Wednesday, August 10, 2005

að prófa eitthvað nýtt

Gekk mjög vel í vinnunni í dag, við vorum voða duglegar og komum miklu í verk:-)
á morgun byrjar svo námskeið um nýjar aðferðir og áherslur í námsmati, hvernig á að meta vinnu, framfarir og verkefni nemenda.

Friðarfundurinn í Ráðhúsinu gekk vel, var fróðlegur,og mæting mjög góð, það voru um 200 manns í salnum. Tónlistaratriðið hjá Óla gekk vel þar sem hann söng og flutti fallegt frumsamið lag við texta Eyrúnar. Athöfnin við Tjörnina var mjög falleg og áhrfamikil þar sem um 4000 manns fleyttu kertum í minningu fórnarlamba Hirósíma og Nakasaki. Þetta er víst metþátttaka og það var mikil upplifun að taka þátt í þessari athöfn í fyrsta skipti. Hvet alla til að taka koma og taka þátt á næsta ári. Ekki spillti fyrir að veðrið var gott, stillt , þurrt og milt:-)

Var að koma af mínu fyrsta hverfafundi sem gekk vel. Er komin í samtök sem kallast SGI, líður mjög vel með að hafa kynnst þeim, geta tekið þátt í starfi þeirra og finnst mjög gott að geta kyrjað(ein eða með öðrum) fyrir öllu því sem leitar á hugann, bæði í gleði og sorg, og fá þannig innri frið og jafnvægi í daglegt líf. Ég finn góðar breytingar á sjálfri mér og umhverfi mínu, og þetta hefur hjálpað mér mikið þó að það sé stutt síðan að ég byrjaði að kyrja:-)
Meginmarkmið SGI-Ísland, sem eru samtök Búddhista á Íslandi, er að stuðla að friði, menningu og menntun á grundvelli heimspeki og hugmynda Búddhisma Nichiren Daishonin. Félagar í Soka Gakkai iðka Búddhisma Nichirens í því skyni að öðlast uppljómun en jafnframt til að skapa friðsælt þjóðfélag. Soka Gakkai var stofnað í Japan árið 1930 en varð síðar að alþjóðlegum samtökum, Soka Gakkai International (SGI), sem starfa nú í um 160 þjóðlöndum. Soka Gakkai þýðir „samtök til að skapa verðmæti".

Kveð í bili, góða nótt og sofið rótt.