Monday, August 08, 2005

Gleði

Veturinn leggst mjög í mig:-)
Hef góða tilfinningu fyrir komandi vetri og þetta virkar allt spennandi og skemmtilegt. Hitti nýja samstarfskennarann minn í morgun og við náðum vel saman. Hún hefur reynslu af að kenna 1. bekk, var með mikið af góðum hugmyndum og aðferðum og ég hlakka til að takast á við nýju viðfangsefnin :-)
Fann á mér góðar breytingar og gekk vel í morgun að koma aftur í vinnuna, spjallaði við samstarfsfólk sem ég hef ekki talað mikið við áður, feimnin er að stigminnka hjá mér og ég næ að tjá mig betur núna. Þetta er allt að koma;-) Halda bara áfram á þessari braut.
Líður vel núna og þungu fargi er af mér létt;-)
kveið pínulítið fyrir að mæta í morgun en mun sko mæta með gleði í hjarta í fyrramálið;-)

Gekk ekki alveg að ná úr mér pestinni, er ennþá með kvef og pirring í hálsi, röddin er rám og rifin og að hverfa;-(