las
í blaðinu í morgun að mótmæli bílstjóra ættu kannski að hefjast um hádegið. Það varð til þess að ég fór að hugsa upp hvaða leið ég gæti farið til og frá Mosó því ég þurfti að vera mætt niður í bæ rétt eftir hádegi. Lagði því tímanlega af stað með pínu sting í hjartanu og sá fyrir mér að verða kannski föst í bænum. En sem betur fer varð ekkert úr töfum og ég komst mína leið fljótt og örugglega. Hélt mig svo bara heima við í dag, var að hugsa um að fara í sund en hætti við því ég nennti ekki að lenda í umferðarteppu, föst á milli vörubíla.
En það var gott að mótmælin fóru vel fram og engin óhöpp eða leiðindi urðu. Vona í hjarta mínu að umferðin gangi svona vel áfram og að helgin verði óhappa, slysa, nauðguna og líkamsmeiðingalaus! 7,9,13...! Þetta er flott framtak hjá femínista strákunum og ég dáist að þeim að kynna, koma á framfæri boðskap sínum og standa við markmið sín, að tala við unga drengi á umferðarstöðinni, flugvöllum, skipum og verslunarmiðstöðum og reyna að koma í veg fyrir nauðganir og fá menn til að hugsa aðeins um hegðun sína.
Hvað er fleira í fréttum? Fór á nýju myndina með Bruce Willis og líkaði vel. Ágætis afþreyingarmynd og alveg þess virði að sjá í bíó.
Var boðið í innflutningskaffi hjá vinkonu minni í vikunni, rólegt og gott hjá okkur þrem vinkonunum. Flott, björt, stór og skemmtileg íbúð í Grafarholti og þeim turtildúfunum líkar mjög vel og bíða nú í ofvæni eftir litla erfingjanum sem á að koma í heiminn í ágúst. Ég óska þeim alls hins besta og er svo ánægð hvað þeim gengur vel og eru happy :-) Hin vinkonan mín sem var líka í heimsókn var einnig happy með lífið og tilveruna í langþráðu sumarfríi og nýbúin að kaupa raðhús ásamt kærastanum sínum í Grafarvogi, draumahverfinu hennar. Ég samgleðst þeim einnig:-)
Nú er ég pínu lost því ég kláraði Harry Potter í dag og get því ekki sökkt mér og týnst í galdraheimum:-(
Bíð nú spennt eftir myndinni í haust:-)
Já, þetta er nóg af fréttum í bili, ætla að taka því rólega um helgina og dunda mér eitthvað í bænum..
Hafið það gott um helgina, keyrið varlega og gangið hægt um gleðinnar dyr!
<< Home