Sunday, April 30, 2006

Túristi í Reykjavík

Veðrið var svo gott í dag, sól og hiti að ég gat bara ekki hangið inni. Ég ákvað því að fara í túristaleik niðri í miðbæ:-)
Byrjaði ferðalagið á því að keyra niður að Hallgrímskirkju og leggja bílnum þar. Fór inn í kirkjuna þar sem hún var opin og sá pípuorgelið í fyrsta sinn. Horfði upp eftir því á veggnum fyrir ofan anddyrið. Það er ekkert smá fallegt og stórt! Mæli með því að þið skoðið það með eigin augum:-)
Rölti svo í rólegheitum niður Laugaveginn en varð fyrir smá vonbrigðum þar sem sólin skein ekki þar og ég eingöngu í pilsi og á peysunni;-0
En það slapp nú allt saman. Endaði í Kolaportinu og fór hringinn. Það var dálítið skrýtin stemming þar, götutónlistarmaðurinn sem er stundum að spila næturlangt um helgar fyrir utan Hressó var rétt fyrir innan dyrnar og spilaði og söng ameríska slagara af hjartans lyst:-)
Í kaffihorninu var messa og jesúsöngvar í fullum gangi á sama tíma. Jamm þetta var skrýtin hljóðblanda:-)
Eftir Kolaportshringinn labbaði ég upp á Skólavörðustíg og á leiðinni hitti ég m.a. gamlan skólafélaga, fyrrverandi samstarfsfélaga, nemanda og núverandi samstarfskennara. Var svo orðin kaffiþyrst og kíkti inn á Mokka. Þar hitti ég búddista sem ég kannaðist við og spjölluðum við góða stund um lífið, tilveruna og að sjálfsögðu trúna og hvernig þetta hefur hjálpað okkur í daglega lífinu:-)
Eftir góðan göngutúr og útiveru ákvað ég að koma við í blómabúð og kaupa sumarblóm til að setja á leiðið hennar ömmu minnar. Endaði bæjarrúntinn uppi í kirkjugarði og plantaði blóminu:-)
Nóg af fréttum í bili
Sandra sumarbarn:-)

gullkorn og leiðsagnir

er að hugsa um að setja hér inn (helst á hverjum degi) falleg gullkorn um lífið og tilveruna eða leiðsagnir sem við búddistarnir notum mikið á fundum og í daglega lífinu:-)
Leiðsagnirnar eru teknar úr bókinni: Fyrir daginn í dag og morgundaginn (For Today and Tomorrow) eftir Daisaku Ikeda forseta SGI.
Leiðsögnin sem ég set hér inn þarf ekki endilega að vera merkt viðkomandi degi eins og þið sjáið í dag:-)

Leiðsögnin sem þið fáið að heyra í dag er svohljóðandi.

27. janúar 2002
Þýðingarmikið er að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi. Sá styrkur, viska og glaðværð sem fylgir slíku viðhorfi leiðir til hamingju. Að sjá allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðvildar þýðir hins vegar ekki að vera heimskulega trúgjarn eða að láta fólk komast upp með að misnota góðvilja okkar. Það táknar að hafa visku og skarpskyggni til að beina þróuninni í jákvæða átt með því að sjá hlutina í björtu ljósi, en beina þó sjónum okkar stöðugt að raunveruleikann.
Ikeda

Saturday, April 29, 2006

Geggjað

að geta farið í danstíma og losað vel um mjaðmir og mjóbak. Það er akkurat það sem ég þarf:-)
Salsa, jassballet, fönk, afró, diskó, hiphop og mambó:-)
skemmtilegir og fjölbreyttir tímar í Worldclass sem eru kallaðir Dirty dancing:-) úllala,
fæ líka mikla brennslu og hreyfingu og fara svo í gufu og láta líða úr sér.
þegar heim var komið eftir tímann í gær var ég samt alveg að sofna og fór snemma að sofa, gat bara ekki haldið mér vakandi lengur eftir langan og skemmtilegan dag.
Vorum í útikennslu, umhverfisvernd, týndum rusl og lékum okkur í góða veðrinu eftir hádegi í gær:-)
Svo er bara rigning og rok í dag:-(
Hvað á þetta eiginlega að þýða?
Kveð í bili.
Njótið löngu helgarinnar:-)

Thursday, April 20, 2006

Yndislegur dagur að kveldi komin

Hitti loks systkini mín sem búa í Noregi í dag:-)
þar sem þau eru búin að vera í heimsókn á Íslandi í þónokkra daga og fara heim á morgun.
Ég hef ekki séð þau í 3 ár og því var mjög gaman og dásamlegt að hitta snúllurnar í dag, og það það sem gerði daginn enn meira sérstakan var að Jói minn kom með mér en hann hefur ekki hitt þau í rúmlega 10 ár. Því hafði ég öll systkini mér við hlið í dag:-)
nema hana Kötlu systir mína.
Við Jói byrjuðum á því að renna til Keflavíkur þar sem Sif og Bjarki (systkini mín) voru í heimsókn. Þar sem þau höfðu ekkert planað fyrir daginn ákváðum við að fara í bíltúr til Reykjavíkur að fá okkur að borða:-)
Þegar við höfðum borðað ljúffengan hamborgara á Stælnum fórum við í Mosó til að sýna þeim heimkynni mín því þau hafa aldrei komið hingað áður:-)
Að öllu þessu loknu skutlaði ég þeim aftur til Keflavíkur.
Þetta var góður dagur og allt gekk vel.

Takk innilega fyrir notalega og góða samverustund elsku dúllurnar mínar:-)
og góða ferð til Noregs.

Gleðilegt sumar allir saman:-)
Knúsiknús
Sandra

Saturday, April 15, 2006

Páskafrí

Það er nú notalegt að fá nokkra daga frí svona á miðri önn:-)
Ég hef dundað við eitt og annað það sem af er fríinu. Mjög gott að byrja frí á virkum dögum því þá er hægt að komast í margskonar útréttingar sem erfitt er að finna tíma fyrir á vinnudögum. Ég notaði tækifærið og fór m.a. til tannlæknis, í klippingu og skellti mér í sund.
Svo héldum við litla afmælisveislu á miðvikudaginn og bakaði ég vöfflur af því tilefni:-)
Um kvöldið var svo fjörugur og fræðandi ungrakvennafundur og ef ég man rétt sá fjölmennasti sem ég hef farið á í heimahúsi. Við vorum hvorki meira né minna en 11 dömur samankomnar:-)
Á fimmtudagskvöldið renndi ég í Hafnarfjörð á skemmtiega og flotta tónleika þar sem hljómsveitin Aizyou var að spila. Tónleikarnir voru til styrktar Mannréttindarskrifstofu:-)
Meðal styrktaraðila var SGI friðarhópur búddista.
Eftir tónleikana lagðist ég í DVD gláp og fyrir valinu var mynd sem ég hélt að væri eitthvað varið í , en því fór fjarri, hún var óspennandi og kjánaleg og fær aðeins 1 stjörnu fyrir nokkuð frumlegar tæknibrellur. Myndin sem lýst er svo heitir "Ævintýri Grimmsbræðra" eða eitthvað í þá áttina;-(
Í gær, Föstudaginn langa var nokkuð ljóst að heimilsfólkið var í leti og afslöppunarfrí:-)
Jújú við svo sem vöknuðum um morguninn og það var aðeins litið á sjónvarpið, fengið sér kaffi og sett í þvottavél. EN svo nennti ég ekki á lappir alveg strax og fór aftur upp í rúm til að lesa. Svo náttúrlega sofnaði ég aftur og rankaði ekki við mér fyrr en að síminn hringdi( og hinn í fjölskyldunni hafði greinlega sofnað líka )
Vinkona mín var í símanum og ekki höfðum við spjallað lengi þegar hún sagði mér að hún hefði vaknað um 2 leytið. Ég hváði og spurði hvað klukkan væri eiginlega, og varð þvílíkt hissa og hlátur í hug þegar svarið kom. Klukkan var að verða 3!
Já, þetta hefur ekki komið fyrir mig lengi að sofa svona langt fram á dag;-0
Þannig að við borðuðum mat eitthvað um 5 leytið og horfðum svo á Narníu. Ég viðurkenni að hún var betri en ég bjóst við og bara gaman að horfa á:-) Myndin fær 3 stjörnur fyrir búninga, söguþráð og umhverfisleikmynd:-)
Já, það er gaman að svona atvikum annað slagið:-)

En ég læt þetta nægja í bili og segi Gleðilega páska og njótið þess að vera í fríi. Passið ykkur á páskaeggjunum:-)

Sunday, April 09, 2006

fór upp í sveit

að elta gamla geit:--)
Neinei bara smá grín.

Fórum þrjár dömur í sumarbústað í gær við Laugarvatn, og skemmtum okkur konunglega. Stunduðum hugarleikfimi(það stóð í alvöru framan á spurningaspilinu!) drukkum pínulítið af söngvatni sem bætti sko ekki minnið og gáfurnar;-)
hoppuðum í heita pottinn, kjöftuðum og slöppuðum af..
söngur og dans og dillirass:-)
fengum harðsperrur í magann af hlátri;-)
grilluðum pylsur og banana með súkkulaði:-)
bökuðum amerískar pönnukökur með sírópi í morgunmat;-)
hlógum og flissuðum, sváfum út og hlóðum orkuna og fíluðum okkur í botn:-)
Æðislegt að komast aðeins út úr bænum, þó ekki sé nema eina nótt, og hafa kósý nokkar vinkonur saman.
Takk takk Heiður og Valdís fyrir frábæra samverustund :-)
Verður gaman að skoða myndirnar;-)

Jamm ég er komin í páskafrí, jibbýjei
Reyni að nota tækifærið og komast til tannlæknis og láta tékka á stellinu, jafnvel spurning um klippingu.
Svo er ungrakvennafundur í vikunni og að sjálfsögðu verður farið í leikfimi á morgun eða hinn, þýðir ekkert annað en að halda áfram fyrst maður er byrjaður að hreyfa sig,am.k. einu sinni í viku:-)
Læt þetta nægja í bili.
Sandra

Thursday, April 06, 2006

úff, er eiginlega orðlaus eftir daginn

Þvílíkt skrýtinn, merkilegur og góður sigurdagur.
Er búin að fá nokkrar stórar og góðar féttir í dag:-)
Er búin að kyrja fyrir mörgum í kringum mig og fyrir allskyns málum undanfarið og búin að fá svo marga sigra og ávinninga undanfarna daga sem og margir af þeim sem ég hef kyrjað fyrir:-)
Hef svo sannarlega fengið staðfestingu á því að lögmálið "Nam mjó hó renge kjó" og kyrjunin virkar:-)

Ávinningar af kyrjun birtast oft í annarri mynd og á annan veg og tímabili en kyrjað var fyrir, óskað var eftir, en koma þó oftast þegar maður þarf mest á þeim að halda, eða þegar rétti tíminn er kominn.
Til dæmis fékk ég frétt í dag um mál sem ég hef hugsað mikið um og kyrjað fyrir. Fannst mér þessi niðurstaða dálítið dapurleg í fyrstu og ekki mér í hag, en þegar ég hugsaði málið lengra getur verið að þetta verði til góðs fyrir annan einstakling sem er í umhverfi mínu:-)
verður spennandi að vita hvernig það mál endar;-)
Já svona geta nú sumir dagar verið..

Ég óska ykkur öllum til hamingju með alla þá sigra sem þið vinnið á hverjum degi á öllum sviðum lífsins;-)

Þetta var búddískur pistill í boði Söndru sigurvegara ;-)

Sunday, April 02, 2006

Prógramm

Ég hef sko haft nóg fyrir stafni undanfarið.
Alveg nonstop prógramm síðan á föstudagsmorgun, hef rétt komið hér heim til að sofa:-)
Ég hef upplifað svo margt nýtt, skemmtilegt og spennandi og líður alveg hreint meiriháttar vel þessa dagana:-)
Meðal þess sem var á dagskrá hjá mér síðastliðna þrjá daga er eftirfarandi:
# mjög vel heppnað og öflugt kvenna/ungrakvennanámskeið á Vífilstöðum
# danstími (þar sem ég skemmti mér vel, fékk að hreyfa mig og var alveg úr takt við hina:-)
# ferð upp á Völl þar sem fékk einstakt tækifæri til að taka á móti góðum gestum, Evrópuleiðtogum í SGI:-)
# árshátíð nemenda( sem tókst mjög vel, öll börnin stóðu sig eins og hetjur og voru frábær, fullur salur af foreldrum og öðrum góðum áhorfendum, ásamt því að línudansinn okkar kennarana sló í gegn:-)
# fræðandi og frábær fundur með ungmennum og Evrópuleiðtogum í SGI
# kaffiboð og heimsóknir til vina og ættingja :-)
# heimsókn í kirkjugarðinn þar sem ég setti blóm á leiðið hennar ömmu minnar
# vídjógláp og kaffihúsahangs
# flottur og magnaður Kosenrufu fundur í Norræna húsinu sem markaði að sumu leyti nýtt upphaf í SGI á Íslandi. Þar var einnig stórkostleg Gohonson afhending þar sem að sex einstaklingar tóku á móti:-)
Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu..
Mér finnst æðislegt að vera til, er þakklát og happy fyrir það hvað ég hef það gott og er full af orku, hamingju og lífsgleði :-)
Gangi ykkur vel í komandi viku