Wednesday, August 02, 2006

Er að bráðna

í þessum hita:-)
Lá eins og skata í sólbaði í gær og reyndi svo að fara í bíltúr en það var eiginlega of heitt til þess.
Jói og Lára komu í grillmat í gær, grilluðum hrefnukjöt namminamm og lambakjöt og fullt af meðlæti og ég var alveg að springa úr ofáti:-)
Fór svo inn í Hafnarfjörð til að hjálpa vinkonu minni að flytja.

Ég hef átt við þrálát magavandamál að etja undanfarið og bað því lækninn minn um að fá að fara í rannsóknir til að reyna að finna eitthvað út út þessu. Fékk tíma í röntgenómskoðun í morgun (lifur, bris, gallvegir) og það gekk allt vel. Skrýtið að sjá innyflin í sér á tölvuskjá;-)
Eftir skoðnunina var ég orðin glorhungruð og kaffiþyrst enda búin að fasta frá miðnætti. Dreif mig því á kaffihús, og rölti svo aðeins um miðbæinn til að hengja upp auglýsingar um kertafleytinguna. Að því loknu keyrði ég upp í Grafavog, Grafarholt og Mosó í sama tilgangi, fór m.a. í kirkjur, skóla, sundlaugar, verslanir og bókasöfn:-)
Þegar ég var næstum búin að þessu og á leiðinni heim í mat með girnilega heita Subway samloku í poka sá ég mér til skelfingar að annað afturdekkið var orðin nær loftlaust og greinlega sprungið;-(
Sem betur fer var ég mjög nálægt dekkjaverkstæði, dreif mig þangað og komst strax að, og þeir redduðu þessu fyrir fljótt og vel fyrir mig:-)
Það var stórt járnstykki í dekkinu og ég þakka bara fyrir að það hafi ekki hvellsprungið á bílnum!
Er nú aftur komin í sólarbað og ætla að liggja aðeins lengur og klára að hengja upp á eftir.. er í letikasti núna:-)