Túristi í Reykjavík
Veðrið var svo gott í dag, sól og hiti að ég gat bara ekki hangið inni. Ég ákvað því að fara í túristaleik niðri í miðbæ:-)
Byrjaði ferðalagið á því að keyra niður að Hallgrímskirkju og leggja bílnum þar. Fór inn í kirkjuna þar sem hún var opin og sá pípuorgelið í fyrsta sinn. Horfði upp eftir því á veggnum fyrir ofan anddyrið. Það er ekkert smá fallegt og stórt! Mæli með því að þið skoðið það með eigin augum:-)
Rölti svo í rólegheitum niður Laugaveginn en varð fyrir smá vonbrigðum þar sem sólin skein ekki þar og ég eingöngu í pilsi og á peysunni;-0
En það slapp nú allt saman. Endaði í Kolaportinu og fór hringinn. Það var dálítið skrýtin stemming þar, götutónlistarmaðurinn sem er stundum að spila næturlangt um helgar fyrir utan Hressó var rétt fyrir innan dyrnar og spilaði og söng ameríska slagara af hjartans lyst:-)
Í kaffihorninu var messa og jesúsöngvar í fullum gangi á sama tíma. Jamm þetta var skrýtin hljóðblanda:-)
Eftir Kolaportshringinn labbaði ég upp á Skólavörðustíg og á leiðinni hitti ég m.a. gamlan skólafélaga, fyrrverandi samstarfsfélaga, nemanda og núverandi samstarfskennara. Var svo orðin kaffiþyrst og kíkti inn á Mokka. Þar hitti ég búddista sem ég kannaðist við og spjölluðum við góða stund um lífið, tilveruna og að sjálfsögðu trúna og hvernig þetta hefur hjálpað okkur í daglega lífinu:-)
Eftir góðan göngutúr og útiveru ákvað ég að koma við í blómabúð og kaupa sumarblóm til að setja á leiðið hennar ömmu minnar. Endaði bæjarrúntinn uppi í kirkjugarði og plantaði blóminu:-)
Nóg af fréttum í bili
Sandra sumarbarn:-)