Sunday, August 14, 2005

Skemmtilegur dagur

í góðum félagsskap. Tók gærdaginn snemma og fór á sameiginlega kyrjun frá 10-12. Þegar mest var vorum við um 15-20 manns að kyrja og það er ansi magnað að taka þátt í því. Kröftugt, taktfast og seiðmagnað. Ég tók mér nú hvíld á milli og spjallaði við vini mína og kunningja, fékk mér kaffi og með því. Þægilegt andrúmsloft, hlýlegt, afslappað, og allir að heilsa og faðma mann. Ég var líka opin og kammó, heilsaði fólki að fyrra bragði,bæði þeim sem ég þekkti og líka nýju fólki:-)
feimnin á undanhaldi...
Á leiðinni heim kom ég við í Smáranum til að skoða hvort ég fyndi eitthvað fyrir kvöldið, langaði í eitthvað smart. Var voða ánægð þegar ég fann ljósbleika,sæta, mjög þunna utanyfir(hlýrabol) spariskyrtu með litlum perlum:-) á 1000 kall!
Kom svo heim, þreif bílinn, fékk mér snarl og kríublund, horfði á fréttir, fór í sturtu og tók mig til fyrir kvöldið og var komin í partýið um 9 leytið.
Partýið heppnaðist vel, fullt af fólki, mikið talað og helgið og afmælisbarnið og gestgjafinn var voða happý með þetta allt saman:-)
Gaman að hitta þessa krakka og sérstaklega að hitta þá sem maður hefur ekki séð í nokkur ár. Nú svo þegar klukkan var að nálgast tvö fórum við að hugsa okkur til hreyfings niður í bæ. Fórum inn á fínasta stað sem heitir Pravda og tjúttuðum þar til rúmlega fjögur;-) Þá var ég orðin frekar þreytt, sveitt, og heitt og lagði af stað heim á leið, eftir mjög skemmtilegan, viðburðanríkan og góðan dag:-)
Já, félagslífið var sko á útopnu í gær..
Til að enda helgina ætla ég að kíkja til Óla og Lindu í kvöld á sameiginlega kyrjun sem þau buðu mér á í gær.
Hafið það gott í dag.
Kveðja
Sandra