Thursday, August 10, 2006

Magaspeglun og kertafleyting

Byrjaði gærdaginn eldsnemma á því að fara í magaspeglun. Tók leigubíl niður á spítala, fór í móttökuna, þurfti að bíða smástund og lagðist svo á bekkinn. Fékk mjög bragðvont deyfiefni fyrir hálsinn og var svo sprautuð í handlegginn með kæruleysissprautu. Rankaði svo við mér einum og hálfum tíma seinna á bekknum með tjaldhengi allt í kring:-)

Semsagt, ég steinsofnaði um leið og þau voru búin að sprauta mig, svaf í gengum alla skoðunina og einhvern tíma eftir það. Mjög auðveld skoðun hjá mér:-)
Talaði við lækninn og fékk að vita hvað hefur verið að angra mig;-)
Þetta er mjög algengur krankleiki sem hrjáir marga, sérstaklega konur á aldrinum 20-50 ára og heitir: iðrabólga og ristilkrampi..
Var vönkuð og riðaði smá þegar ég fór út á bílastæði og hringdi á sama leigubíl og ég hafði komið með, bílstjórinn gaf mér nefnilega nafnspjald og var það mjög þægilegt að geta hringt í hann aftur:-)
Sofnaði þegar ég kom heim og horfði svo á vidjó um daginn.

Fór svo á kertafleytinguna í gærkveldi. Var komin niður á Tjörn um 22:00, tók að mér að selja kerti og gekk það ljómandi vel, seldi mikið á stuttum tíma og voru kertin orðin uppseld um það leyti þegar dagskráin hófst:-)
Hitti marga sem ég þekkti, m.a. skólafélaga úr Kennó, stelpu sem var að vinna með mér á sambýli og marga búddista. Einnig hitti ég Edda,(hann var hálfgerður heimalingur hjá okkur á tímabili á árum áður), Jóa og Láru, mömmu og fullt af öðru góðu fólki:-)
Það var góð mæting, veðrið var gott, hætt að rigna og var yndislegt að sjá svona marga með logandi kerti, og sýna samhug í verki:-)
Notalegt að standa í rökkrinu, spjalla, horfa á, og fleyta kerti á Tjörninni ásamt hundruðum annarra:-)

Leiðsögn dagsins er í takt við gærkvöldið og ástand mála í heiminum í dag.

10. febrúar
Kosen-rufu er hinn æðsta leið, hin gullna braut sem liggur gegnum Síðari daga Lögmálsins inn í eilífa framtíð. Höldum áfram djörf og ótrauð eftir þessum vegi eins og Nichiren Daishonin kennir. Þetta er leiðin sem liggur til varanlegs heimsfriðar. Ef við útbreiðum ekki lögmál og hugmyndir Búddhisma Daishonins um víða veröld, þá er ekki nein von um varanlegan frið eða hamingju mannkyns.
Ikeda

Er nú að fara að kyrja og sendi ykkur öllum daimaku:-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó.