Wednesday, August 23, 2006

hitt og þetta

Halló kæru vinir.
Það er allt mjög gott að frétta af mér.
Byrjaði að vinna í seinustu viku við að undirbúa veturinn með nýjan samstarfskennara mér við hlið. Það samstarf gengur mjög vel og smullum við fljótlega saman, allt gekk eins og smurt og er ég mjög ánægð með það:-)
Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir vetrinum og starfið leggst vel í mig;-)
Í gær og dag voru svo foreldra og nemendaviðtölin og gengu þau ljómandi vel. Það var gaman að hitta loksins litlu krílin og bjóða þau velkomin í skólann;-)
Sum þeirra voru feimin og ríghéldu í hendina á mömmu og pabba, en önnur voru alveg tilbúin að byrja í skólanum og mættu með nýju flottu skólatöskuna:-)
Á morgun og föstudag hefst skólastarfið á svokölluðum haustdögum þar sem áhersla verður á útiveru og útikennslu. Munum við m.a. fara í fjöruferð, skoða skólalóðina og fara í útileiki, í bland við innikennslu og föndurverkefni:-)

En ég hef nú líka dundað við fleira en að vera í skólanum:-)
Á Menningarnótt kíktum við aðeins niður í miðbæ, röltum niður Laugaveginn, og löbbuðum á Sæbrautinni til að horfa á flugeldasýningu. Það var nú dálítið skrýtið og skemmtilegt að ganga svona á miðri dimmri Sæbrautinni þar sem engir bílar voru á ferð ásamt þúsundum annarra:-)
Það er nú ekki á hverjum degi sem hægt er að labba þessa götu..

Á sunnudeginum fór ég á kaffihús með henni Elínu minni þar sem við röbbuðum heilmikið og kíktum svo í Kolaportið. Síðan keyrði ég hana heim og kvaddi hana þar sem hún var að fara aftur til Finnlands daginn eftir;-#

Í gær fór ég svo á fjörugan og fræðandi umræðufund í hverfinu mínu :-)

Leiðsögn dagsins er um Gongyo:
23. janúar

Sem iðkendur Búddhisma Daishonins förum við á fætur á morgnana og gerum gongyo. Sumir gera þetta kannski með nokkurri tregðu! En engu að síður, að gera gongyo er í sjálfu sér stórkostleg og göfug athöfn. Gongyo er hátíðleg athöfn þar sem við horfum út og yfir alheiminn. Það er samræða við alheiminn.
Ikeda

Læt þetta nægja í bili..
Sandra

Sunday, August 13, 2006

Helgin

Já, þetta hafa verið viðburðarríkir dagar undanfarið.
Var að þvælast um og útrétta í bænum á fimmtudaginn, fór svo í ræktina og hamaðist í tækjunum, fór svo og fékk mér að borða og endaði daginn á því að fara í 7 bíó á Miami Vice með Heiði vinkonu minni:-)

Föstudagurinn var svipaður, útréttingar og notalegheit, m.a. að kaupa afmælisgjöf, kom svo rétt aðeins heim og þótt ég væri þreytt og löt dreif ég mig samt aftur í ræktina og fór á hlaupbrettið og Orbitektækið, svo í gufu og heim. Þegar ég var búin í leikfimi sá ég SMS á símanum frá henni Elínu vinkonu minni sem býr í Finnlandi, en var svo sæt að láta mig vita að hún væri komin heim í nokkra daga. Hringdi ég því strax til baka en hún var þá ekki heima svo ég fór heim en fljótlega hringdi síminn og ég náði í skvísuna og bauð henni hingað heim í kaffi, spjall og hitting:-)
Við vorum í c.a. tvo tíma í góðum fíling og svo skutlaði ég henni heim.
Við ákváðum svo hittast hjá Hlemmi daginn eftir og fylgjast með Gay Pride.

Í gær fór ég svo í glæsilegu gleðigönguna:-)
Ég kom snemma og náði því að horfa á alla gönguna frá byrjun og taka fullt af myndum.
Þetta var nú allt saman fínt og flott en það sem stóð uppúr var vagninn með frábæru, flottu og stoltu búddistunum, m.a. Haukur, Skjöldur, Eyrún, Siggi og fleiri búddistar:-)
Þegar skrúðgangan var komin framhjá slógumst við í för með þeim, ég, Elín, Ágústa og Nikulás :-)
Ég hitti fullt af frábæru fólki sem ég þekki hingað og þangað í gegnum árin:-)
Má þar nefna: Ágústu frænku og Nikulás sem svaf í gengum allan hávaðann, Elínu, Gulla, nokkra fyrrverandi skólafélaga, núverandi samstarfsfélaga, litlu krúttin sem ég hef kennt, fyrrum kórfélaga, nokkra búddista og svo mætti lengi telja:-)
Horfði aðeins á skemmtiatriðin en fór að labba að stað í bílinn um 4 leytið enda orðin pínu lúin og átti eftir að hvíla mig, fá mér að borða og taka mig til fyrir afmælið seinna um kvöldið. Var komin heim um 5, og fór svo í afmælið hjá Heiði klukkan rúmlega 8. Þetta var fínasta partý, allt í rólegheitum framanaf, ég, Gyða og Heiður í góðu spjalli og svo komu nokkrar gellur í viðbót;-)
Skelltum okkur svo að sjálfsögðu í bæinn uppúr miðnætti í dansfíling :-)
Fórum á Thorvaldssenbar og tjúttuðum þar í tæpa 2 tíma í góðu stuði, miklum hita og svita og svo var haldið heim á leið:-)

Takk takk, þið yndislega fólk sem ég hitti og var með um helgina, fyrir samtölin, samveruna, og góðu stundirnar:-)

Aðeins að öðru máli: ég var nú eitthvað utan við mig um daginn og misritaði sjúkdómsgreininguna hjá mér;-)
Ég er með iðraólgu en ekki iðrabólgu..
Svona getur maður verið fljótfær á lyklaborið stundum:-)

Leiðsögn dagsins er stutt, kjarnyrt og umhugsunarverð:

Að muna vel eftir ýmsu varðandi einstakling ber vitni um umhyggju og samúð. Gleymni leiðir í ljós skort á umhyggju, skort á ábyrgð.
Ikeda

Megið þið eiga góða viku :-)
Sandra

Thursday, August 10, 2006

Magaspeglun og kertafleyting

Byrjaði gærdaginn eldsnemma á því að fara í magaspeglun. Tók leigubíl niður á spítala, fór í móttökuna, þurfti að bíða smástund og lagðist svo á bekkinn. Fékk mjög bragðvont deyfiefni fyrir hálsinn og var svo sprautuð í handlegginn með kæruleysissprautu. Rankaði svo við mér einum og hálfum tíma seinna á bekknum með tjaldhengi allt í kring:-)

Semsagt, ég steinsofnaði um leið og þau voru búin að sprauta mig, svaf í gengum alla skoðunina og einhvern tíma eftir það. Mjög auðveld skoðun hjá mér:-)
Talaði við lækninn og fékk að vita hvað hefur verið að angra mig;-)
Þetta er mjög algengur krankleiki sem hrjáir marga, sérstaklega konur á aldrinum 20-50 ára og heitir: iðrabólga og ristilkrampi..
Var vönkuð og riðaði smá þegar ég fór út á bílastæði og hringdi á sama leigubíl og ég hafði komið með, bílstjórinn gaf mér nefnilega nafnspjald og var það mjög þægilegt að geta hringt í hann aftur:-)
Sofnaði þegar ég kom heim og horfði svo á vidjó um daginn.

Fór svo á kertafleytinguna í gærkveldi. Var komin niður á Tjörn um 22:00, tók að mér að selja kerti og gekk það ljómandi vel, seldi mikið á stuttum tíma og voru kertin orðin uppseld um það leyti þegar dagskráin hófst:-)
Hitti marga sem ég þekkti, m.a. skólafélaga úr Kennó, stelpu sem var að vinna með mér á sambýli og marga búddista. Einnig hitti ég Edda,(hann var hálfgerður heimalingur hjá okkur á tímabili á árum áður), Jóa og Láru, mömmu og fullt af öðru góðu fólki:-)
Það var góð mæting, veðrið var gott, hætt að rigna og var yndislegt að sjá svona marga með logandi kerti, og sýna samhug í verki:-)
Notalegt að standa í rökkrinu, spjalla, horfa á, og fleyta kerti á Tjörninni ásamt hundruðum annarra:-)

Leiðsögn dagsins er í takt við gærkvöldið og ástand mála í heiminum í dag.

10. febrúar
Kosen-rufu er hinn æðsta leið, hin gullna braut sem liggur gegnum Síðari daga Lögmálsins inn í eilífa framtíð. Höldum áfram djörf og ótrauð eftir þessum vegi eins og Nichiren Daishonin kennir. Þetta er leiðin sem liggur til varanlegs heimsfriðar. Ef við útbreiðum ekki lögmál og hugmyndir Búddhisma Daishonins um víða veröld, þá er ekki nein von um varanlegan frið eða hamingju mannkyns.
Ikeda

Er nú að fara að kyrja og sendi ykkur öllum daimaku:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó.

Sunday, August 06, 2006

Á ferðalagi

Mikið rosalega er fallegt landslag í Krýsuvík og á leiðinni til Grindavíkur, svo ekki sé talað um Nesjavallasvæðið:-)
Fór á alla þessa staði í gær og það var alveg yndislegt, frábært og geggjað að keyra um í rólegheitum á malarvegi í miðju hrauninu, villtist aðeins fyrst og keyrði "leyniveg" fyrir ofan Hafnarfjörð framhjá Kaldaárseli? og í gengum mjög flott svæði og lenti svo á veginum til Krýsivíkur, stoppa og taka myndir, horfa út um gluggann í allar áttir og stoppa á hverasvæðinu í Krýsuvík í smá rigningu:-)
Halda svo áfram, koma að gatnamótum og keyra áfram í átt til Grindavíkur í rólegheitum á malarvegi í miðju hrauninu, stoppa á Lukkuláka í Grindavík og fá sér kaffi:-)
Lenda svo allt í einu í hraðanum á Keflavíkurvegi, koma í bæinn og droppa inn óvænt í heimsókn og bjóða viðkomandi með í bíltúr á Nesjavelli, og svo smá kaffisopa hér heima, skutla viðkomandi heim og hlamma sér svo þreytt og svöng í sófann, fá sér að borða og horfa á spólu:-)
Sem sagt, mjög skemmtilegur og fallegur dagur þar sem ég upplifði sumt nýtt og fór nýjar slóðir og vegi sem er frábært að uppgötva:-)

Dagskráin framundan er á þessa leið:
Á morgun, letipúkast, en ef veður er gott þá fer ég kannski í gönguferð:-)
Hverfisfundur á þriðjudagskvöld, magaspeglun á miðvikudagsmorgun, kertafleyting á miðvikudagskvöld, bíóferð á fimmtudag Miami Vice, takke för:-)
Veit ekki með föstudag og afmælispartý og djamm á laugardag:-)
og mánudag..VINNA;-)

Já, nú er sumarfríinu mínu að ljúka og allt að komast í rútínu aftur;-)

Leiðsögn dagsins er svohljóðandi:
SGI President Ikeda's Daily Encouragement for August 6

Youth, and indeed life itself, flashes by in the blink of an eye. That is why it is important for you to ask yourselves what you can do for those who are suffering, what you can do to resolve the mournful contradictions that plague society, and boldly take on these great challenges without shunning the problems and difficulties you will inevitably face.
Ikeda

Góðar stundir
Inniletipúkinn:-)

Saturday, August 05, 2006

Íbúðin

var orðin svo rykug að ég þoldi ekki lengur við og tók hreinsunarátak:-)
Hef nefnilega ekki nennt því undanfarna viku..
Ryksugaði og skúraði og er alveg rennisveitt og heitt;-)
Veðrið er allt íeinu orðið svo fínt og heitt og þurrt og ætla ég því að skella mér í smá bíltúr..
Fer væntanlega út í Krýsuvík og í gengum Bláfjallaveg, hef ekki komið þangað í mörg ár og því tími til komin að fara;-)
Hafið það gott um helgina hvar sem þið eruð og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
Með von um stórslysalausa og fallega helgi hjá okkur öllum..

Leiðsögn dagsins fjallar m.a. um að fá bænir og óskir upfylltar:
Með tímanum, vex barnið upp og verður fulllorðið. Lítið tré mun að lokum verða að stóru tré. Á sama hátt, og ávinningur Gohonzon mun ekki vera augljós í dag eða á morgun, eins milliliðalaust og yfirgripsmikil umskipti. Samt sem áður í samræmi við þau grundvallaratriði að öðlast uppljómun í þessu lífi, mun hver einasta bæn verða uppfyllt í þessu lífi.
Ikeda

Wednesday, August 02, 2006

Er að bráðna

í þessum hita:-)
Lá eins og skata í sólbaði í gær og reyndi svo að fara í bíltúr en það var eiginlega of heitt til þess.
Jói og Lára komu í grillmat í gær, grilluðum hrefnukjöt namminamm og lambakjöt og fullt af meðlæti og ég var alveg að springa úr ofáti:-)
Fór svo inn í Hafnarfjörð til að hjálpa vinkonu minni að flytja.

Ég hef átt við þrálát magavandamál að etja undanfarið og bað því lækninn minn um að fá að fara í rannsóknir til að reyna að finna eitthvað út út þessu. Fékk tíma í röntgenómskoðun í morgun (lifur, bris, gallvegir) og það gekk allt vel. Skrýtið að sjá innyflin í sér á tölvuskjá;-)
Eftir skoðnunina var ég orðin glorhungruð og kaffiþyrst enda búin að fasta frá miðnætti. Dreif mig því á kaffihús, og rölti svo aðeins um miðbæinn til að hengja upp auglýsingar um kertafleytinguna. Að því loknu keyrði ég upp í Grafavog, Grafarholt og Mosó í sama tilgangi, fór m.a. í kirkjur, skóla, sundlaugar, verslanir og bókasöfn:-)
Þegar ég var næstum búin að þessu og á leiðinni heim í mat með girnilega heita Subway samloku í poka sá ég mér til skelfingar að annað afturdekkið var orðin nær loftlaust og greinlega sprungið;-(
Sem betur fer var ég mjög nálægt dekkjaverkstæði, dreif mig þangað og komst strax að, og þeir redduðu þessu fyrir fljótt og vel fyrir mig:-)
Það var stórt járnstykki í dekkinu og ég þakka bara fyrir að það hafi ekki hvellsprungið á bílnum!
Er nú aftur komin í sólarbað og ætla að liggja aðeins lengur og klára að hengja upp á eftir.. er í letikasti núna:-)