Thursday, July 07, 2005

Allt

í góðum málum hjá mínu fólki í Bretlandi, heyrði í þeim í dag og þau voru langt frá London og komin á gistiheimilið:=)

Mikið er þetta annars sorglegur og í raun tilgangslaus viðburður, hver svo sem ber ábyrgð á þessum voðaverkum. Fyrir utan fjölda látinna og særðra (sem er mjög sorglegt) þá varð þetta til þess að draga athyglina frá málefnum Afríku sem átti að ræða á þessum fundi. Málefni sem var efst á baugi og fékk mikila athygli hjá þjóðum heims fyrir aðeins nokkrum dögum, haldnir tónleikir, fólk hvatt til að vera heimsforeldrar og ég veit ekki hvað og hvað.
Nú hefur fundurinn væntalega snúist frá því(vandamál Afríku) yfir í að fjalla um varnir og aðgerðir gegn hryðjuverkum sem er líka svosem ágætt að leiðtogar komi sér saman um hvernig á að taka á því máli.
Ég óttast það hins vegar að öfgahópar séu ekki hættir, spurningin er frekar hvert þeir beina athyglinni næst.. Evrópa, Norðurlönd, Ameríka, Asía.....?

Já þetta er allt frekar öfugsnúið og vandmeðfarið.