Monday, July 04, 2005

Enn ein

helgin flogin á braut.
Fínasta djamm í gær, margir í bænum og sumir hverjir í annarlegu ástandi, undir einhvers konar áhrifum;-/
Við kíktum á Kaffi Óliver, ágætis staður og greinilega mjög vinsæll, fljótur að fyllast af fólki, fengum okkur snúning í í c.a klukkutíma, troðið á dansgólfinu, og komin röð fyrir utan þegar við fórum. Röltum niður Laugaveginn og litum stutt inn á Hressó og tókum nokkur dansspor.
Fórum heim upp úr 3, enda orðnar pínu þreyttar, sveittar og vel reyktar:=) Hmm þetta rímaði næstum því:-0
Í dag var letidagur, náði í nokkrar spólur, rak nefið inn í Kolaportið og endaði á því að fara í sund til að reyna að mýkja mig aðeins upp en það gekk ekki eins vel og ég vildi. Dásamlegt að fara í gufubaðið:=) Líður samt eins og spýtukalli með harðsperrur:-(
Gott í bili
Sandra