Sunday, August 21, 2005

Vellíðan.

er flott orð sem lýsir tilfinningum mínum núna og í gegnum vikuna.
Samstarfskennari minn í 1. bekk er algjört gull, hún tekur mér eins og ég er, tekur vel í hugmydnir mínar, hjálpar mér þegar ég villist af leið(t.d hvaða verkefnablöð ég get notað og hver ekki), veitir mér sjálfstraust og öryggi, er frekar skipulögð, reynd og hugmyndarík og við leiðumst saman skref fyrir skref í gengum allan undarbúning, verkefnavinnu, foreldraviðtöl, skipulag kennslunnar og fleira sem þarf að gera:-)
Ég þakka fyrir að hún skyldi hafa verið ráðin með mér í teymi og mun læra þvílíkt mikið í vetur. Við verðum tvær(tveir) umsjónarkennarar með 26 barna hóp, skiptum ekki í bekki en verðum reyndar að kenna í sitthvorri stofunni(erum ekki með eina stóra stofu) allar námsgreinar og munum skipta hópnum upp reglulega til að þau kynnist öllum hinum börnunum, báðum stofunum og okkur báðum:-)
Þetta er allt saman rosa spennandi og auðveldara (öðruvísi) en í fyrra.

Ég er búin að vera dugleg að iðka búddismann, kyrja og fara á fundi:-)
Jói bróðir flytur ekki á Laugaveg (íbúðin klikkaði) og við styrkjum nú hvert annað í trúnni, förum saman á fundi og kyrjum saman hér heima:-)
Finn hvað þetta hjálpar mér mikið á öllum sviðum lífs míns og er svo fegin að hafa tekið þá ákvörðun að setja mér markmið, vinna í sjálfri mér, byrja að kyrja og vera virk í samtökunum.

Fór í bæinn í gær, rölti um, hitti marga, kíkti á kaffihús og horfði á tónleikana á Miðbakkanum. Fór sérstaklega til að hlusta á Todmobile, enda ekki búin að fara á tónleika með þeim í fleiri ár. Þetta var frekar flott hjá þeim en hljóðkerfið var eitthvað skrýtið, og kom ekki nógu vel út. Vil hrósa skipuleggendum fyrir að hafa stóran skjá, það reddaði mörgu, þar sem ég sá ekki vel á sviðið;-0
Skildi bílinn eftir heima og tók strætó sem var mjög þægilegt sérstaklega á leiðinni heim, að sleppa við umferðarteppuna :-)

Já, best að halda áfram að undirbúa vikuna, hef setið öll kvöld við að föndra, klippa, lita og líma( sjáið það fyrir ykkur), og ekki búin enn:-), og svo er bara að vera kát, róleg, yfirveguð, og þægileg í foreldra/nemendaviðtölunum á morgun og hinn og byrja svo kennslu á miðvikudag:-0

Heyrumst.
Sandra