Sunday, August 13, 2006

Helgin

Já, þetta hafa verið viðburðarríkir dagar undanfarið.
Var að þvælast um og útrétta í bænum á fimmtudaginn, fór svo í ræktina og hamaðist í tækjunum, fór svo og fékk mér að borða og endaði daginn á því að fara í 7 bíó á Miami Vice með Heiði vinkonu minni:-)

Föstudagurinn var svipaður, útréttingar og notalegheit, m.a. að kaupa afmælisgjöf, kom svo rétt aðeins heim og þótt ég væri þreytt og löt dreif ég mig samt aftur í ræktina og fór á hlaupbrettið og Orbitektækið, svo í gufu og heim. Þegar ég var búin í leikfimi sá ég SMS á símanum frá henni Elínu vinkonu minni sem býr í Finnlandi, en var svo sæt að láta mig vita að hún væri komin heim í nokkra daga. Hringdi ég því strax til baka en hún var þá ekki heima svo ég fór heim en fljótlega hringdi síminn og ég náði í skvísuna og bauð henni hingað heim í kaffi, spjall og hitting:-)
Við vorum í c.a. tvo tíma í góðum fíling og svo skutlaði ég henni heim.
Við ákváðum svo hittast hjá Hlemmi daginn eftir og fylgjast með Gay Pride.

Í gær fór ég svo í glæsilegu gleðigönguna:-)
Ég kom snemma og náði því að horfa á alla gönguna frá byrjun og taka fullt af myndum.
Þetta var nú allt saman fínt og flott en það sem stóð uppúr var vagninn með frábæru, flottu og stoltu búddistunum, m.a. Haukur, Skjöldur, Eyrún, Siggi og fleiri búddistar:-)
Þegar skrúðgangan var komin framhjá slógumst við í för með þeim, ég, Elín, Ágústa og Nikulás :-)
Ég hitti fullt af frábæru fólki sem ég þekki hingað og þangað í gegnum árin:-)
Má þar nefna: Ágústu frænku og Nikulás sem svaf í gengum allan hávaðann, Elínu, Gulla, nokkra fyrrverandi skólafélaga, núverandi samstarfsfélaga, litlu krúttin sem ég hef kennt, fyrrum kórfélaga, nokkra búddista og svo mætti lengi telja:-)
Horfði aðeins á skemmtiatriðin en fór að labba að stað í bílinn um 4 leytið enda orðin pínu lúin og átti eftir að hvíla mig, fá mér að borða og taka mig til fyrir afmælið seinna um kvöldið. Var komin heim um 5, og fór svo í afmælið hjá Heiði klukkan rúmlega 8. Þetta var fínasta partý, allt í rólegheitum framanaf, ég, Gyða og Heiður í góðu spjalli og svo komu nokkrar gellur í viðbót;-)
Skelltum okkur svo að sjálfsögðu í bæinn uppúr miðnætti í dansfíling :-)
Fórum á Thorvaldssenbar og tjúttuðum þar í tæpa 2 tíma í góðu stuði, miklum hita og svita og svo var haldið heim á leið:-)

Takk takk, þið yndislega fólk sem ég hitti og var með um helgina, fyrir samtölin, samveruna, og góðu stundirnar:-)

Aðeins að öðru máli: ég var nú eitthvað utan við mig um daginn og misritaði sjúkdómsgreininguna hjá mér;-)
Ég er með iðraólgu en ekki iðrabólgu..
Svona getur maður verið fljótfær á lyklaborið stundum:-)

Leiðsögn dagsins er stutt, kjarnyrt og umhugsunarverð:

Að muna vel eftir ýmsu varðandi einstakling ber vitni um umhyggju og samúð. Gleymni leiðir í ljós skort á umhyggju, skort á ábyrgð.
Ikeda

Megið þið eiga góða viku :-)
Sandra