Saturday, August 06, 2005

Dagur gleði og sorga

Vil byrja á því að óska samkynhneigðum, tvíkynhneigðum, gagnkynhneigðum, klæðskiptingum, og kynskiptingum til hamingju með daginn og vona að þið skemmtið ykkur vel í kvöld:-)

Margra sálna er að minnast í dag, þá helst fórnarlömb kjarnorkusprengjunnar í Hírósíma sem sprakk fyrir 60 árum, farþegar sem létust í flugslysi á Sikiley í dag, Robin Cook fyrirverandi þingmaður í Bretlandi sem einnig lést í dag,
Örn (Venus) ungur óhamingjusamur maður sem kvaddi þennan heim fyrir nokkrum dögum vegna mjög sorglegra ástæðna og einnig vil ég minnast þeirra sem fórust í hörmulegu flugslysi í Skerjafirði fyrir 5 árum.


Nú er góðu og langþráðu sumarfríi mínu að ljúka:-0
Það verður ágætt að byrja aftur að vinna, en samt viðbrigði að þurfa að vakna klukkan 7 á morgnana:-(
Mæti í vinnuna á mánudaginn en fyrstu vikuna verða dagarnir ljúfir og stuttir, byrjum bara rólega, námskeið, fundir, undirbúningur, foreldraviðtöl, teymisvinna:-)

Verkefni haustsins eru að skella á, tilhlökkunarverð, spennandi, skemmtileg, ögrandi, áskorun, margt nýtt og öðruvísi, nýjir nemendur, foreldrar, samstarfskennarar, áherslur, viðfangsefni, og aðferðir.
Nú reynir á og kemur í ljós árangur þeirrar vinnu sem ég byrjaði á í sumar og þarf svo sannarlega að halda áfram með í haust. Viðfangsefnið var að taka til í persónu minni, laga, losna við, minnka, bæta við ;-)

Vona bara að kvefið, hálsbólgan, kverkapirringurinn, kuldahrollurinn og verkirnir verði farin á mánudaginn, leiðinlegt að mæta slappur fyrsta daginn, hef verið alla vikuna og helgina að reyna að losna við þessa kvefpest sem ég fékk um daginn, með alls kyns mixtúrum, hálsbrjóstsykri, mýkjandi drykkjum, hunangi, hvíld, miklum svefni, inniveru og rólegheitum. Sjáum til hvort það virki!

Kveð ykkur í bili.