Þá er ég formlega komin í sumarfrí eftir lærdómsríkan, skemmtilegan og viðburðarríkan vetur:-)
Kvaddi krílin mín í vikunni og afhenti þeim sinn fyrsta skólavitnisburð. Þau gáfu okkur blóm, falleg kort og sæta englastyttu, allt voða krúttlegt:-) Varð dálítið meyr þessa kveðjustund vitandi það að ég verð ekki með þeim næsta vetur, en við ákváðum af margvíslegum ástæðum að sleppa því að tilkynna krökkunum og foreldrum það núna.
Næsti vetur verður hálfgerð áskorun fyrir mig og mjög spennandi þar sem mikið mun reyna á hæfileika mína sem "stjórnanda" og að leiðbeina öðrum í starfi því að ég mun taka við nýjum krílum í 1. bekk og fá samstarfskennara sem er (eftir því sem ég best veit) að hefja sinn kennsluferil;-)
Ég hlakka mikið til og er þegar byrjuð að undirbúa haustið, á til mikið af námsefninu sem við notum og tilbúna kennsluáætlun, þarf aðeins að ljósrita, lagfæra og breyta sumu og get nú einbeitt mér enn frekar að kennslunni og hlúð betur að börnunum og leiðbeint samstarfskennaranum:-)
Á föstudaginn var seinasti formlegi vinnudagur kennara og við slúttuðum önninni með óvissuferð;-) Lögðum af stað um 4 leytið og komum heim rétt eftir miðnætti.
Ferðin heppnaðist mjög vel og ég skemmti mér vel. Við fórum til Eyrarbakka, Stokkseyrar og Þorlákshafnar og það var gaman að koma þangað. Við fórum í leiki í fjörunni og hlógum okkur máttlaus, stoppuðum á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn þar sem ein okkar tók áskorun og stökk í sjóinn! algjör hetja, kíktum í sundlaugina á Stokkseyri og enduðum svo á veitingahúsinu Föruborðinu á Stokkseyri:-)
Í tilefni af afmælinu mínu í sumar gáfu vinnufélagarnir mínir mér falleg blóm og gjafakort í Kringluna áður en við fórum í ferðina:-) Mér þykir vænt um að hafa fengið þessa gjöf.
Er búin að hafa það gott undanfarna daga, dundað mér og haft nóg fyrir stafni. T.d. komst ég loksins í danstíma eftir 3 vikna hlé um daginn og það var alveg dásamlegt:-)
Er búin að fara tvisvar í bíó:
Da Vinci Code, hún var ágæt, búin að lesa bókina sem hjálpar til við að skilja söguþráðinn og gaman að sjá umhverfið og listasafnið, mjög töff umgjörð:-)
Fór svo á stórslysaskipamyndina í gær, ekkert varið í hana, frekar léleg..
Naut þess að sofa út í gær og dag, er nú komin í sumarfrí:-)
Ætla reyndar að kíkja í vinnuna á morgun, þarf að klára að ganga frá ákveðnu máli, og fer svo til tannsa ..
Gullkorn dagsins er stutt en stendur alltaf fyrir sínu:
Vinir eru dýrmætari en gull.
(höf. ókunnugur)
Njótið komandi viku:-)