Sunday, July 31, 2005

Óvænt veisla

Sat í rólegheitum í sófanum og var að horfa á sjónvarpið þegar síminn hringdi rúmlega hálftvö. Í símanum var mamma sem sagði mér þær fréttir að amma og afi ættu 50 ára brúðkaupsafmæli í dag! Hún spurði hvort að ég vildi ekki koma í heimsókn upp á Eir þar sem hún amma mín býr( hún er nefnilega með Alzheimer) þar sem nokkrir ættingjar okkar ætluðu að hittast, ásamt því að afi og frændi minn voru á leið þangað nýkomnir að vestan úr sveitasælunni þar sem þeir fegðar eyða sumrinu. Að sjálfsögðu tók ég vel í það og við mæltum okkur mót um hálfþrjú. Þegar við vorum komin upp á Eir var ákveðið að fara heim til afa og ömmu og fagna afmælinu þar. Er þangað var komið var hellt upp á kaffi og veitingar sem Siggi og Vala komu með lagðar á borð. Þegar hér var komið sögu vorum við 8 manns í húsinu og hafði brúnin á afa lyfst svolítið því hann hafði ekki búist við að neinn kæmi, auk þess sem að amma var í ágætis dagsformi:-)
Eftir dálitla stund settumst við að borðum, en þá týndust ættingjarnir í hús hver á eftir öðrum. Að lokum vorum við þegar mest var tæplega 20 manns og afi orðin frekar brosmildur. Það var haft á orði að það væri nú dálítið flott og skemmtilegt að við værum öll í bænum, þ.e. þeir sem komu.. þetta er nú algjört innipúkalið;-)
Það sem var kannski skrýtnast og skondnast við þetta allt saman var að veislan var ákveðin mjög skyndilega, t.d. ætlaði afi ekki að koma í bæinn(en kom þó) og svo voru allir að hringja í alla og tilkynna um veisluna..en þetta hafðst allt á endanum ;-)
Helstu fréttirnar úr veislunni voru þær að Heiða frá Svíþjóð leit við, kom beint úr flugi að norðan og hann Júlli frændi sem dettur nú ýmislegt skondið í hug hélt öllum í hláturskasti þegar hann sagði okkur frá nýjasta uppátækinu sínu. Hann fór í prufu fyrir nýjustu Hollywoodmyndina sem á að taka upp hér á landi, og mun væntalega vera statisti og leika hermann:-), ef hann verður þá ekki klipptur út...
Við hlógum okkur vitlaus, bæði að láta sér detta þetta í hug, auk þess sem lýsingarnar á prufunni, búningum og æfingu voru alveg frábærar:=)
En hann kjaftaði samt ekki of miklu, var búinn að skrifa undir þagnareið...
En dagurinn og veislan heppnaðist mjög vel og það var gaman að geta tekið þátt í því að gleðja aðra, með nærveru, orðum og atferli..
Að lokum vil ég óska þeim heiðurshjónum hjartanlega til hamingju með daginn:-)