
Þannig var að ég skrapp niður í Kennó til að kíkja á bókasafnið (náði mér í nokkrar fræði og kennslubækur) og ætlaði svo að líta við í bóksölunni. Bóksalan var hins vegar lokuð, en strákarnir sem vinna þar voru svo sætir og góðir að skilja eftir heilan bókavagn með tilkynningu um að fólk mætti taka sér þær bækur sem það vildi ókeypis! Þetta finnst mér sýna góðvild og hlýhug:-)