Páskafrí
Það er nú notalegt að fá nokkra daga frí svona á miðri önn:-)
Ég hef dundað við eitt og annað það sem af er fríinu. Mjög gott að byrja frí á virkum dögum því þá er hægt að komast í margskonar útréttingar sem erfitt er að finna tíma fyrir á vinnudögum. Ég notaði tækifærið og fór m.a. til tannlæknis, í klippingu og skellti mér í sund.
Svo héldum við litla afmælisveislu á miðvikudaginn og bakaði ég vöfflur af því tilefni:-)
Um kvöldið var svo fjörugur og fræðandi ungrakvennafundur og ef ég man rétt sá fjölmennasti sem ég hef farið á í heimahúsi. Við vorum hvorki meira né minna en 11 dömur samankomnar:-)
Á fimmtudagskvöldið renndi ég í Hafnarfjörð á skemmtiega og flotta tónleika þar sem hljómsveitin Aizyou var að spila. Tónleikarnir voru til styrktar Mannréttindarskrifstofu:-)
Meðal styrktaraðila var SGI friðarhópur búddista.
Eftir tónleikana lagðist ég í DVD gláp og fyrir valinu var mynd sem ég hélt að væri eitthvað varið í , en því fór fjarri, hún var óspennandi og kjánaleg og fær aðeins 1 stjörnu fyrir nokkuð frumlegar tæknibrellur. Myndin sem lýst er svo heitir "Ævintýri Grimmsbræðra" eða eitthvað í þá áttina;-(
Í gær, Föstudaginn langa var nokkuð ljóst að heimilsfólkið var í leti og afslöppunarfrí:-)
Jújú við svo sem vöknuðum um morguninn og það var aðeins litið á sjónvarpið, fengið sér kaffi og sett í þvottavél. EN svo nennti ég ekki á lappir alveg strax og fór aftur upp í rúm til að lesa. Svo náttúrlega sofnaði ég aftur og rankaði ekki við mér fyrr en að síminn hringdi( og hinn í fjölskyldunni hafði greinlega sofnað líka )
Vinkona mín var í símanum og ekki höfðum við spjallað lengi þegar hún sagði mér að hún hefði vaknað um 2 leytið. Ég hváði og spurði hvað klukkan væri eiginlega, og varð þvílíkt hissa og hlátur í hug þegar svarið kom. Klukkan var að verða 3!
Já, þetta hefur ekki komið fyrir mig lengi að sofa svona langt fram á dag;-0
Þannig að við borðuðum mat eitthvað um 5 leytið og horfðum svo á Narníu. Ég viðurkenni að hún var betri en ég bjóst við og bara gaman að horfa á:-) Myndin fær 3 stjörnur fyrir búninga, söguþráð og umhverfisleikmynd:-)
Já, það er gaman að svona atvikum annað slagið:-)
En ég læt þetta nægja í bili og segi Gleðilega páska og njótið þess að vera í fríi. Passið ykkur á páskaeggjunum:-)
<< Home