Sunday, July 31, 2005

Óvænt veisla

Sat í rólegheitum í sófanum og var að horfa á sjónvarpið þegar síminn hringdi rúmlega hálftvö. Í símanum var mamma sem sagði mér þær fréttir að amma og afi ættu 50 ára brúðkaupsafmæli í dag! Hún spurði hvort að ég vildi ekki koma í heimsókn upp á Eir þar sem hún amma mín býr( hún er nefnilega með Alzheimer) þar sem nokkrir ættingjar okkar ætluðu að hittast, ásamt því að afi og frændi minn voru á leið þangað nýkomnir að vestan úr sveitasælunni þar sem þeir fegðar eyða sumrinu. Að sjálfsögðu tók ég vel í það og við mæltum okkur mót um hálfþrjú. Þegar við vorum komin upp á Eir var ákveðið að fara heim til afa og ömmu og fagna afmælinu þar. Er þangað var komið var hellt upp á kaffi og veitingar sem Siggi og Vala komu með lagðar á borð. Þegar hér var komið sögu vorum við 8 manns í húsinu og hafði brúnin á afa lyfst svolítið því hann hafði ekki búist við að neinn kæmi, auk þess sem að amma var í ágætis dagsformi:-)
Eftir dálitla stund settumst við að borðum, en þá týndust ættingjarnir í hús hver á eftir öðrum. Að lokum vorum við þegar mest var tæplega 20 manns og afi orðin frekar brosmildur. Það var haft á orði að það væri nú dálítið flott og skemmtilegt að við værum öll í bænum, þ.e. þeir sem komu.. þetta er nú algjört innipúkalið;-)
Það sem var kannski skrýtnast og skondnast við þetta allt saman var að veislan var ákveðin mjög skyndilega, t.d. ætlaði afi ekki að koma í bæinn(en kom þó) og svo voru allir að hringja í alla og tilkynna um veisluna..en þetta hafðst allt á endanum ;-)
Helstu fréttirnar úr veislunni voru þær að Heiða frá Svíþjóð leit við, kom beint úr flugi að norðan og hann Júlli frændi sem dettur nú ýmislegt skondið í hug hélt öllum í hláturskasti þegar hann sagði okkur frá nýjasta uppátækinu sínu. Hann fór í prufu fyrir nýjustu Hollywoodmyndina sem á að taka upp hér á landi, og mun væntalega vera statisti og leika hermann:-), ef hann verður þá ekki klipptur út...
Við hlógum okkur vitlaus, bæði að láta sér detta þetta í hug, auk þess sem lýsingarnar á prufunni, búningum og æfingu voru alveg frábærar:=)
En hann kjaftaði samt ekki of miklu, var búinn að skrifa undir þagnareið...
En dagurinn og veislan heppnaðist mjög vel og það var gaman að geta tekið þátt í því að gleðja aðra, með nærveru, orðum og atferli..
Að lokum vil ég óska þeim heiðurshjónum hjartanlega til hamingju með daginn:-)

Friday, July 29, 2005

las

í blaðinu í morgun að mótmæli bílstjóra ættu kannski að hefjast um hádegið. Það varð til þess að ég fór að hugsa upp hvaða leið ég gæti farið til og frá Mosó því ég þurfti að vera mætt niður í bæ rétt eftir hádegi. Lagði því tímanlega af stað með pínu sting í hjartanu og sá fyrir mér að verða kannski föst í bænum. En sem betur fer varð ekkert úr töfum og ég komst mína leið fljótt og örugglega. Hélt mig svo bara heima við í dag, var að hugsa um að fara í sund en hætti við því ég nennti ekki að lenda í umferðarteppu, föst á milli vörubíla.
En það var gott að mótmælin fóru vel fram og engin óhöpp eða leiðindi urðu. Vona í hjarta mínu að umferðin gangi svona vel áfram og að helgin verði óhappa, slysa, nauðguna og líkamsmeiðingalaus! 7,9,13...! Þetta er flott framtak hjá femínista strákunum og ég dáist að þeim að kynna, koma á framfæri boðskap sínum og standa við markmið sín, að tala við unga drengi á umferðarstöðinni, flugvöllum, skipum og verslunarmiðstöðum og reyna að koma í veg fyrir nauðganir og fá menn til að hugsa aðeins um hegðun sína.

Hvað er fleira í fréttum? Fór á nýju myndina með Bruce Willis og líkaði vel. Ágætis afþreyingarmynd og alveg þess virði að sjá í bíó.
Var boðið í innflutningskaffi hjá vinkonu minni í vikunni, rólegt og gott hjá okkur þrem vinkonunum. Flott, björt, stór og skemmtileg íbúð í Grafarholti og þeim turtildúfunum líkar mjög vel og bíða nú í ofvæni eftir litla erfingjanum sem á að koma í heiminn í ágúst. Ég óska þeim alls hins besta og er svo ánægð hvað þeim gengur vel og eru happy :-) Hin vinkonan mín sem var líka í heimsókn var einnig happy með lífið og tilveruna í langþráðu sumarfríi og nýbúin að kaupa raðhús ásamt kærastanum sínum í Grafarvogi, draumahverfinu hennar. Ég samgleðst þeim einnig:-)
Nú er ég pínu lost því ég kláraði Harry Potter í dag og get því ekki sökkt mér og týnst í galdraheimum:-(
Bíð nú spennt eftir myndinni í haust:-)
Já, þetta er nóg af fréttum í bili, ætla að taka því rólega um helgina og dunda mér eitthvað í bænum..
Hafið það gott um helgina, keyrið varlega og gangið hægt um gleðinnar dyr!

Monday, July 25, 2005

Sólbað

búðarráp, videógláp, tannlæknir, heimsóknir, Harry Potter, búddismi, slökun og að njóta seinustu daga sumarfrísins:-)
Þetta er það sem ég hef verið að dunda mér við seinustu daga.
Njótið sólarinnar ;-)
Kveðja
Sandra

Wednesday, July 20, 2005

Góður

dagur að kvöldi kominn. Átti notalega samverustund með samkennurum í Grasagarðinum í yndislegu veðri. Skrapp svo aðeins í Kringluna að kíkja á fatnað og fann mér til mikillar ánægju 2 buxur, bol, inniskó og nærföt. Allt þetta fyrir rúmlega 8000 kr! Ekki amalegt það:-)
En ég breytti aðeins til í fatavali og keypti töff vínrauðar flauelsbuxur;-) og líka svartar alveg eins.
Já, ég náði nokkrum af markmiðum dagsins og er nokkuð ánægð með mig;-) og daginn í heild.
Bestu kveðjur
Sandra

Tuesday, July 19, 2005

Þetta er

fyndin niðurstaða, og lýsir mér nokkuð vel:=)
(sérstaklega tvær neðstu setningarnar)

You are a Black Coffee

At your best, you are: low maintenance, friendly, and adaptable

At your worst, you are: cheap and angsty

You drink coffee when: you can get your hands on it

Your caffeine addiction level: high

Sunday, July 17, 2005

Rólegir dagar

og allt gengur sinn vanagang.
Fór á War of the worlds í gærkveldi. Hún var betri en ég bjóst við og fær 4+ af 5+ mögulegum:-) Myndin nýtur sín best á bíótjaldi, en síður á sjónvarpsskjá.
Tók bílinn í gegn í dag, ryksugaði, skrúbbaði og bónaði:-)
Eldaði steik og ætla að horfa á Ray(DVD) í kvöld.
Að öðru leyti gengur allt vel. Er jafnt og þétt að undirbúa mig fyrir haustið, andlega, bóklega, og fræðilega.

Hafið það gott í kvöld
Sandra

Thursday, July 14, 2005

Afmæli

Þá er skemmtilegum og notalegum afmælisdegi að ljúka.
Vinir og ættingjar gáfu sér tíma til að koma í kaffi og kökur :-)
Það voru skemmtilegar umræður og gott spjall og vil ég þakka öllum sem komu og / eða hringdu fyrir notalega dagsstund og samveru sem var mér mikils virði.
Einnig vil ég þakka fyrir góðar og fallegar gjafir sem mér voru færðar:=)
Glös, bækur, konfekt og blóm:-)

Með þökk fyrir fallegan og góðan dag
Sandra afmælisbarn

Monday, July 11, 2005

Góðverk dagsins

á Iceland Express fyrir að bera hag barna og ungmenna fyrir brjósti :-)
Börnin eru framtíðin!

Sjá frétt á MBL
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1148377

Kvöldflugi seinkaði frá London á meðan beðið var eftir hópi unglingsstúlkna sem var í keppnisferðalagi á Ítalíu og lenti í töf í millilandaflugi, til að koma í veg fyrir að þær þyrftu að vera strandaglópar í London í a.m.k. 2 daga.
Þetta finnst mér fallega gert af flugfélaginu:-)
Sérstaklega í ljósi þess að ástandið er því miður ekki orðið öruggt í London:-(

Kveðja
grunnskólakennarinn

Framhald af síðustu færslu

á þessum þremur árum sem liðin eru síðan ég skrifaði þennan pistil hef ég bætt við starfsreynslu mína og unnið á fjölbreyttum vinnustöðum, m.a. ýmisleg störf hjá Ferðafélagi Íslands, sumarstarf á leikskóla, sumarstarf á sambýli fyrir fjölfatlaða, aðstoð í eldhúsi og mötuneyti hjá öldruðum og síðast en ekki síst er ég orðin löglegur grunnskólakennari og vinn við það að kenna ungum börnum:=)
En hvort ég muni kenna samfleytt næstu 30 árin.. það mun tíminn leiða í ljós;-)


En að öðrum málefnum..
Nú er fólkið mitt að koma frá Bretlandi í kvöld, og aðrir fjölskyldumeðlimir einnig að koma í hús, einn að koma utan að landi og annar að koma í land. Nú svo á ég víst afmæli á fimmtudaginn og verð með heitt á könnunni ef ykkur langar að kíkja í kaffi og meðþví. Þannig að þegar þetta er allt lagt saman sé ég fram á fullt hús af vinum og vandamönnum næstu daga:=)
Kveð í bili...

Gömul dagbókarskrif

Áður en ég byrjaði að setja hugsanir mínar inn á netið skrifaði ég hugleiðingar í stílabækur og hélt þannig dagbækur. Það er ágætt að glugga í þær og rifja upp hvaða pælingar voru í gangi á ákveðnum tímabilum í lífi mínu.

Langar að setja hér inn ( svona meira til gamans) hugleiðingar sem komu upp í hugann einn sumardag fyrir u.þ.b. 3 árum þegar ég var nýlega orðin kennaranemi og var að velta fyrir mér fortíð minni, nútíð og framtíð:


Það eru 20 ár síðan ég byrjaði í skóla. Hvað hef ég gert á 20 árum? Klárað grunnskóla, fór í FB, var þar í 2 1/2 ár, fór að vinna í saltfiski í 2 og 1/2 ár. Fór í FÁ, var þar í 3 ár og útskrifaðist sem stúdent. Fór til Portúgal. Vann á sambýli fyrir einhverfa í rúmlega 1 sumar. Fékk vinnu í Hagkaup í leikfangadeild, gekk ekki nógu vel og færði mig yfir á kassa, líkaði það vel, hætti þar eftir eitt ár og fór í KHÍ. Fíla það vel. Vinn sem húsvörður með skóla. Hmm, menntun í 20 ár+ skóli lífsins. Hvað græði ég á þessu? Búin að vera út og inn á vinnumarkaði í 12 ár! Sumarvinna, hlutastörf, störf allt árið, störf með og án skóla. Láglaunastörf. Enda sennilega á því að kenna börnum sömu menningu og greinar sem ég lærði fyrir 20 árum. Til hvers er þetta? Ég fer hringinn, enda þar sem ég byrjaði. Verð næstu 30-40 ár á vinnumarkaði. Mig langar að vinna við þetta. Allavegna núna. Fannst æfingakennslan mjög gaman í vetur. Kannski verður allt ómögulegt næsta vetur. Hver veit?
Listi yfir það sem ég hef unnið um ævina, ekki í réttri röð og kannski gleymist eitthvað:
Barnapössun, unglingavinna, bæjarvinna, mála og smíða, garðyrkja, lóðahreinsun, fiskvinnsla, húsvörður, kassadama, stuðningsfulltrúi, pizzasendill, póstflokkun, framkvæmd kosninga, afgreiðsla í sjoppu.

Friday, July 08, 2005

Að breyta til

var að koma úr klippingu og strípum, ákvað að fá smá tilbreytingu og prófa eitthvað nýtt. Lét jafna hárið út og klippa stytturnar úr til að geta safnað aðeins;-) og fékk rauðkoparlitar og ljósar strípur í minn háralit. Kemur flott út:-)

Thursday, July 07, 2005

Allt

í góðum málum hjá mínu fólki í Bretlandi, heyrði í þeim í dag og þau voru langt frá London og komin á gistiheimilið:=)

Mikið er þetta annars sorglegur og í raun tilgangslaus viðburður, hver svo sem ber ábyrgð á þessum voðaverkum. Fyrir utan fjölda látinna og særðra (sem er mjög sorglegt) þá varð þetta til þess að draga athyglina frá málefnum Afríku sem átti að ræða á þessum fundi. Málefni sem var efst á baugi og fékk mikila athygli hjá þjóðum heims fyrir aðeins nokkrum dögum, haldnir tónleikir, fólk hvatt til að vera heimsforeldrar og ég veit ekki hvað og hvað.
Nú hefur fundurinn væntalega snúist frá því(vandamál Afríku) yfir í að fjalla um varnir og aðgerðir gegn hryðjuverkum sem er líka svosem ágætt að leiðtogar komi sér saman um hvernig á að taka á því máli.
Ég óttast það hins vegar að öfgahópar séu ekki hættir, spurningin er frekar hvert þeir beina athyglinni næst.. Evrópa, Norðurlönd, Ameríka, Asía.....?

Já þetta er allt frekar öfugsnúið og vandmeðfarið.

Hvað

er að gerast í heiminum? Þetta er alveg hryllilegt, sprengjuárásir í London og allt brjálað í Köben! ER þetta bara byrjunin? Mótmælendur,óeirðaseggir og hryðjuverkamenn, er þetta leiðin til að fá frið í heiminum og leysa vandamálin? ó nei, þetta ber engan árangur! Lítið ykkur nær!
Ég óska þess af öllu hjarta að það verði ekki fleiri árásir og að það sé allt í lagi með vini mína og fjölskyldu sem fóru til Bretlands í morgun, en sem betur fer lentu þau fyrir utan London og voru ekki á leiðinni þangað.
Ég sendi samúð mína til þeirra sem eiga nú um sárt að binda og megi öll góð verndaröfl vaka yfir löndum mínum, íbúum og ferðalöngum í heiminum (sérstaklega Bretlandi) núna, sem og fjölskyldum þeirra.

Wednesday, July 06, 2005

Úff, púff

Jæja, þá er þetta allt að komast í lag. Fékk aðstoð til að laga síðuna til, breyta nafni á commentum og setja inn nýja og gamla tengla. Því miður duttu aftur kommentin út meðan á lagfæringu stóð, pirrandi bloggkerfi á köflum:=(
Ég lærði þó pínulítið í HTML;-)
en mun ekki skipta aftur um bakgrunn a.m.k. ekki án aðstoðar tölvusnillings!
Takk fyrir hjálpina Jói minn, góða ferð, skemmtið ykkur vel og njótið ferðalagsins í botn :=)

Monday, July 04, 2005

Hreyfing

Er pínu stolt af mér, rölti upp og niður Úlfarsfellið í dag, eitthvað sem ég hef velt fyrir mér lengi að gera og dreif mig svo loksins í dag:-) Eftir gönguna fór ég og bráðnaði í nuddpottinum og gufunni í Breiðholtslaug, (með betri laugum að mínu mati) og endaði svo á því að vera góð við mallakútinn og fá mér kjúklingaborgara:-)
Það spillti ekki fyrir að blessuð sólin lét sjá sig en regnið tók sér frí:=)
Mæli með svona líkamsrækt þó ekki væri nema einu sinni í sumar;-)

Enn ein

helgin flogin á braut.
Fínasta djamm í gær, margir í bænum og sumir hverjir í annarlegu ástandi, undir einhvers konar áhrifum;-/
Við kíktum á Kaffi Óliver, ágætis staður og greinilega mjög vinsæll, fljótur að fyllast af fólki, fengum okkur snúning í í c.a klukkutíma, troðið á dansgólfinu, og komin röð fyrir utan þegar við fórum. Röltum niður Laugaveginn og litum stutt inn á Hressó og tókum nokkur dansspor.
Fórum heim upp úr 3, enda orðnar pínu þreyttar, sveittar og vel reyktar:=) Hmm þetta rímaði næstum því:-0
Í dag var letidagur, náði í nokkrar spólur, rak nefið inn í Kolaportið og endaði á því að fara í sund til að reyna að mýkja mig aðeins upp en það gekk ekki eins vel og ég vildi. Dásamlegt að fara í gufubaðið:=) Líður samt eins og spýtukalli með harðsperrur:-(
Gott í bili
Sandra

Saturday, July 02, 2005

Spurning dagsins

Hvort er sumar eða haust á Íslandi þessa dagana?
Dagatalið segir að það sé sumar, en veðurfarið líkist haustdögum.

Búin að skúra og ryksuga og ætla að horfa á Live 8 tónleikana á Sirkus:-)
Ég gerðist foreldri allra barna áðan;-)

Svo er stefnan tekin á djamm í kvöld, held ég sé að breytast í hálfgerða gelgju, tónleikar, búðarráp, kjafta við stelpurnar og djamm, alltaf eitthvað á hverjum degi/kvöldi;-) thíhí, gaman að þessu...

Þangað til næst...

Friday, July 01, 2005

Hiti

sviti, mannhaf, allir helstu og þekktustu gömlu, góðu slagararnir, inn á milli örfá nýrri lög, syngja sig hása og dansa með, vera með tveim frábærum vinkonum, geggjað stuð og frábær stemming, hitta vini og kunningja, sjá vel upp á sviðið og horfa á snillingana sem spiluðu nonstop í 2 tíma, og hafa nóg pláss til að dansa og dilla sér:-)
Þetta var algjört æði, ofboðslega gaman, miðinn var vel þess virði og ég er svo fegin að hafa farið og upplifað tónleika með þessari góðu og skemmtilegu hljómsveit :-)
Á eftir að lifa lengi á þessum viðburði:-)
P.s. Anna fannst þér ekki gaman:-)
Ætla að kíkja á útsölur í Smáranum og gá hvort ég finni einhverja fataleppa:-)
Heyrumst....