Á ferðalagi
Mikið rosalega er fallegt landslag í Krýsuvík og á leiðinni til Grindavíkur, svo ekki sé talað um Nesjavallasvæðið:-)
Fór á alla þessa staði í gær og það var alveg yndislegt, frábært og geggjað að keyra um í rólegheitum á malarvegi í miðju hrauninu, villtist aðeins fyrst og keyrði "leyniveg" fyrir ofan Hafnarfjörð framhjá Kaldaárseli? og í gengum mjög flott svæði og lenti svo á veginum til Krýsivíkur, stoppa og taka myndir, horfa út um gluggann í allar áttir og stoppa á hverasvæðinu í Krýsuvík í smá rigningu:-)
Halda svo áfram, koma að gatnamótum og keyra áfram í átt til Grindavíkur í rólegheitum á malarvegi í miðju hrauninu, stoppa á Lukkuláka í Grindavík og fá sér kaffi:-)
Lenda svo allt í einu í hraðanum á Keflavíkurvegi, koma í bæinn og droppa inn óvænt í heimsókn og bjóða viðkomandi með í bíltúr á Nesjavelli, og svo smá kaffisopa hér heima, skutla viðkomandi heim og hlamma sér svo þreytt og svöng í sófann, fá sér að borða og horfa á spólu:-)
Sem sagt, mjög skemmtilegur og fallegur dagur þar sem ég upplifði sumt nýtt og fór nýjar slóðir og vegi sem er frábært að uppgötva:-)
Dagskráin framundan er á þessa leið:
Á morgun, letipúkast, en ef veður er gott þá fer ég kannski í gönguferð:-)
Hverfisfundur á þriðjudagskvöld, magaspeglun á miðvikudagsmorgun, kertafleyting á miðvikudagskvöld, bíóferð á fimmtudag Miami Vice, takke för:-)
Veit ekki með föstudag og afmælispartý og djamm á laugardag:-)
og mánudag..VINNA;-)
Já, nú er sumarfríinu mínu að ljúka og allt að komast í rútínu aftur;-)
Leiðsögn dagsins er svohljóðandi:
SGI President Ikeda's Daily Encouragement for August 6
Youth, and indeed life itself, flashes by in the blink of an eye. That is why it is important for you to ask yourselves what you can do for those who are suffering, what you can do to resolve the mournful contradictions that plague society, and boldly take on these great challenges without shunning the problems and difficulties you will inevitably face.
Ikeda
Góðar stundir
Inniletipúkinn:-)
<< Home