Gömul dagbókarskrif
Áður en ég byrjaði að setja hugsanir mínar inn á netið skrifaði ég hugleiðingar í stílabækur og hélt þannig dagbækur. Það er ágætt að glugga í þær og rifja upp hvaða pælingar voru í gangi á ákveðnum tímabilum í lífi mínu.
Langar að setja hér inn ( svona meira til gamans) hugleiðingar sem komu upp í hugann einn sumardag fyrir u.þ.b. 3 árum þegar ég var nýlega orðin kennaranemi og var að velta fyrir mér fortíð minni, nútíð og framtíð:
Það eru 20 ár síðan ég byrjaði í skóla. Hvað hef ég gert á 20 árum? Klárað grunnskóla, fór í FB, var þar í 2 1/2 ár, fór að vinna í saltfiski í 2 og 1/2 ár. Fór í FÁ, var þar í 3 ár og útskrifaðist sem stúdent. Fór til Portúgal. Vann á sambýli fyrir einhverfa í rúmlega 1 sumar. Fékk vinnu í Hagkaup í leikfangadeild, gekk ekki nógu vel og færði mig yfir á kassa, líkaði það vel, hætti þar eftir eitt ár og fór í KHÍ. Fíla það vel. Vinn sem húsvörður með skóla. Hmm, menntun í 20 ár+ skóli lífsins. Hvað græði ég á þessu? Búin að vera út og inn á vinnumarkaði í 12 ár! Sumarvinna, hlutastörf, störf allt árið, störf með og án skóla. Láglaunastörf. Enda sennilega á því að kenna börnum sömu menningu og greinar sem ég lærði fyrir 20 árum. Til hvers er þetta? Ég fer hringinn, enda þar sem ég byrjaði. Verð næstu 30-40 ár á vinnumarkaði. Mig langar að vinna við þetta. Allavegna núna. Fannst æfingakennslan mjög gaman í vetur. Kannski verður allt ómögulegt næsta vetur. Hver veit?
Listi yfir það sem ég hef unnið um ævina, ekki í réttri röð og kannski gleymist eitthvað:
Barnapössun, unglingavinna, bæjarvinna, mála og smíða, garðyrkja, lóðahreinsun, fiskvinnsla, húsvörður, kassadama, stuðningsfulltrúi, pizzasendill, póstflokkun, framkvæmd kosninga, afgreiðsla í sjoppu.
<< Home