Saturday, August 27, 2005

Draumur í dós

Vikan er búin að vera mjög skemmtileg, spennandi, lærdómsrík, langir vinnudagar og margt sem þarf að klára fyrir næsta dag.
Ég með 13 börn í litilli stofu, næ góðri stjórn og að halda uppi jákvæðum aga, börnin dugleg, hlýðin, mikið að tjá sig,næ góðu sambandi og allt á rólegu nótunum:-) Stundum allur hópurinn i heimakrók ásamt báðum kennurum í annarri stofunni þar sem við spjöllum um ýmislegt og leynigestur kemur í heimsókn:-)
Í vikunni höfum við farið í fjöruferð, gönguferð um hverfið, kynnst skólanum og skólalóðinni, borðað í matsalnum, sungið saman og lært að sitja saman í hóp, tjá okkur og hlusta á aðra:-)
Í næstu viku byrjum við að læra að lesa, skrifa, reikna og margt fleira:-)
Mikið verður gaman hjá okkur í vetur, rólegt, þægilegt og dúllerý:-)

Við erum tvær saman með 26 börn, tveir umsjónarkennarar yfir öllum hópnum, tvær stofur og hóparnir(13 í hvorum), flakka á milli stofa og okkar kennarara á nokkra vikna fresti. Við getum leyft okkur þetta þar sem börnin eru svo fá:-)
Þetta er algjör lúxus og við ætlum að njóta þess í botn í vetur ;-)

framhald síðar...
Sandra