hitt og þetta
Halló kæru vinir.
Það er allt mjög gott að frétta af mér.
Byrjaði að vinna í seinustu viku við að undirbúa veturinn með nýjan samstarfskennara mér við hlið. Það samstarf gengur mjög vel og smullum við fljótlega saman, allt gekk eins og smurt og er ég mjög ánægð með það:-)
Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir vetrinum og starfið leggst vel í mig;-)
Í gær og dag voru svo foreldra og nemendaviðtölin og gengu þau ljómandi vel. Það var gaman að hitta loksins litlu krílin og bjóða þau velkomin í skólann;-)
Sum þeirra voru feimin og ríghéldu í hendina á mömmu og pabba, en önnur voru alveg tilbúin að byrja í skólanum og mættu með nýju flottu skólatöskuna:-)
Á morgun og föstudag hefst skólastarfið á svokölluðum haustdögum þar sem áhersla verður á útiveru og útikennslu. Munum við m.a. fara í fjöruferð, skoða skólalóðina og fara í útileiki, í bland við innikennslu og föndurverkefni:-)
En ég hef nú líka dundað við fleira en að vera í skólanum:-)
Á Menningarnótt kíktum við aðeins niður í miðbæ, röltum niður Laugaveginn, og löbbuðum á Sæbrautinni til að horfa á flugeldasýningu. Það var nú dálítið skrýtið og skemmtilegt að ganga svona á miðri dimmri Sæbrautinni þar sem engir bílar voru á ferð ásamt þúsundum annarra:-)
Það er nú ekki á hverjum degi sem hægt er að labba þessa götu..
Á sunnudeginum fór ég á kaffihús með henni Elínu minni þar sem við röbbuðum heilmikið og kíktum svo í Kolaportið. Síðan keyrði ég hana heim og kvaddi hana þar sem hún var að fara aftur til Finnlands daginn eftir;-#
Í gær fór ég svo á fjörugan og fræðandi umræðufund í hverfinu mínu :-)
Leiðsögn dagsins er um Gongyo:
23. janúar
Sem iðkendur Búddhisma Daishonins förum við á fætur á morgnana og gerum gongyo. Sumir gera þetta kannski með nokkurri tregðu! En engu að síður, að gera gongyo er í sjálfu sér stórkostleg og göfug athöfn. Gongyo er hátíðleg athöfn þar sem við horfum út og yfir alheiminn. Það er samræða við alheiminn.
Ikeda
Læt þetta nægja í bili..
Sandra
<< Home