Framhald af síðustu færslu
á þessum þremur árum sem liðin eru síðan ég skrifaði þennan pistil hef ég bætt við starfsreynslu mína og unnið á fjölbreyttum vinnustöðum, m.a. ýmisleg störf hjá Ferðafélagi Íslands, sumarstarf á leikskóla, sumarstarf á sambýli fyrir fjölfatlaða, aðstoð í eldhúsi og mötuneyti hjá öldruðum og síðast en ekki síst er ég orðin löglegur grunnskólakennari og vinn við það að kenna ungum börnum:=)
En hvort ég muni kenna samfleytt næstu 30 árin.. það mun tíminn leiða í ljós;-)
En að öðrum málefnum..
Nú er fólkið mitt að koma frá Bretlandi í kvöld, og aðrir fjölskyldumeðlimir einnig að koma í hús, einn að koma utan að landi og annar að koma í land. Nú svo á ég víst afmæli á fimmtudaginn og verð með heitt á könnunni ef ykkur langar að kíkja í kaffi og meðþví. Þannig að þegar þetta er allt lagt saman sé ég fram á fullt hús af vinum og vandamönnum næstu daga:=)
Kveð í bili...
<< Home